Andvari - 01.01.1946, Síða 36
32
Þorkell Jóhannesson
ANDVARl
Sigurður Breiðfjörð átti hér búi að stýra ásamt síðari konu
sinni, Kristínu Illugadóttur. Hér, á þessum stað, mátti kalla
að væri síðasta viðnám skáldsins á þeim flugstigum vandræða
og óhappa, er hann var löngum á staddur sína stuttu ævi.
Og þó var þetla víst aðeins sýndarhlé, upphaf hins síðasta
og sárasta áfalls. Hér var hann dæmdur til hýðingar fyrir
fjölkvæni, og í þeirri viðureign við réttvísina hallaðist hagur
þeirra Grímsstaðahjóna svo, að þau urðu að flytjast burlu
örsnauð. Fáum árum síðar andaðist skáldið í vesöld og armóði
í Reykjavík, yfirgefinn af öllum nema konunni, sem hann
hafði fest sér í banni laganna og efalaust unnað mikið á
sinn hátt, og svo hún honum. Og eigi var það liennar sök,
þótt giftingarhringurinn, sem réttvisin hafði á sínum tima
metið til tuttúgu og sjö vandarhagga, hrykki nú naumlega
fyrir kistunni og rekunum þremur, og skáldið hennar yrði
svo að hverfa til moldarinnar án ræðu og yfirsöngs, mitt á
rnilli sveitarómaga og óbótamanns að allri viðhöfn. Hring-
urinn var aleiga hennar. Og líkast til hefur engin kona
nokkru sinni haft dýrri grip með höndum en þennan, er nú
var fargað við svo smánarlegu gjaldi. —
Vallgróin bæjarþúst er umvafin tregablandinni kyrrð, svo
djúpri, að þér hverfur í svip allt, sem hærra lætur en tal
steinanna í sliguðum hleðslum, er eitt sinn báru uppi þekjur,
er skýldu tendruðum arni, þar sem liðnar kynslóðir áttu
athvarf á hretviðrasamri leið sinni frá vöggu til grafar. Ef
þú kynnir á að hlýða, myndi þessir steinar geta hermt þér
minningarræðuna, sem aldrei var flutt; ræðuna um atgervið
i hálflitum feldi amlóðans; um námfýsina, sem fór á mis
við alla skóla; um gjafmildina tómhenta og i sifelldum
kröggum; um snilldina, sem keppir að heild, að fullkomnun.
í brotum og á tvístringi; um félagslyndi og fegurðarþrá, sem
ekki áttí völ annars mannfagnaðar en hrennivíns; um hand-
verksmann án iðnaðar; um hóndann, sem flosnaði frá jörð
sinni; um vegalausa lifsgleðina, sem dauðinn loks miskunn-
aði sig yfir: Ræðuna um þjóðina, um manninn — um skáldið
Sigurð Breiðfjörð.