Andvari - 01.01.1890, Síða 37
15
um, eins og danska stjórnin vildi ; eða hún yrði að
kúga alþing til að taka lögin aptur. pessi ákvæði um
jafnhliða lagastaðfestingarvald konungs og landstjóra er
pannig, pegar á herðir, jafn ótryggilegt fyrir Islendinga
sem Dani.
það geta og komið fyrir óleysandi hnútar í pessu efni.
Hvernig ætti þannig að fara að, ef konungur synjaði
lögum staðfestingar á sama tíma, sem jarlinn staðfesti
þau, eða jarlinn synjaði peim lögum staðfestingar, sem
konungur á sama tima staðfesti.
Að eins pessi dæmi sýna að hið jafnhliða lagastaðfest-
ingarvald jarlsins getur ekki átt sjer stað. Enda var
slíkt aldrei tilætlunin hjá alþingi 1873, að jarlinn gæti
án vilja og vitundar konungs staðfest lög. Tillagan um
að setja jarl hjer á landi, kom fyrst fram hjá meiri
hluta stjórnmálanefndarinnar á alpingi 1871. Nefndin
getur heinlínis um, -að einn hinna merkustu manna
Dana sjálfra hafi ráðið til pessa fyrirkomulags* (Alþ.
tíð. 1871 II bls. 442). jáetta var Monrad biskup, og
liann rjeð einmitt til að hafa líkt fyrirkomulag hjer og
í nýlendum Englendinga. Á alþingi 1873 var einnig
sagt í ástæðunum með frumvarpinu, að jarlinn skjddi
hafa »pað eina af einkarjettindum konungs í höndum,
sem konungi póknast að veita honunu (Alp.tíð. 1873
II hls. 277).
J>að liggur pannig ljóst fyrir, að ákvæðin í frum-
varpinu 1885 hafi átt að skiljast pannig , að landstjóri
skyldi að eins geta staðfest pau lög, er konungur hefði
gefið honum sjerstaka heimild til að staðfesta. En par
sem konungur ekki hafði neinn apturköllunarrjett 1 peim
tilfellum, er konungi hefði pótt lögin óstaðfestandi, pá
hefði það verið hættuminnst fyrir hann, að áskilja sjer
að staðfesta nálega öll lög, og petta hefði eðlilega orðið
afleiðingin.
Til pess að fyrirbyggja petta, voru sett í frumvarpið
frá síðasta pingi nákvæmari ákvæði um lagastaðfesting-