Andvari - 01.01.1890, Qupperneq 126
104
ok drykk þeirn hinum ágæta, er þar var veittr, þá urðu
menn skjótara afhuga hörmum sínum«. I Laugarási
er móberg líklega undir; hverirnir eru þar vestan við
ásinn í smásíkjum og grafningum; sameinast, vatnið úr
þeim og mýrlendinu í kring, og verður að dálitlum ósi.
Hveragötin eru full af sjóðandi og bullandi vatni, en
ekki gjósa þau; mesta hitann fann eg í holu beint nið-
ur undan bænum; þar voru 97" C., í Draugahver 96",
í Hildarhver 94", í Potti 94V* °. Kringum liverasíkin
vaxa hinar vanalegu hveraplöntur, t. d. mura, græði-
súrur, vatnsnaíii og oddvarategund (polygonum gtrsi-
caria). Austan og norðan við ásinn eru líka dálitlir
jarðhitar. TJm kvöldið riðum við í þoku og rigningu
upp að Torfastöðum.
Kringum Torfastaði skoðaði eg einnig ýmsa hveri, og
hafði þar ágæta leiðsögn hjá skólabróður mínum og
fornkunningja, séra Magnúsi Helgasyni. Fór eg fyrst
að Keykjavöllum; þar eru jarðhitar nokkrir; bærinn stend-
ur undir holti, og eru þar tvö heit op; í hinu nyrðra
80°, en í hinu syðra 60", og er það lilaðið upp; úr
nyrðra gatinu safnast vatnið í lítinn tjarnarpoll í mýr-
arröndinni, og er hann volgur; fyrir neðan bæinn er
auk þess dálítil volg tjörn í mýrinni. Frá Keykjavöll-
um riðum við um mýrar að Reykbolti; það er hátt mó-
bergsholt, eigi langt frá Tungufljóti; það er aflangt og
hátt, og bratt að austan niður að inýrunum við fljótið.
Ofan á móberginu er efst í holtinu dálítið af basalti í
stuttum súlum, og er það sumstaðar ís-núið að ofan;
svo er hér í fleiri fellum og holtum, að móberg liggur
undir, en þunnt blágrýtislag ofan á, og heíir það hlíft
móberginu; annars hefðu fellin og holtin eyðzt á ísöld-
inni eða fyrr. Séra Magnús benti inér á sjaldgæfa jurt,
sem vex undir klettum austan i Reykholti; það er
»galeopsis tetrahit*, og hefi eg hvergi séð líkt því eins
stórvaxnar jurtir af þeirri tegund. AfReykholti er frem-
ur fögur útsjón upp eptir dalnum, sem Tungufljót