Andvari - 01.01.1890, Side 109
87
endanum ; smáar blöðrur eru í grjótinu, aflangar, og
snúa lengdinni upp og niður. Hraun petta er eigi stórt
um sig, en hefir steypzt niður af fjallslilið og myndað
pykka köku á undirlendinu. Eg gekk upp í gegnum
hraunið um kvöldið og var par bæði seinlegt og örðugt
að fara yfir; basalthraun pau, sem eg hefi séð, hafa
aldrei verið sunðursprungin og umturnuð einsog petta
Laugahraun. Pegai' maður er niðri í gjótunum sést
ekki nema upp 1 heiðan himininn og hvert augnablik
verður maður að klifra niður í sprungu ; jafnóðum sem
maður er kominn upp á einhvern kambinn, er maður
nauðbeygður til að skríða ofau í næstu gjá. Hraunið er
gamalt og töluverður gróður í pví, en lopt og vatn
geta eigi jafnað yfir, pví bergtegundin er svo hörð; en
vikurinn, sem hefir verið einsog froða ofan á hrauninu,
er pað rann, hefir dálítið hjálpað til að fylla mestu
sprungurnar, pó lítið beri nú samt á pvi. Eptir að eg
lengi hafði klifrað upp og niður yfir hraundrangana,
komst eg pangað, sem hraunið hefir runuið niður af
fjallinu; par sjást stórir reykir, enda eru par ótal gufu-
holur og sezt brennisteinn kringum opin, sumstaðar í
fögrum krystöllum ; á hæsta hraunhrj'ggnum austast
i hraunkvíslinni, par sem hún fellur niður hlíðiua, er
allstór hvilft, nokkurra faðma löng, og í henni fjölda-
margar holur, par er allt sjóðandi og hvínandi og sezt
par töluvert af brennisteini kringum liolurnar og sprung-
urnar. Upp af pessari hvilft steudur digur guf'ustrókur,
sem sést langt að. Frá pessum brennisteinsholum fór
eg niður hraunið að vestanverðu, fyrst niður lækjarfar-
veg, par sem borizt hefir möl í hrannið úr fjallinu, svo
par er slétt braut í samanburði við annað í kring ; síð-
an fór eg yfir vestursporð hraunsins, örðugan veg heim
aðtjaldi. Neðan til í hrauninu, rétt fyrir ofan Laugar,
koma hér og hvar fram heitar gufur í hraunsprungun-
um. Norðvestan við Laugahraunið kemur hin eiginlega
Námskvísl ofan úr fjöllunum, og rennur við vestursporð