Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 22
bjóðandann i forsetakosningunum, en vilja samtimis leggja embættið niður? Já, Jætta var nógu skrýtin spurning. Ef einhver maður vill leggja embættið niður, sem ég hef nú ekki heyrt um, þá hlýtur hann þó að verða að búa við það, að Jrað sé einhver forseti þangað til hann hefur sann- fært aðra um, að það eigi að leggjast niður. Eg þykist vita, að þetta sé sneið til mín, en ég vil ekki leggja forsetaembættið niður, ég vil sameina það forsætisráðherraembættinu. Þá yrði náttúrlega alltaf kosið um forseta i pólitiskum kosningum? Nei, það yrði ekki kosið um forseta. Það færi éir höndunum á hinum almenna kjós- anda, þannig að maður, sem er þinglegur forsætisráðherra, yrði jafnframt forseti. Eg er ekki að leggja til, að við tökum upp am- eríska kerfið með forseta, sem jafnframt er forsætisráðherra um eitthvert visst árabil, t. d. 4 ár eins og þar er. Það er ekki það, sem ég er að tala um. Hins vegar hef ég því miður ekki orðið var við, að tillaga mín hafi fengið mjög sterkar undirtektir á Jiingi. Og svo er það þessi sígilda spurning: Hvert er álit yðar á unga fólkinu i dag? Nú, ég þekki töluvert af ungu fólki og mér líkar alveg ljómandi vel við það. Er það mjög frábrugðið þvi sem það var, þegar þér voruð ungur? Nei, mér finnst það ósköp svipað, það leggur stórhuga dóminn á feðranna verk, eins og Einar Benediktsson sagði, alveg eins og við gerðum, tekur ekki of mikið mark á Jieim gömlu. En teljið þér, að þessir hippíar séu eitt- livert stundarfyrirbrigði eða verður þetta afl i þjóðfélaginu? Vitanlegu eru þeir stundarfyrirbrigði. Annars er það, sem á að gera við þá, að reka þá á fjall, bara setja þá í einhverjar búðir og láta þá leggja vegi eða lilaða vörður. Það er ekkert að þessum greyjum nema iðju- leysi, og þess vegna þurfa þeir að vera að skapa sér svona fáránleg áhugamál eins og að láta vaxa hár út úr öllu andlitinu á sér og klippa sig ekki eða greiða, þvo sér ekki og ganga í afkáralegum fötum. En þetta er til- tölulega meinlaust, hérna að minnsta kosti. Það er náttúrlega annað í stærri borgum og sérstaklega í svona velferðarríkjum eins og Svíþjóð, þar sem öllum líður svona af- skaplega vel og þar sem hlýtur að vera eins fáránlega leiðinlegt að búa eftir svona langa sósíalistastjórn; þar verða þessi grey að villidýrum svona annað veifið. Viljið þér ef til vill meina að velferðar- riki leiði til úrkynjunar? Velferðarríki leiði til úrkynjunar? Ég álít, að það eigi ekki að færa mönnum alla hluti fyrirhafnarlaust, að ungt fólk og gam- alt eigi að hafa fyrir lífinu. Já, að fólk verði leitt á lifinu? Vitanlega verður það leitt á lífinu, ef Jiað þarf ekki annað en biðja um hlutina eða heimta til þess að fá þá. Nei, menn eiga að vinna fyrir því sem þeir vilja öðlast, og svo er fyrir þakkandi, að hér á landi er þetta almennt viðurkennt, ekki sízt meðal stúd- enta. Það hefur alltaf verið ákaflega sjald- gæft að menn ynnu ekki þann tíma, sem þeir eru ekki á skólabekk. Þetta gerðu allir í minni tíð, og þetta gera allir enn, eftir Jtví sem ég fæ séð, og nú á seinustu árum hefur ungum mönnum verið svo vel borg- að, að þetta hefur verið stór þáttur í náms- kostnaði þeirra. Það var nú kannski ekki eins auðvelt í gamla daga, ekki eins vel borguð sumarvinnan. Það getur líka vel verið, að nú í sumar hafi svona heldur sótt í lakara horfið, en vinnan er ekki aðeins vegna peninganna, heldur vegna vinnunnar sjálfrar, það er að maður kynnist Jtví, hvað Jiað er að vinna og kynnist því fólki, sem maður vinnur með úr öðrum stéttum, úr öðrum landshlutum. Þetta er eitthvert bezta uppeldi, sem fengizt getur. Alítið þér, að efnahagsörðugleikarnir, sem við eigum í núna, þeir komi til með að auka ábyrgðartilfinningu ungs fólks og gera það kannslii að betri mönnum? Þegar Drottni þakkaði / þjónn hans fyrir harðindi, / þá heyrðist mér í herrans sal / horféð jarma úr Norðurárdal. Ég ætla ekki að fara að hæla örðugleikunum. Það verður sjálfsagt upp og ofan. Á marga geta örðug- leikarnir haft bætandi áhrif, en ég er a.m.k. ekki svo skotinn í þeim, að ég ætli ekki að halda áfram að vinna á móti þeim. Og að lokum, hvert er álit yðar á fram- tiðinni, bæði á framtið unga fólksins og á framtið þjóðarirmar i heild? Nú, framtíð unga fólksins er sú, að Jiað á eftir að verða að gömlu fólki eins og ég, ég var einu sinni ungur. Þið voruð að segja, að ég væri kominn út í pólitík; hugs- ið ykkur nú þetta, að hafa alla ævi haft töluverðan áhuga á pólitík, svo þegar mér loksins tekst að skríða inn á Alþingi, þá kemur það í Ijós, að ég er aldursforseti í efri deild. Getið Jiið hugsað ykkur ömur- legra? Svona fer fyrir ungu mönnunum líka, fyrr en varir eru Jieir orðnir aldurs- forsetar hér og þar, þetta er enga stund að líða, ef maður er ekki of óþolinmóður. En þér lítið björtum augum á framtíð- ina? Á framtíðina, já vitanlega lít ég björtum augum á framtíðina. Það er erfitt núna, en að töluverðu leyti stafar það af því, að við höfum lagað lífsvenjur okkar eftir hærri tekjum en við getum átt von á að hafa næstu árin. Það kostar átak að samlaga sig því, sem að höndum ber, en þetta gerir mannskepnan alltaf, nema þar sem um al- gert hallæri er að ræða, en það er svo fjarri því, að það sé það, sem vofir yfir hér. En vilduð þér segja nokkuð sem lokaorð? Nei, er ekki ágætt að hafa þau bara þarna? STÚDENTABLAÐ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.