Andvari - 01.01.1946, Page 77
a.ndvahi
Ferð til Bandarikjanna 1941—45
73
enn þá meiri nauðsyn en öðruni þjóðum að auka stórum
vélanotkun í búskap olckar. Áhugi bænda hér á landi virðist
líka vera æðimikill á þessu nú. Veldur því eflaust meðal ann-
ars tvennt: í fyrsta lag'i er líkamleg vinna hér nú óvenju dýr
(þ- e. verkalaun há). í öðru lagi eru hestar okkar óhentugir
til vinnu, eins og áður getur, og íslenzkir bændur hafa aldrei
komizt upp á að nota hesta við bústörfin, nema að litlu leyti.
En samhliða því, sem ég tel mjög aðkallandi að vinna
bráðan bug að stóraukinni vélanotkun í íslenzkum búnaði,
vil ég þó benda á tvennt, sem ber að varast í því efni. í fyrsta
lJigi er víst, að mjög litlar og afskekktar jarðir og lítil bú
geta ekki borið uppi fullkomnar vélar við reksturinn, þ. e. a.
s-» að ákveðin lágmarksstærð búa þolir vélrænan rekstur. í
öðru lagi er nú nijög hætt við, að bændurnir kunni litið með
vélarnar að fara, því síður að hirða þær fullkomlega við
vinnu og geyma þær yfir veturinn. Mikil hætta er því á, að
vélarnar éndist hér stuttan tíma og verði þá dýrar i rekstri.
Samhliða aukinni vélanotkun þarf að hefja öfluga leiðbein-
ingastarfsemi um meðferð þeirra og hirðingu. Bretar hafa á
undanförnuin árum aukið stórkostlega vélanotkun i búnaði
smum. Til þess að bæta hirðingu vélanna sem bezt, hafði
brezka ríkið í ])jónustu sinni „hreijfanlcg viögerðarverk-
stæði“, sem keyrðu um landið, heim á sveitabæina, og gerðu
við vélar bændanna og leiðbeindu þeim um hirðingu þeirra
°g notkun.
I - d. má geta þess, að notkun mjaltavéla er aðkallandi hér,
l»ar sem nú er erfitt að fá fóllc til að mjóllca kýr og afar dýrt.
Bandaríkjunum hefur verið sannað með tiltölulega nýjum
'annsóknum, að ekki er liægt að mjólka kýr eins fljótt og vel
með handmjöltun eins og vélum, en því aðeins, að framkvæmd
vélnijaltanna sé rétt í öllum atriðum. Einnig þarf hirðing vél-
anna að vera í góðu lagi. Innanhúss vex stöðugt notkun ýmissa
véla og áhalda, einkum í sambandi við aukið rafmagn á heim-
ilunum.
Ef halda á fólkinu í sveitunum framvegis, er eitt af grund-