Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 7
hlýða eigi landslögum og fylgir það oss æ síðan. Sannanir þessara hluta eru livar sem gripið er niður í íslendingasögur, og nú á dögum eru þeir menn blindir, sem sjá eigi ólöghlýðni vora daglega. — Skortur forfeðra vorra á þessari viðhaldsdygð liggur enn á oss sem mara, þvi að afleiðingar hennar urðu þær, að aldrei hefur þekst góð stjórn í þessu landi. Var þess og ekki að vænta, þegar stjórnendur voru orðnir útlendingar og skorti bæði vilja, þekkingu og mátt til þess að stjórna landinu vel. Sérstök grein þessarar viðhaldsdygðar, stjórnseminnar, er heragi og lilýðni. Það tekur eigi til íslendinga, því að hér var aldrei hernaður. Þykir mér eigi vert, að ræða um aga og hlýðni hjá morðflokkum þeinr, sem hér fóru um land á Sturlunga- öldinni. 4. Þá verður og að telja mannvit og kunnustu til viðhaldsdyggðanna, því að lít- ið verður heimsku og vanþekkingu ágengt, livort sem er í friði eða stríði. Tel ég þar til hagleiksgáfu, liagsýni og kunnáttu til framferða og starfa í friði og stríði. Þessum eiginleikum voru hinirfornu íslendingar gæddir og hefur jafnan eimt eftir af því og er svo enn. Hér til tel ég og fróðleiksfýsn og vísindi. Þar stóðu forfeður vorir framarlega. Um hinn asðsta guð þeirra segir: Alt veit ek, Óðinn, hvar þú auga falt í þeim enum mæra Mímis brunni. Munu fáir hafa þráð þekkinguna heitar né keypt hana dýrara verði. Þessi þekking- arþorsti hins æðsta guðs varð skínandi leið- arstjarna þjóðflokksins og þó einkum ís- lendinga. Þá áttum vér og slíka menn, sem voru þeir Ari prestur fróði, Snorri Sturlu- son og fleiri. Þykir öllum mikils um þá vert og mundu þeir vera taldir prýði bók- mentanna hjá hverri þjóð sem væri. En hvern veg víkur nú Jressu við hjá oss á tví- tugustu öldinni? í sem fæstum orðum verð- ur svarið svo, að nú sé kákið ofan á. Hefur hinn ungi háskóli eigi enn ]rá megnað að yfirstíga það og veldur Jrar miklu um, að menn gerast ræktarlausir við fortíð sína og gína yfir aðfluttri sníkjumenning. Frumleik í menning tel ég enn einn Jrátt- inn í þessari viðhaldsdygð. Þar stóðum vér áður liátt og vorum frumlegir forgöngu- menn um ýmislegt, svo að ég hygg Jrað eigi of mælt, að forfeður vorir hafi staðið Jrar Forngrikkjum einum að baki. Olli Jiví nteir mannfæð og skammvinnur Jrjóðblómi en skortur á sjálfstæðum hæfileikum. En það er sannast sagt um Forngrikki, að engrar Jrjóðar menning hefur nokkru sinni verið svo frumleg og sjálfstæð sem þeirra. Þeir eru höfundar flestra vísindagreina og kom- ust hlutfallslega lengra í þeim en nokkur Jrjóð önnur á undan eða eftir. Snild þeirra í listum og skáldskap var svo mikil, að þar eru Jreir ósigraðir enn. Og það hefur nú- tíminn komist lengst í íþróttum að endur- reisa forngríska leiki. Forfeðrum vorurn er Jrví engin skömm að Jrví, Jrótt þeir stæði þeirri Jijóð að baki. En hvað er þar títt um oss nú? Mun bezt að tala sem fæst um það, Jrar sem vér jrorum nú eigi að dæma um innlendan söngmann, hvort góður sé eða eigi, nema vér höfum áður lesið dóma er- lendra blaðamanna, illviljaðra og fáfróðra. Átta ek næsta völ nýtra drengja, en nú? 5. Drengskapur er og viðhaldsdygð og ætti að vera ein hin helzta. En þó sýnir reynslan, að margar Jrjóðir hafa fengið vöxt og viðgang, þótt þær hafi verið heldur drengskaparlitlar. Frameftir öldum voru íslendingar all- miklir drengskaparmenn, ef dæma má eftir sögunum, sem vel mun óhætt. En stjórn- leysið hafði þau áhrif á Jretta, að drengskap- ur varð sjaldséð vara og heldur varð mönn- um drengskaparfátt á Sturlungaöldinni. Enda megnar enginn góður Islendingur að lesa nema fáar blaðsíður í einu hvíldarlaust af sögu Sturlungaaldarinnar, því að mönn- um verður leitt af viðbjóði, er þeir sjá það ógurlega sáð, er þá var sáð í íslenzka jörð og borið hefur síðan hundraðfaldan ávöxt hins illa og hlaðið allskonar böli yfir þjóð vora. 6. Þá kem ég að þeirri viðhaldsdygðinni, sem