Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1946, Síða 36

Andvari - 01.01.1946, Síða 36
32 Þorkell Jóhannesson ANDVARl Sigurður Breiðfjörð átti hér búi að stýra ásamt síðari konu sinni, Kristínu Illugadóttur. Hér, á þessum stað, mátti kalla að væri síðasta viðnám skáldsins á þeim flugstigum vandræða og óhappa, er hann var löngum á staddur sína stuttu ævi. Og þó var þetla víst aðeins sýndarhlé, upphaf hins síðasta og sárasta áfalls. Hér var hann dæmdur til hýðingar fyrir fjölkvæni, og í þeirri viðureign við réttvísina hallaðist hagur þeirra Grímsstaðahjóna svo, að þau urðu að flytjast burlu örsnauð. Fáum árum síðar andaðist skáldið í vesöld og armóði í Reykjavík, yfirgefinn af öllum nema konunni, sem hann hafði fest sér í banni laganna og efalaust unnað mikið á sinn hátt, og svo hún honum. Og eigi var það liennar sök, þótt giftingarhringurinn, sem réttvisin hafði á sínum tima metið til tuttúgu og sjö vandarhagga, hrykki nú naumlega fyrir kistunni og rekunum þremur, og skáldið hennar yrði svo að hverfa til moldarinnar án ræðu og yfirsöngs, mitt á rnilli sveitarómaga og óbótamanns að allri viðhöfn. Hring- urinn var aleiga hennar. Og líkast til hefur engin kona nokkru sinni haft dýrri grip með höndum en þennan, er nú var fargað við svo smánarlegu gjaldi. — Vallgróin bæjarþúst er umvafin tregablandinni kyrrð, svo djúpri, að þér hverfur í svip allt, sem hærra lætur en tal steinanna í sliguðum hleðslum, er eitt sinn báru uppi þekjur, er skýldu tendruðum arni, þar sem liðnar kynslóðir áttu athvarf á hretviðrasamri leið sinni frá vöggu til grafar. Ef þú kynnir á að hlýða, myndi þessir steinar geta hermt þér minningarræðuna, sem aldrei var flutt; ræðuna um atgervið i hálflitum feldi amlóðans; um námfýsina, sem fór á mis við alla skóla; um gjafmildina tómhenta og i sifelldum kröggum; um snilldina, sem keppir að heild, að fullkomnun. í brotum og á tvístringi; um félagslyndi og fegurðarþrá, sem ekki áttí völ annars mannfagnaðar en hrennivíns; um hand- verksmann án iðnaðar; um hóndann, sem flosnaði frá jörð sinni; um vegalausa lifsgleðina, sem dauðinn loks miskunn- aði sig yfir: Ræðuna um þjóðina, um manninn — um skáldið Sigurð Breiðfjörð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.