Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 12
skoðaði ég alveg, og það rættist líka, ég hafði trú á því að við myndum gæta okkar, fyrir því, hvað sem liði, að reynt yrði að hafa áhrif á okkur, þá mundum við gæta þess að slá þetta ekki úr hendi okkar, að ná alveg yfirráðum yfir þessum málum, þó það liðu 25 ár. Náttúrlega vissi maður ekki, hvort maður gæti orðið þátttakandi í því. Það veit maður aldrei, hvað maður tórir lengi eða hefur afskipti. En það fór nú samt svo, að ég var þátttakandi í því öllu, er við fengum okkar fullu réttindi 1944. Var það nokkrum einum manni einkum að þakka, þessir samningar 1918? Nei, það er nú varla hægt að segja það. En annars var Jón heitinn Magnússon; hann vissi náttúrlega ósköp vel, hvað leið í þinginu, hvað margir voru því fylgjandi og mjög ákveðnir menn í þeim efnum og harðir. Ég efast ekki um, að hann hafi skýrt það fyrir Dönum, hvernig ástatt væri hér í þeim efnum og að það myndi vera skyn- samlegt að gefa íslendingum vilyrði fyrir því, að þeir gætu orðið sínir eigin herrar. Þá stóð nú svo á, að þetta var alveg í lok fyrra stríðsins. Þá lék Dönum hugur á að ná í Suður-Jótland, sem þeir höfðu tapað til Þjóðverja áður. Ég er alveg viss um, að þeim hefur verið uppálagt, sendimönnun- um dönsku, að ganga svo frá þessu máli, að það væri alveg fullsamið um það við okkur, ég er alveg viss um það. Eiginlega er það skiljanlegt frá þeirra sjónarmiði. Það hefði verið veikara fyrir þá að koma til þess að semja um Suður-Jótland, hefði það legið fyrir, að þeir væru búnir að neita okkur um að fá okkar sjálfstasði. Um það vissu auðvit- að þessar grannþjóðir okkar, að eitt sinn vorum við okkar eigin herrar í þeim efnum. Jón Magnússon var ákaflega laginn maður, prýðisgreindur maður og lögfræðingur góður, og honum sýnt um að gera samn- inga. Ég efast ekki um, að hann hefur í samtölum við Dani, áður en sendinefndin kom hingað, verið búinn að gera þeim glögga grein fyrir, hvernig ástatt var hér, eins og t. d. með fánann. Voruð þér þá ánœgður með úrslit sam- bandslagasamninganna? Já. Maður gat nú eiginlega varla annað. Það mátti segja kannski, að ef Danir hefðu viljað nota sér jafnréttisákvæðið, hefði þetta getað orðið erfitt, en að sumu leyti hefðum við getað sett ákvæði, er snertir íslenzka þegna líka, þannig að það hefði orðið erfið- ara, m. a. með búsetuskilyrði. En það kom ekki að neinni sök. Danir eru ekki svoleiðis, þeir lögðu sig ekkert fram um það. En hvenœr komið þér aftur á þing? 1923 voru kosningar og þá kom ég aftur á þing fyrir Árnesinga. Svo er mynduð stjórn undir forsœti Tryggva Þórhallssonar 1927, hver er álit yðar á henni? Heimastjórnarmenn eða íhaldsmenn, eins og þeir voru stundum kallaðir, réðu nú þarna fram að 1927. Jón Magnússon féll frá 1926 og Jón Þorláksson tók þá við forsætisráðherrastarfinu. Svo 1927 náði Eramsókn meirihluta með miklu fylgi. Ég held að þó sitthvað megi finna að, þá held ég, eftir því sem ástæður voru þá, að það hafi farið bara nokkuð vel með afgreiðslu mála. Fjármuni höfðum við ósköp litla úr að spila. En það sem það var, þá held ég yfirleitt, að ekki sé hægt að segja annað en það, að reynt hafi verið að verja þeim til gagnlegra hluta. En auðvitað varð maður að skammta og það naumt. Það var ekki úr of miklu að spila þá. 1 þessari stjóm tók sœti einn stormasam- asti stjórnmálamaður íslendinga, Jónas frá Hriflu, hvert er álit yðar á honum? Jónasi, hann var náttúrlega mjög ákveð- inn maður, hafði ákveðnar skoðanir og datt margt í hug, og mikill dugnaðarmaður. Og ef menn hafa nokkurn pata af því, hvað hann skrifaði mikið, meira að segja á þeim árunum, þegar hann var ráðherra, þá sjá menn alveg, hver dugnaðarmaður ha>m hefur verið. Svo var auðvitað með hann eins og aðra, menn greinir á um vinnn- brögðin og því má alltaf búast við. Hvernig var nú undirbúningurinn að Alþmgishátiðimii 1930? Það voru kosnir vissir menn, sjö menn, til Jress að undirbúa hátíðahöldin. Þeir unnu víst mikið verk og höfðu auðvitað marga sér til aðstoðar í því verki. Það var mjög langur undirbúningur, ætli hann hafi ekki byrjað 1926, ef til vill nokkru fyrr. Ég held, að þeir, sem voru nú þar eða fylgdust með, hafi verið sammála um, að hátíða- höldin hafi farið prýðilega vel fram. Hvernig var hátiðinni háttað? Ja, það voru nú nokkuð mörg atriði. Há- tíðin stóð í þrjá daga. Byrjaði á fimmtudegi 26. júní, svo á föstudag, og 3. dagurinn var laugardagur. Og á laugardagskvöldið var hinni opinberu hátíð, þ. e. a. s. allsherjar- hátíðinni, lokið, en á sunnudeginum var margt fólk þarna og gleðskapur mikill og veitingar fyrir þetta fólk, sem það opinbera stóð að, því þa daga, sem þessir útlendingar voru, var ekki möguleiki að sinna öllu. Þá vantaði húnæði til Jreirra hluta þarna. Svo það hefði nú verið leiðinlegt, hefði ekki verið hægt að sinna fólkinu utan af landi, sem dvaldi Jrarna eitthvað, og það var reynt að bæta úr því með þessu, að þetta héldi áfram á sunnudeginum, en hátíðin sjálf var eiginlega búin, þessi opinbera hátíð. Komu ekki margir erlendir gestir? Jú, það voru fulltrúar frá mrgum jíjóð- um, t. d. frá N.-Ameríku og Kanada, Bret- landi, Hollandi, Þýzkalandi og Tékkóslóva- kíu og frá Norðurlöndum, svo voru fulltrú- ar frá eyjunni Mön. Er nokkur einn maður minnisstœðastur frá hátíðinni? STÚDENTABLAÐ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.