Andvari - 01.01.1876, Page 10
6
Hid íalenzka þjóðvinafélig.
vorum, og smásaraan aö ávinna racira, |jv! þab er eins
og þeir þíngeyíngar hafa sagt, ab reynslan ber þess
vott, ab deyfb og sundurlyndi sjálfra vor hefir ab iniklu
leyti stabib því í vegi, ab vér næbura rétti vorum og
gætum átt von á ab halda honum í landsmálum vorum.
Samtök og félagskapur mebal sjálfra vor er grundvöllur-
inn, sem öil vor framför í þessu og öbru getur byggzt
á, og því verbum vér ab Iæra ab halda slíkan félagskap,
ef vér viljum ná tilgángi vorum svo ab oss verbi ab
notum. Menn tala opt hjá oss á þá Ieib, eins og þeim
íinnist þab skylda stjórnarinnar, ab gjörast foríngi ab
því, sein til framfara horfir, og fylgja því fram. Vér
eigum ab þeirra áliti ab bíba stjórnarinnar meb þolin-
mæbi, og fyigja henni. þetta hefir rót sína í því, sem
undan er gengib í sögu lands vors. Eptir ab öll afskipti
af alþjóbiegurn málum voru smásaman dregin úr höndum
bændastéttarinnar, sem hafbi ávallt tekib þátt. í þeim,
og atvinnuvegirnir voru lokabir fyrir landsmönnum mcb
grindum útlendrar einokunar, þá var eins og öll hugsun
til framkvæmda væri sofnub, og engum dytti í hug ab
neitt yrbi gjört, en sízt, ab þeir ætti ab gjöra eba gæti
gjört neitt sjálfir. þegar hugurinn fúr ab vakna aptur,
þá bibu menn ahnennt eptir bendíngum eba skipunum ab
ofan frá, og þóttust varla geta hreyft hönd eba fót til
neins, sem var fram yfir dagleg störf, ltab slá og róa”,
nema þab væri cptir einhverjum æbri bendíngum, og menn
fengi verblaun fyrir. Menn vildu láta leggja sér allt upp
í hendurnar, fá stjórnarfræ, stjórnarjilóga, stjórnarskófiur
og stjórnarverblaun fyrir ab moka meb þeim. Heldur mun
þetta liafa Iagfærzt, eba vera á leibinni til ab Iagfærast,
en þó eldir of mjög eptir af því enn, og er þab þó aub-
sætt, ab þe8si vegur er ekki abalvegurinn til ab vinna