Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 49

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 49
Það fór fyrir mér sem fleirum, þegar fréttist, að Ármann Sveinsson hefði látizt hinn 10. nóvember síðstliðinn. Ég trúði ekki þeirri harmafregn. Það gat ekki verið, að einn svipmesti og dugmesti forystumað- ur stúdenta væri látinn, aðeins 22ja ára að aldri. Það gat ekki verið, að glæsliegum félagsmálaferli væri lokið, Ármann Sveinsson átti svo mörgum verkefnum ólokið. — En eigi má sköpum renna. Ármann Sveinsson var fæddur í Reykjavík h. 14. apríl 1946. Hann var elztur fjögurra barna hjónanna Margrétar Lilju Egg- ertsdóttur og Sveins Sveinssonar múrara. Ármann varð ungur virkur í félagsmálum og var snemma til forystu kallaður í hópi jafnaldra sinna. Hann var m. a. kjörinn forseti Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykja- vík á námsárum sínum þar. Vorið 1966 lauk hann stúdentsprófi og innritaðist í lagadeild Háskólans um haustið sama ár. Ár- mann hafði ekki lengi setið í Háskólanum, er hann var kallaður til félagsstarfa, tók sæti í stjórn VÖKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta þegar haustið 1966. Veturinn 1967—68 átti hann sæti í stjórn Stúdentafélags Háskólans. Auk þessa hafði Ármann átt sæti í stjórn Heimdallar F.U.S. 1966—1967, en hann aðhylltist ungur stefnu og hugsjónir Sjálf- stæðisflokksins. Einnig var hann framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna (S.U.S.) um skeið og gegndi auk þess fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Annríki hans varð þó mest í félags- og stjórnmálum á þessu ári, en hann var kosinn formaður VÖKU í apríl s.l. og tók skömmu síðar sæti í stúdentaráði sem fulltrúi lagadeildar, auk þessa samdi hann ýtarlega ritgerð um kjördæmamálið fyrir S.U.S. og fleira mætti nefna. Enda þótt kraftar Ármanns væru þannig skiptir, gegndi hann öllum störfum sínum af trúmennsku og alúð. Hann var frábær ræðumaður, svipmikill og einarður, þó íök- fastur vel. Hressandi andblær fór um sali, er Ármann tók til máls. Ármann hafði óvenju fastmótaðar skoðanir af svo ungum manni að vera og barðist fyrir þeim af djörfung og kappi. Hann óx við hverja raun og glæsileg framtíð á sviði félags- og stjórnmála virtist blasa við. Það var sem glæsilegur fífill væri að springa út á biðnkolluskrýddu túni íslenzkra stjórnmála. Hann var glaðlyndur að eðlisfari og kunni að meta gott gaman. Ármann var bindindismaður alla tíð og starfaði m. a. í stúkunni „Unnur“ á unglingsárum sínum. Nú er rödd hans hljóðnuð og stúdentar við Háskóla íslands njóta ekki lengur dugnaðar og ósérhlífni hans. Þeir standa í ævarandi þakkarskuld við Ármann Sveinsson fyrir störf hans í þeirra þágu. Kvæntur var hann Helgu Kjaian, dóttur hjónanna Sveinbjarg- ar og Birgis Kjaran. Áttu þau Helga son ungan, Birgi, sem fæddist nú í sumar. Islenzkir háskólastúdentar votta frú Helgu og Birgi, foreldrum, tengdaforeldrum og ættingjum Ármanns Sveinssonar sína dýpstu samúð. — Megi minningin um góðan dreng og rnikinn baráttumann lifa meðal íslenzkra stúdenta um alla framtíð. j.s.ó. In Memoriam ÁRMANN SVEINSSON, stud. jur. F. 14.4. 1946 D. 10.11. 1968 49 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.