Andvari - 01.01.1890, Síða 82
60
fjöllum heíir hraunspilda runnið niður 1 suðurendann á
Frostastaðavatni, og hafa við f>að myndazt smáe\rjar og
sker í vatninu. Við riðum með Tjörfafeíli og er pað
mjög grösugt að austanverðu, þó grasleysur séu í kring,
síðan upp að stórum eldgígum, sem ganga norður af hæða-
dröpunum austan við Frostastaðavatn. |>egar við vor-
um komnir yíir penna eldvarpahrygg, sáum við Tungná
rétt hjá oss; hún er par komin langt suður og rennur
á eyrum; eyrarnar eru allar gulhvítar af líparítrusli,
sem Námskvísiin ber fram úr Jökulgilinu, pví par eru
fjöllin pví nær eingöngu mynduð úr þessari bergtegund.
Vorum við hér komnir að austurkrók Tungnár, en leizt
hún par eigi góð yfirferðar, svo við snerum fram á
vesturkrókinn; þar sáum við braut fiskimanna, sem far-
ið liöfðu um vorið til Veiðivatna, og fylgdum henni.
Tungná er mikið vatnsfall og er mjög hætt við sand-
bleytu; hún er á þessu vaði í mörgum kvíslum og lygn,
en vaðið er ekki stöðugt einsog títt er í öðrum aurvötn-
um;Ólafur reið á undan og reyndi með stöng, og hitt-
urn við alstaðar góðan botn og komumst klakklaust ylir;.
pað kemur pó stundum fyrir, að mönnum hlekkist á í
Tungná, og nýlega hafði maður af Landinu orðið að
skera par hest í sandbleytu; nyrztu kvíslarnar voru
vatnsmestar og pó eigi meir en á miðjar síður, par sem
grynnst var. Síðan riðum við góða stund upp með
króknum á Tungná, unz við kornum að Snjóölduvatni,
pað er allstórt og liggur vestan við háan fjallsnúp, sem
heitir Snjóalda; hann er fremst á fjallgarði peim, sem
gengur norðaustur með Tungná að norðan. Alla leið
frá vaðinu og að vatninu voru eintómar vikuröldur,
lágar, og við vatnið eru margir stórir eldgígir, enda er
vatnið sjáft gígavatn; víkurnar eru bogadregnar, lagaðar
svo, af pví pær skerast upp í gamlar eldborgir og jarð-
föll.. Tvö nes ganga út í Snjóölduvatn að norðan og
myndast par allstórir flóar. Silungsveiði nokkur er í
vatni pessu, enda sáum við par tvo báta á hvolíi, ann-