Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 33

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 33
ingu í einstökum löndum Evrópu svo og Austurlöndum nær. Rússar virðast halda jafnfast í heimsveld- isdrauma sína og áður, og útþenslustefnan er eins ríkur þáttur í pólitík Jieirra nú og fyrir rúmum tuttugu árum. Varnar- og kj arnorkumáttur Norður-Atlantshafsbanda- lagsins er það eina, sem getur haldið þeim í skefjum og tryggt um leið valdajafnvægi milli hinna frjálsu ríkja Vestur-Evrópu annars vegar og járntjaldsins hins vegar. í 6. grein Atlantshafssamningsins er varnar- svæði bandalagsins nákvæmlega tilgreint og í 5. grein segir, að vopnuð árás á eina að- ildarþjóð teljist sem árás á þær allar, og geri þær sameiginlegar ráðstafanir til að hrinda árásinni til að tryggja aftur öryggi sitt. Varnarstöðvarnar á íslandi eru hluti heil- steypts og umfangsmikils varnarkerfis, sem teygir arma sína frá meginlandi Evrópu yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku. Hlutverk Jiessara varnarstöðva er hér á landi sem annars staðar, að fylgjast með hugsanlegum árásaraðilum og grípa til nauðsynlegra ráðstafana, ef árás er í vænd- um. Til þessara hluta eru hér radarstöðvar, könnunarflugvélar, fjarskiptastöðvar og ýmiss konar önnur nauðsynleg tæki í þessu sambandi. En til Jjcss að starfrækja þessar stöðvar þarf mikið og vel þjálfað starfslið. Heyrzt hafa þær raddir hér á landi, að við íslend- ingar ættum að taka við starfrækslu stöðv- anna, en eins og málin standa nú, finnst mér tómt mál að tala um Jrað. Það er ekki gerlegt fyrir okkur að starfrækja stöðvarnar eins og þær eru starfræktar nú og nauðsyn- legt þykir vegna hins ótrygga ástands í al- þjóðamálum. Vonandi breytist ástandið til batnaðar, því að óheppilegt er sérhverri sjálfstæðri Jojóð að hafa erlendan her í landi sínu til langdvalar og alls óþolandi, ef af tilefnislausu er. Það er skoðun mín, að þörfin á NATO sé enn til staðar í engu minna mæli en áð- ur, og því tryggi óbreytt aðild okkar að Jdví bezt frelsi, menningu og tilveru þessa lands. Ragnar Þ. Magnús, stud. oecon. ÍSLAND OG E.F.T.A. AÐDRAGANDI STOFNUNAR E.F.T.A. Hugmyndir manna um alþjóða efnahags- samvinnu eru tiltölulega nýjar. Heimsstyrj- öldin síðari gerbreytti viðhorfum manna til efnahagsmála og alþjóðasamstarfs, og Jreim varð ljós nauðsyn nánara sam- starfs á sviði efnahags- og viðskiptamála til tryggingar jafnvægis í alJijóðaviðskiptum. En þrátt fyrir viðurkenningu flestra Jijóða á nauðsyn frekari samvinnu, veigruðu þær sér fyrst í stað við að taka þau skref, sem þurfti í átt til meira viðskiptafrelsis, þar eð það gat haft í för með sér rneiri gjald- eyrisútlát en þær þoldu og jafnvel leitt til gengisfellingar. Þessi afstaða hlaut Jdó, eins og flestir viðurkenndu, að takmarkast við líðandi stund, en ekki vera til frambúðar. Segja má, að Evrópa hafi gegnt forystu- hlutverki í efnahagssamstarfi þjóða á milli með stofnun sérstakra markaðsbandalaga. Eins og kunnugt er, eru þessi bandalög nú tvö, annars vegar Efnahagsbandalag Evrópu (E.B.E.) með átta aðildarríkjum, Frakk- landi, Þýzkalandi, Ítalíu og Benelux-lönd- unum, aukaaðild hafa Grikkland og Tyrk- land, og hins vegar Fríverzlunarbandalag Evrópu (E.F.T.A.), einnig með átta aðildar- ríkjum, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sví- Jjjóð, Portúgal, Sviss, Austurríki og Finn- landi sem aukaaðila. Upphafið að auknu samstarfi í efnahags- málum Evrópu var stofnun Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu (O.E.E.C.) árið 1948, en 17 Evrópuríki voru aðilar að Jjessari stofnun, þ. á m. ísland. Stofnun hennar var alvarleg tilraun til lausnar efna- hagsöngþveiti álfunnar með niðurfellingu tolla og annarra hindrana á eðlilegum milliríkjaviðskiptum og stofnun eins frí- verzlunarsvæðis. Um afnám tolla ogannarra viðskiptahafta var strax í upphafi nær alger eining ríkjandi meðal meðlimaríkjanna, hins vegar voru sex ríki (E.B.E.-ríkin) ekki ánægð með það eitt, en vildu víðtækara samstarf á stjórnmálalegum grundvelli, hvað þau og hafa gert með Rómarsáttmál- anum frá 1957. Tilraunir O.E.E.C. til stofnunar eins markaðsbandalags Evrópu fóru þannig út um þúfur, og árið 1960 var undirritaður stofnsamningur E.F.T.A. í Stokkhólmi og kallast Stokkhólmssáttmálinn, og klofnaði Vestur-Evrópa þannig í tvær viðskipta- heildir. En mismunur þessara tveggja bandalaga er ekki aðeins hvað stjórnmálalegu sam- starfi viðvíkur, heldur er einnig grundvall- armunur á uppbyggingu markaðskerfanna. Efnahagsbandalag Evrópu er tollabanda- lag, sem miðar að niðurfellingu innbyrðis tolla, ásamt Jrví, að reistur verði sam- ræmdur „tollmúr“ gagnvart öðrum ríkjum. E.F.T.A.-samningurinn inniheldur engin slík ákvæði um samræmdan tollmúr, en fjallar fyrst og fremst um fríverzlun, Jj. e. niðurfellingu tolla og annarra viðskipta innbyrðis. MARKMIÐ OG FRAMKVÆMD Markmið E.F.T.A. eru sett fram í ljór- urn liðum í stofnsamningi samtakanna, en þau skulu vera: a) að örva framleiðsluna á svæði bandalags- ins og í hverju einstöku aðildarríki, stuðla að fullri atvinnu, aukinni fram- leiðni og skynsamlegri hagnýtingu fram- leiðsluþátta, jafnvægi í efnahagsmálum og stöðugt betri lífskjörum. b) að tryggja eðlilegar samkeppnisaðstæður fyrir verzlun milli aðildarríkjanna. c) að koma í veg fyrir ójafna aðstöðu aðild- arríkjanna við öflun hráefna á svæði bandalagsins. d) að eiga þátt í samræmdri þróun og aukningu heimsverzlunarinnar og af- námi viðskiptahafta. Þau meðul, sem E.F.T.A.-ríkin nota til að ná þessum markmiðum eru samkvæmt framansögðu niðurfelling innbyrðis tolla og viðskiptahafta og einnig er nokkur ákvæði að finna um gagnkvæm atvinnu- rekstrarréttindi og flutnings fólks landa á milli. Þeir tollar, sem E.F.T.A.-samningurinn þannig nær til eru einungis verndartollar, 33 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.