Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 49

Andvari - 01.01.1946, Page 49
andvami „í lundi nýrra skóga“ 45 túnin verið höfuðprýði byggðanna i þúsund ár. Þar hefur að vísu ekki verið beitt því tilhaldi, er merki sjást á auðsetrum annarra landa. En tún íslendingav eru alltaf til prýði. Það er lítill vafi, að í trjárækt byggðanna verður blómabeðum ekki ætlað mikið landrými, nema þar sem mannmörg og áhugasöm fjölskylda er að verki. Eins og til háttar með vinnu < sveitum, má óhikað gera ráð fyrir, að í trjágörðum byggð- anna skiptist á tré og grasblettir. Langoftast mundu bændur slá þessa grasbletti eins og venjulegt tún, nokkrum sinnum á sumri. En þar sem vinnuorka er meiri, má gera ráð fyrir, að grasbletturinn yrði sleginn miklu oftar, og þá með garðvél- um. Hvort heldur er, skiptir litlu máli. Grasblettir og trjá- göng eiga að geta stóraukið fegurð íslenzkra sveitaheimila. VII. í hinu mikla skógarlandi, Svíþjóð, eru trjáræktarstöðvar stórar og margar. Ríkið kostar þessar stöðvar, og forráða- •nenn þjóðarinnar kappkosta, að öll börn landsins geti fengið ti'jáplöntur að vild og nálega ókeypis. Hér á landi hefur trjá- ræktin búið við erfið kjör, trjáplöntur yfirleitt af skornum skammti og oft lílt fáanlegar. Ef bóndi í Húnavatnsþingi ætlar að gróðursetja trjáplöntur við bæinn sinn, þarf hann að fá þær um Iteykjavík austan úr Rangárvallasýslu. Úr þessu þarf að bæta, og má vænta góðs af landgræðslusjóði í þeim efnum, en varla mun af veita að hafa a. m. k. eina gróðrarstöð í liverri sýslu. Auk þess þarf að gera uppeldi trjáplantnanna að heim- hisiðnaði ineð tómstundavinnu. Þegar svo er komið, fer að úorfa betur en nú gerisl um ráðagerðir þjóðskáldanna, Jónasar Hallgrímssonar og Hannesar Hafsteins. Núlifandi kynslóð á að geta girt öll heimili með trjálundum. Næstu kynslóðir fylla úalinn skógi. En að þessu hafa menn hér á landi ekki til fulls úttað sig á, að liið gróna og vel hirta land á að vera og hlýtur tafnan að verða meginþáttur í íslenzkum trjágörðum. Of oft hafa menn í sveitum líkt eftir blómgörðum kaupstaðanna og gert garða við sveitabýli nokkuð smásmíðiskennda. Það getur farið vel á að rækta garðblóm liér á landi við heimili, þar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.