Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 11
V
ungir menn ryðja sér braut sjálfir með atgervi og kappi,
að peim sem eldri eru þyliir slíkt miður. Töldu margir
Jón fullan ofurkapps og metnaðar og spáðu bonum ó-
fara fyrir pær sabir. En hinir yngri menn voru honum
fylgjandi, og á árunum kring um 1850 og par á eftir
voru gerðar ýmsar mikilsverðar breytingar til bóta í bún-
aði og háttum manna í Mývatnssveit. Var Jón meðal
peirra, er fyrst og bezt unnu að pví; má til peirra breyt-
inga eigi síst nefna kynbætur sauðfjár, er pá hófust með
hinu svo nefnda Jökuldalsfé, og sem lmfa orðið að stór-
miklu gagni; par með fylgdu mjög miklar umbætur í
byggingu peningshúsa. Um sömu mundir var og telrið
að bæta til mikilla muna húsabyggingar allar og húsa-
skipun. Var Jón Sigurðsson meðal peirra, er fyrst reistu
bæ sinn allan af nýju, og til dauðadags lét hann sér
annt um að bæta og lagfæra hýbýli sín og hvetja aðra
til hins sama.
Árið 1848, 14. dag júnímánaðar, kvongaðist Jón,
og gekk að eiga Sólveigu Jónsdóttur, prests f’orsteinsson-
ar í Reykjahlíð. f>á var Jón tvítugur og voru pau hjón
nær jafnaldra. Hún var hin mesta atgerviskona og verða
mannkostir hennar lengi í minnum hafðir í pessu hér-
aði, og pó víðar. Var mjög jafnt á komið með peim
hjónnm fyrir margra hluta sakir. J>au voru bæði fríð
og höfðingleg ásýndum; segja svo margir gamlir menn,
að jafnálitleg brúðhjóri og pau hafi peir aldrei séð. J>au
voru bæði einörð, kjarkmikil og fjörug, og bæði gáfu
pau jafnan hina sömu drengskaparraun, pá er til pess
kom að hjálpa og liðsinna, en pað var optar en svo, að
tölu verði á komið. Varla var hægt að hitta svo á, að
minnsta kosti á síðari árunurn, að eigi væri á Gaut-
löndum einhverjir nauðleitamenn peirra; tóku pau opt
sjúka menn og hruma langtímum saman á heimill sitt,
til pess að peir ætti kost á betri hjúkrun og aðhlynning,
en peir gátu fengið annarstaðar. Var pað pá optast
húsfreyja sjálf, sem bætti pví við hin mörgu störf sín,