Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 80
58
gott, svo flest var óglöggt er fjær lá. Til norðurs og
vesturs sáum við þó mörg fjarlæg fjöll á hálendinu t.
d. Skjaldbreið, Hlöðufell, fjöllin í kring um J>órisdal,
Langjökul, Bláfell, Skriðufell við Hvítárvatn, Hrútafell
og Kerlingarfjöll; Arnarfellsjökull var optast hulinn poku.
Til austurs var þó þokan þykkust, svo ekki sá í Vatna-
jökul, en nokkurnveginn sást þó í fjallaliópana og öldu-
gerðið norður hjá Veiðivötnum; lítið sást þó í vötnin
sjálf, því þau liggja í lægðum og voru því hulin sjón-
um vorum; dálítið sá þó í suðvesturendann á þóris-
vatni og er hann ákaflega breiður, og svo glitti í það
hér og hvar norður eptir milli liálsa og hnúka. Sunn-
an við vatnið er einkennilega lagaður hnúkur, breiður
að neðan, en með hvössum spena upp úr, hugðum við
það vera Þóristind. Snjóölduvatn sáum við líka austur
frá og suðurbugðurnar og krókana á Tungná; hún breið-
ist út og er í mörgum smákvíslum austur frá, rennur
miklu þrengra hér norður af Loðmundi og eru þar
sumstaðar í henni fossar og hávaðar. Til austurs sást
dálítið af tindaröðunum norður af Torfajökli, þó eigi
væri hægt að greina hið einstaka, og austur af Mógils-
höfðurn sást í Námsfjöllin og líparíthnúka við Jökul-
gilið, er Námskvíslín rennur úr. Niður af Loðmundi
fórum við litlu vestar, niður svokallaða Skál. þar er
fremur fallegt, sauðgróður töluverður og lækur með
smábunum og fossum, er rennur niður í vatnið.
Seinni hluta dags fór eg að skoða Rauðíoss; riðum
við upp eyrarnar suður með Helliskvísl, þykkir dökkir
vikrar eru hér alstaðar undir, en undir þeim eru lík-
lega hraun, enda bólar á þeim á stöku stað; ofan á
vikrinum eru mosabólstur og sumstaðar hefir mosinn
myndað dálítinn jarðveg, sem smávaxinn gróður sprett-
ur upp úr; víðast hvar er yfiborðið klofið sundur í fer-
hyrnda kafla af frostsprungum. Rétt við Rauðfoss er
afarmikill gamall eldgígur, aflangur, sporöskjulagaður
og endar hann með stórri djúpri skál upp í fjallið vest-