ég vil telja höfuðdygð hverri þjóð til verndar. Þar tala ég um þjóðrœknina. Þar undir tel ég fyrst ást við forfeður sína og rækt til Jreirra. Ekki er Jrað á háu stigi hjá oss nú á tímum og miklu var það meira á gullöld þjóðarinnar. Raunar höfunr vér eigi enn Jrá gieymt að rekja ættir vorar og Jrykir sumum enn Jrá gott að vera af góðum ættum kominn. En forfeður vorir voru göf- ugir og gáfaðir menn, þótt Jreir týndi ýms- um þeim viðhaldsdygðum, senr ég hefi nú nefnt. Er oss gott til Jress að vita, að vér erunr af svo góðu bergi brotnir. En undar- lega margar raddir heyri ég nú um það, að slíkt sé heimska og eigi annað en heimsku- legt þjóðardramb. Þessir menn mætti Jró vel vizta, að enginn hestamaður kaupir reið- Irest dýru verði, nenra hann sé af góðu kyni. Hví skilst þeinr Jrá eigi, að sanra hlýtur að vera rurr mennina? Ég tel og lrér til trygð við siðu forfeðr- anna. Hana höfðu hinir fornu Islendingar og var svo lengi fram eftir öldunr, að þeir Jróttir kunna nranna bezt að vera nreð höfð- ingjrun. Lætur Jrað og að líkindum, Jrar senr Jreir voru konunga og höfðingja synir og geynrdu siðu feðra sinna. Hefur og jafn- an einrt eftir af Jrví til sveitanna. Þar hef ég nrér til gleði séð höfðinglegt og göfugmann- legt menningarsnið, er menn lrafa geynrt Jrar um Jrúsund ár. En bæjaholur vorar hef- ur auðnrdeysið dregið til þess, að leggja nið- ur góða og ganrla íslenzka háttu og drekka í sig sníkjumenning, senr ýms aðskotadýr hafa flutt með sér, ekki úr tígulegustu göt- um erlendra stórborga, svo að ég segi ekki nreira, eða Jrá innlendir menn, er konrist lrafa á þær stöðvar, afklæðst Jrar þeim góðu siðum, er Jreir lærðu í heimahúsum, og tek- ið upp nýja og verri. Þykjast Jreir síðan meiri menn en vér hinir, Jregar heim kenr- ur. Samanber söguna um manninn, senr sem sigldi út fyrir Reykjanesið og þekti eigi hrífuna, Jregar hann konr aftur. Þessi ótrygð bæjanna er Jrjóðhættuleg fyrir þá sök, að Jraðan flytst hún upp um sveitir og særir menning vora í hjartastað. Þá tel ég hið Jrriðja ást, rækt og trygð við móðurmálið. Þar létu forfeður vorir oss eftir ódauðlegar fyrirmyndir, en trygð vor og rækt er mjög af skornum skarnti. Fer þá skörin að færast upp í bekkinn. Því að tung- unni og hinum fornu bókmentum eigunr vér það að Jrakka, að vér teljumst meðal sið- aðra þjc'rða og njótum nokkurrar virðingar. Hefðim vér verið án Jreirra eða glatað þeim, Jrá hefði engi linkind fengist á illum kjör- um vorunr og vér mundum nú vera sem skrælingjarnir á Grænlandi. En hyggja menn þá að Jrað verði þjóðinni til viðhalds, að afrækja Jressa dýrgripi sem engin Jrjóð á slíka? Það skulu menn vita fyrir víst, að Jrær frændjrjóðir vorar, sem glatað hafa hinni fornu tungu, þær mundu gefa til Jress hundruð eða Jrúsundir millióna að hafa slíka þráðbeina gagnvegi til fortíðar sinnar, sem vér höfurn frá barnæsku. Hið fjórða tel ég fórnfýsi við föðurland- ið, vígfúsa, starffúsa og sigurfúsa ættjarðar- ást. Þetta hefur ætíð verið hér af skornum skamti og er enn. Nesjakonungarnir norsku sitja hér enn. Hið fimta tel ég samheldni, Jrví að sam- einaðir standa menn, en sundraðir falla Jreir. Hér á landi hefur einstaklingurinn oftar verið ríkinu til hættu en til stuðnings, og samheldni varla Jrekst. Jafnvel eru dæm- in fleiri um fjandskap og róg, þótt erlendis væri, en um samheldni. Það má heita ein- stakt í sinni röð, er Islendingar í Niðarósi gerðu sig líklega til að halda saman undir forustu Kjartans Ólafssonar, eða Jregar Jreir tóku Gils Illugason úr varðhaldi hjá Magn- úsi konungi undir forustu Teits Gizurar- sonar biskups. Og ekki eru mörg dæmi til, er sanni að sönn hafi reynst um oss Jressi fögru orð: „íslendingar viljum vér allir vera.“ Höfuðdygðir til viðhalds Jrjóðunum tel ég Jressar Jrrjár: dngaiiclina, stjórnsemina og þjóðrœknina svo skýrðar sem ég hefi gert hér að framan. 7 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.