Andvari - 01.01.1890, Page 120
98
sund í dnni og komutn seint um kvöldið að TJaldvatni.
Vegna óveðurs létum við um nóttina fyrirberast í veiði-
xnannakofanum. Fyrri hluta dags hinn 15. ágúst fór-
um við snöggva feró að Skálavatni og reyndum ad veiða
silung í Tjaldvatni, en það tókst. ekki. Síðan héldum
við á stað og stefndum upp í jökul; ver ætluðum að
vera um nóttina við Stórasjó, því þar bjuggumst vér
við að íinna haga fyrir hestana. Stórasjó fundum vér
ekki, vér fórum fram hjá Litlasjó, en fundum ekki fleiri
vötn þar fyrir ofan og héldum þó áfram . ferðinui l'rá
Litlasjó, tvær stundir til austurs. Eg er aiveg viss um
að Litlisjór er efstur af vötnunum í þeim vatnaklasa, er
Björn Gunnlaugsson kallar Eiskivötu og að ekkert renn-
ur í þetta vatn frá öðrum vötnum. íyrir ofan Litlasjó
voru eintóm graslaus öræfi, svo vér urðum vegna hest-
anna að snúa aptur ; vér hlóðum vörðu þar sem vér
snerum aptur og voru hestarnir mjög viljugir og heim-
fúsir til haganua hjá Tjaldvatni; þangað komum við
seint um nóttina og höfðum þá farið langa og örðuga
ferð. Hinn 16. ágúst héldum vér heimleiðis, fórum
yíir Tungná og upp í Suðurnámur og vorum þar í
tjaldi um nóttina. Næsta dag héldum vér áfram ferð-
inni og komum um kvöldið liiun 18. á Eyrarbakka.
Ekki fékk eg eins mikla fræðslu um fuglalílið einsog
eg hafði búizt við. Norðan við Skálavatn er arnarhreið-
ur (halietus albicilla) á lágum ldetti og var hægt að
komast að því ; það var auðséð að örnin hefir búið þar
í mörg ár, enda var staðurinn vel valinn, því útsjón
er þaðan hin bezta yfir Skálavatn og Tjaldvatn. Heim-
brimar (colymbus glacialis) eru algengir við Eiskivötn,
peir verpa þar á hólmunum í vötnunum, þar eru Jíka
lómar (colymbus septemtrionalis), efa þeir eru ekki eins
algengir; af andategundum sá eg ekki nema þrjár, stokk-
önd (anas boschas), rauðdúfuönd (a. penelope) og urtönd
(a. crecca)*.
A sýslufundi í Yesturskaptafellssýslu 24. nóvember