Andvari - 01.01.1890, Síða 129
107
laugar í tveim volgum lækjadrögum, er renna saman
áður en peir renna í vatnið; efst í nyrðri læknum er á
einum stað í liolu 79" hiti, á öðrum stöðum milli 60
og 70°; í syðri læknum er hlaðin upp lítil laug (54°
heit), en ofar er í götum mestur hiti 68°; enginn
liverahrúður er við pessar laugar, en aðeins slí kringurn
opin. pað er sagt að lík Jóns biskups Arasonar haíi
verið pvegið i pessari laug. Beint niður af bænum eru
á tveim stöðunr hverir við strönd vatnsins, og koma
upp í sandi. í nyrðri hvernum er eitt aðalop og 3
smágöt; par er hitinn 90-93". Syðri hverirnir eru
miklu stærri; par eru 4 skálar í röð all-vatnsmiklar,
og auk pess sýður upp úr smágötum, sem eru í sand-
rifinu fyrir neðan; i smágötum sést sumstaðar sjóðandi
leir, og er hitinn par 92u. í hveraskálunum er hitinn
um 95"; næst neðsti hverinn er stærstur og dökkur
lirúður kringum hann; hann gýs 3 — 4 fet í lopt upp
pvínær í sífellu, en upp úr hinum bullar og sýður án
pess hann gjósi. í efsta hvernum hljóp hitamælirinn
upp og niður frá 80° til 95“ eptir p'í sem gusurnar
komu að neðan. Hiriumegin við vatnið sést reykur úr
hver hjá ÚtejT. í Kristnisogu er pess getið, að »allir
Norðlendingar ok SunnlendÍDgar voru skírðir i Reykja-
laug í Laugardal, er peir riðu af pingi, pví at peir
vildu eigi fara í kalt vatn«. Líklega er pessi Reykja-
laug hjer hjá Laugarvatni, pó menn hafi ekki vissu fyr-
ir pví. Úr Laugarvatni fellur Hólaá, krókótt síki, út í
Brúará, en úr Apavatni Hagaós. Um kvöldið tjölduð-
um við á Beitivöllum. Kálfstindar ganga frarn vestan
við vellina, og eru úr móbergi, par eru margir hell-
isskútar og er Laugarvatnshellir peirra stærstur; hann
er nærri 25 álnir á lengd og rúmgóður, en ekki er par
hátt undir lopt. Móbergið er smágjört í hellinum, svo
margir halá skorið par nöfn sín í steininn, líkt og í
Bárðarhelli í Brynjudal. I gilinu fyrir norðan hellirr
inn sést jarðmyndunin vel; móbergslögunum hallar aust-