Andvari - 01.01.1876, Qupperneq 124
120
Urn mjúlk, snijör og osta.
forminu og salta&ur utan, rneb því ab salta hann öbrum
megin, snúa honum svo vib næsta dag og salta hann
hinum megin nokkra daga, allt, ab 3—4 vikur eptir stærb
ostanna, eba svo er hann látinn liggja nokkra daga í
sterkum saltlegi. þarnæst er hann lagbur á ostahylluna,
en aldrei til þurks vib vindsúg eba sólarhita. Flestir ostar
mega liggja minnst heilt misseri, úbur en þeir eru eigin-
lega hæfilegir til borbhalds, því nýrri en svo þykja þeir
ekki góbir.
þab er aubvitab, ab því betri og kostmeiri sem mjólkin
er, þess betri verbur ostur sá, sein úr henni fæst. En
þaö er víst óhætt ab fullyrba, ab mjólk sú, sem vér
höfum, er fullt eins gób og mjólk erlendis, og ættu ostar
þeir, sem hér eru tilbúnir, þess vegna ab vera fullt eins
gó&ir eins og erlendir ostar, einkum ostar þeir, sem til-
búnir eru úr sau&amjólk. Eg hefi átt tal vi& eina af
þeim beztu ostagjör&ar konum í Danmörku, og sag&i hún
mér, ab hún Iiefbi einusinni verib í einu hérabi á Frakk-
landi, þar sem saubfé hef&i verib mjólkab og búnir til
tómir ostar úr mjólkinni, og hefbi þab verib ennþá betri
OStar, en nokkurntíma gæti orbib tilbúnir úr kúamjólk.
Ostarnir verba því betri, því nýrri sem mjólkin er,
og því meira fær ma&ur af osti, því betur scm hann
hleypur úr mysunni; eu því dökkgrænni sem mysan er,
því betur er úr henni hlaupib; en til þess, ab osturinn
geti hlaupib vel úr, allur saman, má mabur hafa góban
hleypi, og skal eg nú stuttlcga lýsa tilbúníng á honum,
þannig sem hann er tilbúinn á bæjum erlendis. Ma&ur
tekur maga úr kálfi, sem ekki hefir fengib annab en ný-
mjólk, snýr honum vib og hleypir úr honum osti þeiin og
öbrum óhreinindum, sem í honum eru, skólpar hann svo
lauslega í volgu vatni, án þess samt ab nugga hann eba