Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 63
41
að þeim tveimur aðaltillögum, sem nú liggja fyrir.
Eptir frumvarpinu, er gekk frá neðri deild, eru ákvæðin
um landsdóminn pannig í 48. gr. : »Landsdómur skal
skipaður dómendum hins æðsta dómstóls innanlands og
öllum pingmönnum efri deildar. Rjrðja má sá, er kærð-
ur er, allt að 5 menn úr dómi, pó svo, að jafnan sitji
dóminn eigi færri en 2 dómendur hins æðsta dómstóls.
jafnan skal tala dómenda á stöku standa, og skal pví,
ef til kemur, einn úr víkja eptir hlutkesti*.
Eptir pví sem sampykkt var í efri deild, áttu fyrst
að vera 6 konungkjörnir pingmenn, en síðan 4 stjórn-
kjörnir pingmenn. Eptir tillögu Sigurðar Stefánssonar
átti pað að halda sjer, að 4 stjórnkjörnir menn sæti
í efri deild (Alp.tíð. 1889 C hls. 569).
Eptir pessu eiga pá upphaflega sæti í dóminum 15-
menn, 8 amtsráðskjörnir og 4 stjórnkjörnir, og 3 yfir-
dómendur, sein skipaðir eru í embætti sín af stjórninni.
Nú má hinn kærði ryðja 5 úr dómi, og liggur í auguni
uppi, að hann muni ryöja mótstöðumenn sína úr dóm-
inum ; ef pessir mótstöðumenn eru pjóðkjörnir, pá eru
eptir í dóminum 3 pjóðkjörnir og 7 stjórnkjörnir. þótt
stjórnkjörinn maður eigi að víkja úr dómi, pá eru pó
6 stjórnkjörnir eptir, og eru pað tveir priðjungar dóms-
manna. |>að verður eigisjeð, að hverju leyti tillaga S. St. er
aðgengilegri fyrir pá, sem heimta að dómstóllinn sje
pjóðkjörinn eða pingkjörinn, heldur en að liafa yflrdóm-
inn sem dómstól. J>að er auðvitað, að yíirdómurinn
getur ekki verið verkfæri í liöndum neðri deildar, til
að hafa pað ráðaneyti úr völdum, sem henni mislíkar
við, en hinn dómstóllinn er ekki ákjósanlegri fyrir hana
í pessu efni. J>að er jafnvel miklu óheppilegra fyrir
neðri deild, að láta efri deildar menn dæma málið, pví
að pað liggur í augum uppi, að enginn ráðgjafi getur
haldið sæti sínu, nema meiri hluti efri deildar styðji
hann, en ef hann hefur meiri hlutann með sjer, pá er
landsdómurinn með honum. Eptir tillögu Sigurðar Stef-