Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 54

Andvari - 01.01.1946, Side 54
50 RunóJfur Sveinsson ANDVARI 8. Ég skoðaði i'áeina bændaskóla, meðal annarra i Morris og St. Poul, Minnesota. 9. Ég heimsótti allmörg mjólkurbú bæði úti um sveitirnar (vinnslubú) og í borgunum (sölustöðvar). 10. Á ferðalagi mínu uin 36 af fylkjum Bandaríkjanna lieiin- sótti ég fjölda af bændum, sem ráku bæði stór og smá bú. Meðal annars heimsótti ég stærsta mjólkurbú heimsins, sem er í Californíu, skammt fyrir utan Los Angeles. Þar eru um 10000 kýr. Þá skoðaði ég Walker-Garden-búið í New Jersey, sem hefur um 1600 kýr og einhverja fulllcomnustu uppsetn- ingu og útbúnað á mjaltavélum og mjöltun, sem þekkist. III. Það sem ég sá og heyrði í búnaðarmálum Bandaríkjanna. 1. Náttúruskilyrði til buskapar í U. S. A. Bandaríkin eru geysi-víðáttumikil að flatarmáli, eða uni 75 sinnum stærri en ísland. Þau liggja að mestu leyti á milli 30° og 45° n. br., á vesturhelmingi jarðar. Veðráttan er um mikinn meiri hluta landsins meginlandsloftslag. Þó eru úr- komur allmiklar vestur við Kyrrahaf og á austurströndinni, er út að Atlanzhafinu veit. í heild er veðráttan hagstæð land- búnaði og sums staðar ágæt. Jarðvegurinn er á stöku stað sendinn og gróðurlaus, en mjög víða ágætur, leirborinn moldarjarðvegur og sunis staðar einhver sá bezti sem þekkist til hvers konar ræktunar. Landið er mjög auðugt af námum, svo sem málmum ýmiss konar, kolum, olíu, timbri o. fl. Þessi og önnur náttúrugæði og auðsuppsprettur eru undirstaða undir mjög umfangsmikl- um og fullkomnum iðnaði í U. S. A. Bandaríkjaþjóðin er framsækin og dugleg. Hún mun nu vera með auðugustu þjóðum í heimi. 2. Búnaðarfræðslan. í nær öllum fylkjum Bandaríkjanna eru einn eða flen1 landbúnaðarháslcólar. Eru þeir ýmist einkaeign, sjálfseignar-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.