Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 61

Andvari - 01.01.1946, Page 61
andvari Ferð til Baudarikjauna 1944—45 57 IV. Nokkrar tillögur í búnaðarmálum íslands. Inngangur. Hnattstaða landsins og aðstaða okkar til búreksturs. — kitt af því fyrsta, sem liver og einn, er við búskap fæst, þarf að gera sér ljóst, er hvernig þau skilyrði eru frá náttúrunnar bendi, sem bóndinn hefur við að búa. Kemur þar einkum til greina hnattstaða landsins, veðrátta, jarðvegur og saman- burður á aðstöðunni gagnvart öðrum þjóðum, sem við land- l'únað fást, uin framleiðslumöguleika, markaði, samkeppni o. fl. ísland er þannig á hnöttinn sett, að það er á norðurtak- niörkum þess, er ýmsir, bæði lærðir og leikir, telja hagkvæmt, eða jafnvel skynsamlegt að reka landbúnað. Hins vegar vitum ^ið þó, að fyrir áhrif golfstraumsins er loftslag miklu mildara á íslandi, einkum að vetrinum til, heldur en breiddargráður segja til um. Þess vegna eru skilyrði betri til búskapar á ís- londi en marga grunar. Það, sem mestum erfiðleikum veldur við búrekstur á ís- landi, er veðráttan. Einkum hvað hún er óvenju óstöðug og óútreiknanleg, bæði frá degi lil dags, árslíð tii árstíðar og frá ari til árs. Má heita, að sama gildi um tíðarfarið í öllum lands- blutum. Annað einkenni á íslenzkri veðráttu, sem veldur erf- •ðleikum í lmskapnum, er að sumarhitinn er lágur, vorkuldar °fl miklir, votviðri og vindar líðir. Það er kunnugt úr búnaðarsögu okkar, að bæði hafa komið einstök ár og árabil með frostum, snjóum og ísum, svo hörð og erfið fyrir búreksturinn í landinu, að liallæri hefur gert á einstökuin bæjum» landshlutum og jafnvel um landið allt. Auk þessara harðinda og annarrar óbliðu veðráttunnar hafa yfir tandbúnað okkar dunið eldgos, drepsóttir í mönnum og búfé, einokuð verzlun, heimsstyrjaldir, kreppur og á síðustu áratugum ör flótti fólks frá landbúnaði í aðra atvinnuvegi. Þrátt fyrir liarðindi og ýmsa erfiðleika, hefur landbúnað- •ninn lengst af verið liöfuðatvinnuvegur okkar, og enn i dag er hann einn meginþáttur atvinnulífs á íslandi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.