Andvari - 01.01.1890, Page 89
67
sorgleg hljóð frá heimbrimunum eða þá undarlegar lóma-
raddir; þegar molla kemur og í lítilli vætu stíga ský
af rykmýi upp frá vogunum og þúsundir af kóngulóm
komast á kreik í hraunsprungunum til þess að ná í
mýið og flugurnar. Aldrei heflr verið bj'ggð við Yeiði-
vötn; fyrii nokkrum árum ætlaði maður af Landinu að
byggja þar, en varð ei af. Kindur koma hjer mjög
sjaldan, því þó gróður sje dálítiH við sjálfan vatnaklas-
ann þá eru gróðurlaus öræfi allt í kring ; ein og ein
kind flækist þó hingað af Holtamannaafrétti, og því
senda Landmenn hingað 3 leitarmenn á haustin og fara
þeir eigi víða.
Hinn 31. júlí fórum við seinni hluta dags upp eptir
til að skygnast um ; fyrri hluta dagsins var þoka og
rigning, svo við urðum að halda kyrru fyrir, en kl. 3
rofaði til og þá fórum við á stað. Riðum við fyrst upp
öldurnar norðaustur af Tjaldvatni; þær eru allar úr gjalli
og vikri; og svo um gígbannana sunnan við Fossvötn;
það eru djúp gígavötn og er hið syðra miklu minna og
alveg kringlótt. Upp af efra Fossvatninu heldur nýja
gígaröðin áfram upp eptir og er þar allstórt hraun með
mörgum borguin og kötlum; gígaröðin snertir vestasta
vikið af suðurenda Stórasjós, en gengur svo aptur nokk-
uð vestur og norður á við. Frá Fossvatnahrauni riðum
við kippkorn til vesturs upp á háar öldur; þar var
varða á hæstu öldunni; þar var allgóð útsjón um ör-
æfin vestur undir fjöllin hjá f>órisvatni, en ekki sást
vatnið sjálft. Oræfi þessi eru alveg gróðrarlaus; þar eru
.eintómir bláleitir gjallsandar, einstök móbergsfell og
eldgígir og sumstaðar sést í víðáttumikil hraun sand-
orpin. Á söndunum eru á víð og dreifstærri og minni
vatnspollar. Austur og norður af öldum þessum sést
áframhald eldsprungunnar frá Fossvötnum; þar er allt
sundurtætt af jarðeldum, gígur við gíg og í þeirn smá-
vötn, tjarnir og pollar ; sumir gígarnir eru ákaflegastórir
og margir eru tvinnaðir saman á ýmsan hátt; þetta er
ób