Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 58

Andvari - 01.01.1946, Side 58
54 Runólfur Svcinsson ANDVARI að verulegu leyti fóðruð á grasi- og kornbeit úti, sem ekki er liægt, ef framleiða á 1. floltks „bacon“. D. Loðdýr. Á síðustu árum hefur orðið byiting i Joðdýra- rælít Bandarílcjanna. Þar munu nú vera einliver jir beztu refa- og minkastofnar, sem til eru. Slcilyrði til loðdýraræktar eru að ýmsu leyti góð, t. d. er verð á hrossakjöti, sem mikið er notað og er gott til refaeldis, afar lágt, eða ca. 25—30 aura pr. kg. Ég sótti loðdýrasýningu, sem haldin var í Michigan- fylki og stóð í fjóra daga. Þar sá ég bæði refa- og minka- afbrigði, sem hvergi munu annars staðar til en í U. S. A. og Canada. Sum þessara afbrigða eru geysi-verðmæt. 6. Kijnbætur búfjár í U. S. A. v Síðustu 50—75 árin hefur verið varið ógrynni 1 jár til bú- fjárkynbóta í Bandaríkjunum, bæði af einstaklingum og af ahnannafé. Yfirstjórn og fagleg stjórn þessara mála er í hönd- um landbúnaðarráðuneytisins og landbúnaðarháskólanna. Ráðuneytið rekur fjölda tilraunastöðva, og er tilraunastöðin að Beltsville í Maryland þeirra stærst og e. t. v. fullkomnust. Háskólarnir hafa einnig flestir stöðvar og tilraunabú i þjón- ustu sinni. Ég hygg, að þessir aðilar hafi mildu meira fé til umráða til þessara hluta en tíðkast í nokkru öðru landi. Því má ætla, að þar náist meiri og fullkomnari árangur í þessum efnum en annars staðar. Það má fullyrða, að með vaxandi tækni og vísinduin er unnið af vaxandi krafti að kynhótum búfjár í Bandaríkjun- um. Ég vil hér benda á aðeins tvennt, sem vakti athygl’ inína einna mest og er tiltölulega nýtt. Hið fyrra er skyld- Jeikarækt og „krossrækt“, sem unnið hefur verið mikið að síðustu tíu árin, aðallega á svínum og sauðfé. Rannsóknir þessar, einkanlega á skyldleikaræktinni, hafa kostað offjar, en svo virðist, að hægt sé að bæta svínin svo með þessum að- ferðum, að tilraunakostnaðurinn endurgreiðist, jafnvel marg- falt, í belri svínastofni. Hitt atriðið er það, sem á enskri tungu er kallað „artificial »insemination“, á Norðurlandamál-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.