Andvari - 01.01.1890, Page 97
75
örðugar fyrir hestafæturnar. Brátt varð fyrir oklcur
pvergirðings dalskora, sem deilir hálsuuum á nesinu
sundur og gengur frá vesturfióanum að litla vatninu,
er fyrr var getið ; urðum við að klöngrast uiður í þessa
hvilft og upp aptur að sunnan illan veg, uns við loks
komumst svo 'hátt, að sá suður af nesinu, suður yfir
aðalvatnið til suðurstrandanna, sem eru lágar, en mjög
fjarlægar, svo við gátum aðeins séð pær óglöggt. Hafði
nú um hríð verið rigning og veður var farið að versna
og snerum við pá heimleiðis kl. 4 e. m. Fórum við nú
aðra leið, beint niður að litla vatninu; par var hratt,
svo við urðum að teyma hestana; eins var fremur illt
að komast með vatninu og á einum stað urðum við að
klöngrast liátt utan í liöfða, sem fram í pað gengur.
Frá litla vatninu fórum við yfir um örmjóan, en bratt-
an hrygg niður að austurbotni þórisvatns og yfir á eyr-
ina er við fyr komutn á og áðum par liestunum dálitla
stund, pví peir voru orðnir æði svangir ; ósinn yfir á
éyrina var eigi dýpri en á miðjar síður rúmlega. Var
nú orðin dynjandi rigning og pó hvasst; voru töluverðar
öldur á vatninu og brimhljóð við grandann. 1 J>óris-
vatn renna ótal uppsprettur undan hraununum og und-
an móbergshlíðunum við austurb'otnana bullar vatnið
fram í stórum straumum. Við koinum að tjaldi kl. 8>/*
um kvöldið; var pá orðin koldimm poka alveg niður að
tjaldi.
Hinn næsta dag var fyrri hluta dags suddi og rign-
ing og poka í íjöllum, en seinna glaðnaði dálítið til, pá
fór eg vestur fyrir Vatnakvísl til pess að skoða rennsli
Tungnár og innbyrðis legu hinna eiginlegu Veiðivatna.
Fyrst riðum við niður með Langa-vatni, Eskivatni og
Kvíslarvatni og svo niður með Vatnakvísl; alstaðar er
par nokkur gróður á eyrunum ; en jarðvegurinn er pó
varla annað en vikur og gjall. Hér hafa allstaðar í
jörðu komið stórar frostsprungur og par hefir gróðurinn
fyrst sezt, svo pað er eins og melarnir séu peutaðir