Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 55

Andvari - 01.01.1946, Page 55
andvari Ferð til Bandaríkjanna 1944—45 51 stofnanir eða rikiseignir. Flestir munu þó vera reknir af fylkjunum, styrktir af almannafé. Það, sem mér finnst fyrst og fremsl einkenna þessa skóla, er livað þeir eru vel efnum búnir, og raunar einnig hvað kennsJa og nám er strangt og í föstum skorðum. Allar bygg- ingar sltólanna eru óvenju-fullltomnar, veglegar og ríkulegar. Öll áhöld, verlcfæri og lcennslutælci eru fjölbreytt og fulJkomin. Flestir slcóJanna relca rannsólcnastofur, tilraunabú og bú- garða, þar sern árlega er lagt stórfé í ýmiss lconar tilrauna- og rannsólcnarstarfsemi á sviði búvísinda og búskapar al- mennt. Slcólar þessir hafa margir liverjir ráð á því að lcaupa upp og halda beztu vísindamenn, sem völ ér á víðs vegar um heim. — Ýmsir af auðjöfrum Ameríku setja metnað sinn i að Jeggja af mörkum fjárfúlgur til háskólanna. Þetta liefur tryggt fjárhag skólanna og slcapað þeim ýmsa möguleika fram yfir evrópislca slcóla. Búnaðarfræðslunni má slcipta í tvo meginþætti. Annars vegar á háslcólum, bændaslcólum og millislcóJum. Hins vegar með víðtælcri ráðunautastarfsemi meðal bændanna sjálfra. Ég leit svo til, að útbreiðslustarfsemin hafi gert feilcna-gagn °g sé stöðugt mjög sterlcur þáttur í framförum og öllum bú- slcap bænda i U. S. A. Ráðunautarnir, sem eru nær allir út- slcrifaðir frá háskólunum, eru á stöðugu ferðalagi á milli bændanna, leiðbeina þeim í búslcapnum og örva þá til nýjunga °g átalca. Starfsemi þessi er relcin á svipaðan hátt í Danmörku °g hefur vissulega unnið þar stórlcostlegt gagn einnig. 3. Jarðrækt. í Bandarílcjunum er l'jölbreytt og í flestum tilfelium full- komin ræktun á flestum nytjajurtum landbúnaðarins. Ávaxta- og grænmetisrælctun er þar mikil, maís- og kornyrkja á háu stigi, sömuleiðis fjölbreytt grasrækt. Einkanlega má þar nefna belgjurtaræktina, sem auk þess að gefa eitthvert verð- mætasta fóður fyrir búféð, auðgar jarðveginn sórkostlega af köfnunarefni árlega.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.