Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 72
50
Inuarlega við mýrina fellur Blesá niður í Bangá; í
lienni er jökulvatn; liún rennur- sumstaðar í gljúfrum og
er í henni hár práðbeinn foss, sem sést af veginum;
annar foss er í gili, sem í hana rennur litlu vestar.
Yeður var kalt og hráslagalegt um nóttina, og hafði
pó verið sólskin uin daginn og hiti í byggðinni.
Næsta morgun héldum við austur á bóginn urn hraun-
botna austur að Hungurskarði; hraunið heitir Kerlingar-
hraun og Iverlingarfjöll norðan við hraunið, en sunnan
við veginn eru hálsarnir, sem ganga út undan Tinda-
fjallajökli. J>egar kemur austur undir Hungurskarð,
opnast á vinstri hönd langur dalur til landnorðurs; eru
Skygnishlíðar að austan, mjög langar móbergshlíðar, en
liinu megin eru Grasleysufjöll. Dalur pessi er pví nær
með öllu gróðurlaus; þar eru eintómir sandar og melar
beggja megin við Kangá, sem rennur eptir dalnum.
Innan til er á stöku stað, mosi utan í hlíðunum og
sumstaðar graslausar mósaflár á eyrunum við Kangá;
á melunum sjást á stöku stað einmanalegir geldinga-
hnappar, músareyru eða gæsamatur. Skygnishlíðar
kvað vera nokkuð grónar að austan; par er tindur, sem
heitir Skygnir og taka hlíðarnar nafn af honum. |>eg-
ar upp eptir dalnum dregur, koma miklir svartir vikrar;
hafa peir líldega myndazt við Heklugosið 1845: vikur
pessi hamlar öllum jurtum að próast, en líklega hefir
gróðurinn betur geta haldizt austan í Skygnisfjöllunum,
af pví par var hlé fyrir vikurfallinu. Hraun eru alstað-
ar undir eyrunum við ána og undir vikrunum, pó koma
pau ekki fram nema á stöku stað. Hraun hafa hér um
slóðir runnið eptir hverri dæld milli móbergsfjallanna,
og er ekki liægt að segja, hvaðan hvert er komið. Ept-
ir 2 stunda reið upp dalinn koinum við að upptökum
Rangár; hún kemur undan hárri hraunbrún, sem liggur
yíir þveran dalinn; par eru margar uppsprettur undan
lirauninu og safnast pær sainan á vikureyrunum fyrir
neðan og er par víða blautt. Síðan riðum við upp