Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 84

Andvari - 01.01.1946, Side 84
ANDVARI Um gróðurmenjar í Uórishlíðarfjalli við Selárdal. Eftir Jóhannes Áskelsson. Þórishlíðarfjall cr við vestanverðan Selárdaí i Arnarfirði. Það er um 470 m á hæð. Líkt og önnur Vestfjarðafjöll er ])að hlaðið úr hlágrýtishömrum með molabergsstrengjum á milli. Á 1. mynd, sem sýnir jarðlagaskipan fjallsins í megíndráttum, táknar A. blágrýtisundirstöðuna, allt frá sjó og upp í 360 m hæð. Blágrýtið er allfornlegt útlits. Molabergsmillilögin eru frekar þunn og hafa ekki neinar plöntuleifar, né aðrir steingervingar, fundizt í þeim. B. Um það hil 20 m þykkt molabergslag. Nálega í því miðjn er nokkurra cm þykkt basaltöskulag með plöntustein- gervingum i. Mest ber á blaðförum, koluðum himnuin, smákvistum og förum eftir þá. Eftirtektarvert er, hversu mörg 'blaðanna eru uppvafin. Virðist það helzt benda til ákafs öskufalls á hálfskrælnuð og orpin hlöðin. Askan er mjög glerjuð (sideromelan-aska). Útlit hennar, sé hún skoðuð í smásjá, her vott um dálitla veðrun í heitara og rakara loftslagi en þvi, sem nú ríkir á íslandi. C. Blágrýtishamra með molábergsmillilögum alla leið' upp á fjallsbrún. — Svipar þessari blágrýtismyndun mjög til þeírrar, sem undirstöðu fjallsins myndar (A). Af steingervingunum ber mest á beykitegund þeirri, sem sýnd er á 2. mynd og nefnist fagus antipofii Heer. Blaðkan er 12,5 cm á lengd og 5 cm á breidd um miðjuna, þar sem hún er breiðust. Hún er sem næst því að vera lensulaga að ummáli, og eru rendurnar fíntenntar ofan til, en að neðan er blaðkan heilrend. Strengirnir hafa markazt skýrt í

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.