Andvari - 01.01.1946, Page 62
58
Runólfur Sveinsson
ANDVARl
Enda þótt siðustu áratugina hal'i átt sér stað allmiklar
breytingar og framfarir i búskapárháttum íslenzkra bænda
og framleiðsla þeirra hafi aukizt stórum, þá mun staðreynd,
að á ýmsum sviðum stendur búskapur á íslandi langt að baki
búnaði ýmissa landa í Evrópu og Ameríku.
Við erum á eftir öðrum, meðal annars vegna þess, að þjóð-
inni var haldið í úlfakreppu stjórnmála fram á þessa öld.
Enn fremur erum við fátækir og fámennir og eigum þvi erfitt
með að reka okkar eigin visindastarfsemi og tileinka okkur
þá tækni, sem nú ryður sér hvarvetna mjög til rúms i land-
búnaði.
Ég hygg, að nauðsynlegt sé íyrir íslenzka bændur og þá,
sem að búnaðarmálum þjóðarinnar starfa, að gera sér ljóst,
að aðrar aðalatvinnugreinar landsins, svo sem sjávarútvegur
og verzlun, standast betur samanburð og samkeppni við önn-
ur lönd heldur en landbúnaðurinn.
Raddir heyrast nú um það, allháværar stundum, frá l'ólki,
sem ekki stundar sveitabúskap, að íslenzkur landbúnaður eigi
jafnvel engan rétt á sér og rnuni aldrei standast sainkeppni
við önnur lönd á heimsmarkaði landbúnaðarafurða og jafn-
vel ekki á íslenzlcum markaði. Rök þeirra manna, er þessu
halda fram, eru nær eingöngu þau, að hægt sé t. d. að selja
smjör, flutt vestan frá Ameríku, fyrir hálft verð á við smjör
framleitt á íslandi. Og því er haldið fram, að íslenzkir bænd-
ur eigi einir sök á því, að þessi mikli munur er á fram-
leiðslukostnaði smjörs á íslandi og í Ameríku.
Mér er kunnugt um, að framleiðslukostnaður á ýmsum
landbúnaðarafurðuin í U. S. A. er ekki helmingur á við þap>
sem hann er á sams konar vörum á íslandi. Mér er einmg
kunnugt um, að íslenzkir bændur eiga ekki einir sölc á Þv*>
að svo er. Því til sönnunar vil ég benda á eftirfarandi atriði-
1. Hnattstaða landsins og erfið veðráttuskilyrði til búrekstrar.
2. Stjórn og veiting fjármuna þjóðarinnar (bankanna) a
undanförnum áratugum til sjálvarútvegs, iðnaðar og
verzlunar, og meðal annars af þeim ástæðum flótti lólks
frá Iandbúnaði í þessar atvinnugreinar.