Andvari - 01.01.1890, Page 73
51
hraunið fj?rir ofan Ransárbotna og er það mjög sand-
orpið og sumstaðar vikurmelar ofanð: pví nvst fórum
við um slcarð milli Laufafells og Grasleysufjalla. Laufa-
fcll er úr móberei, en norðvestan í pví eru líparftblettir
og fyrir neðan liggja molar af Iíparftbreccíu með græn-
leitum bilcsteinsðgnum innan um. Tók nú óðum að
versna veðrið, er upp eptir dró; pokan var orðin mjög
nærgöngul og dimin og fylgdi henni milcil rigning.
Við riðum norður fyrir Laufafell, pá fer landinu að
halla niður að Markarfljóti, pað ketnur undan Torfa-
jökli og úr Hrafntinnuhrauni; norðan við fljótið eru
Ljósutungur og svo austar Jökultungur; pað eru hálsar
útundan Torfajökli. Sunnan við Laufafell kvað vera
dálítið vatn er heitir Laufavatn og uppi á Skygnishlíð-
um er Grænavatn; kvað pað vera á stærð við Torfa-
vatn og mjög djúpt: Markarfljót rennur fast með Laufa-
felli að austan og eru par háir hamrar í fellinu og
skriður fyrir neðan. Suður af Laufafelli er Hagafjall;
pað er áframhald af Skygnishlíðum. Hvítmaga. sem
fellur í Markarfljót, kemur í mörgum kvíslum og giljum
undan Tindafjallajökli. Eins og sjá rná á Uppdrætti
lslands, er hér stór bugða á Fjallabaksvegi norður á við;
er optast farið 'fyrir ofan Ófæruhöfða og Útigönguhöfða,
en menn fara ekki beint yfir Mælifellssand til Reið-
skarðs sökum pess, hve par er illt yfirferðar.
Viö héldum áfram ferðinni upp með Markarfljóti, par
sem það brýzt niður fram með vesturröndinni á Hrafn-
tinnuhrauni, og urðum opt að fara yíir pað; fljótið er
hér efra vatnslítið, litlu meira en Eystri-Rangá ofarlega
í b/ggðinni (t. d. hjá bænum Fossi); sumstaðar eru par
pó sandbleytur á eyrunum og í ánni. Bakkarnir eru
háir og sumstaðar pverhnýptir klettar, en gilið er breitt,
sem fljótið rennur eptir, enda koma víst optí pað mikl-
ir vatnavextir. f>ví miður var pokan og fúlviðrið svo
milcið, að við ekki sáum nema pað, sem næst var.
Jarðhiti er liér mikill og koma reykirnir alstaðar upp-
4b