Andvari - 01.01.1890, Síða 84
62
var miklu þokuminna en undanfarna daga, svo útsjón-
in var allgóð af öldum þessum. Tungnárfjallgarður
takmarkaði sýn mína til austurs: fremst á honnm er
Snjóalda, en þá taka við skörðótt fjöll og hvassir t.ind-
ar í langri röð upp með Tungná, eins langt og
augað eygir; mörg af fellunum i þessum fjallgarði eru
einkennilega löguð; vestan með honum er vatnaröð, þar
er neðst Snjóölduvatn, nokkru ofar Grænavatn, lítið; þar
er hagi nokkur við kvíslar; svo tekur við stæira vatn,
sem eg ekki hefi heyrt nafn á, og þvínæst geysilangt
vatn inn eptir öllu; það kalla Landmenn nú Litlasjó,
og er það þó langstærst af öllum Veiðivötnum, og
líklega nærri eins vatnsmikið einsog öll hiu til samans;
mér er nær að halda, að þetta vatn sé hinn eiginiegi
Stórisjór, og ræð eg það meðal annars af uppdrætti
Björns Gunnlaugssonar. Björn Gunnlaugsson kom aldrei
til Veiðivatna, en hann hefir sett þau á uppdráttinn
eptir frásögu einhvers kunnugs manns af Landi eða úr
Skaptártungu; nú er það alkunnugt, að alþýðumenn
gjöra mest úr því, sem er til einhverra praktiskra nota,
og af því Veiðivötn eru svo þýðingarmikil vegna sil-
ungsveiðarinnar, þá hafa þau hjá sögumanni Björns
Gunnlaugssonar orðið miklu stærri en þau áttu að vera,
og á Uppdrætti Islands þenja þau sig yfir helmingi
stærra svæði en rétt er; af þessu leiðir, að efstu vötnin
eru miklu nær Vatnajöldi en vera ber, svo Stórisjór er
kominn rétt upp að jökulrönd, í stað þess að hann á
að vera margar mílur frá jöklinum. það er auðséð á
uppdrættinum, að sögumaður Gunnlaugssens hefir verið
vel kunnur Veiðivötnnm, því innhyrðis staða vátnanna
er rétt og kvíslirnar á milli þeirra og árnar eru líka
rjettar, en allt þetta er í stærri mælikvarða en aðrir
hlutir á uppdrættinum. Ef rnaður nú á uppdrætti Is-
lands gáir að vötnum norðan við Tungnárfjöll, þá er
röðin á þeim og tala þeirra hin sama sem vera á og
Stórisjór er þá hið sama vatn, sem nú er kallað Litli-