Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 64

Andvari - 01.01.1946, Side 64
60 Runólfur Sveinsson AHDVARI urnar eyddust að mestu leyti og í stað þeirra uxu ýmsar gras- tegundir. Enn fremur hefur á umliðnum öldum orðið upp- lilástur á landi, eða gróðureyðing með öllu, meðal annars vegna bruna, of mikillar beitar (rányrkja), eldgosa og harðrar veðráttu. ísland er fremur vel fallið til grasræktar. Ýmsar grasteg- undir, sem gefa viðunanlega uppskeru, vaxa hér allvel, þrátt fyrir votviðri, vinda og tiltölulega lágt hitastig. Um undanfarnar aldir hafa búfjártegundir okkar nær allar iifað meslmegnis á grasi (heyi á veturna). Mestöll beit, bæði sumar og vetur, er á óræktuðu landi, og til skamms tíma hafa íslenzkir bændur aflað heyjanna, eða vetrarforða bú- fjárins, einnig á óræktuðu landi. Aðeins síðustu tvo til þrjá áratugina hefur orðið sú breyting á, að nú er yfir helmingur lieyjanna fenginn á „ræktuðu“ landi, sem kallað er tún. Túnunum má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömlu túnin, sem flest hafa staðið óbylt og ósáin um hundruð ára, og hins vegar er nýrækt, sem er ýmist „uppþurrkaðar“ mýrar eða valllendismóar, sem bylt hefur verið og oftast sáð í er- lendum grastegundum. Enn fremur má nefna slctt valllendi, sem hefur verið girt og eitthvað borið á. Um gömlu túnin er það að segja, að á sumum þeirra vex meira af illgresi, svo sem fiflum sóleyjum, lokasjóði, hunda- súrum o. fl„ en af nytjajurtum. Tún þessi þarf því að plægj:* ell upp smátt og sinátt og sá í þau nytjajurtum, sem gefa mikla og góða uppskeru. Mundi „umræktun“ þessi á gömlu túnunum falla inn i sáðskiptiræktun, sem ég mun minnast lítilfega á síðar. Meiri hluti nýræktarinnar gefur hvergi nærri þá uppskerw, sem hún gæti gert og ætli að gera. Veldur því aðallega tvennt. í fyrsta lagi of lítill áburður og í öðru lagi slæm framræsla. Hvort tveggja þarf að bæta hið fyrsta. Jarðræktarstyrkurinn hefur meðal annars verið greiddui á flatareiningu nýræktarinnar. Betra mundi að greiða þann hluta hans á tilbúinn áburð og þó e. t. v. öllu fremur sem verðlaun á uppskerumagn á flatareiningu.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.