Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 18
Að ulanríkismálin væru sameiginleg með Dönum? Nei, utanríkismálin voru aldrei sameig- inleg, en Danir fóru með utanríkismál Is- lendinga í umboði þeirra, sem er svolítið annað eins og þið skiljið. Það sýndi sig til dæmis seinna, þegar I’jóðabandalagið var með aðgerðir sínar gegn Mussolini út af Abyssiníu og bannaði vðiskipti við Ítalíu. Þá vorum við ekki meðlimir í Þjóðabanda- laginu og vorum frjálsir að skipta við Itali, þó að Danir væru að ybba sig við Mussolini. Voru þá viðskipti milli Italiu og íslands? Já, vitanlega, mikil ósköp. Helgi Briem var þá fiskifulltrúi íslands í Suðurlöndum og var búsettur í Barcelona. Ég man, að hann fór einu sinni á fund Mussolinis með danska sendiherranum í Róm. Mussolini tók Helga eins og hann ætti í honum hvert bein, en virti Danann ekki viðlits; hann gerði allt, sem við báðum hann um í þetta skipti. En störfuðu Islendingar þá eingöngu á vegum Dana? Við vorum teknir þarna inn sem venju- legir starfsmenn, fengum okkar forfrömun nákvæmlega eftir sömu reglum og Danir. Við vorum þarna nokkrir, fyrstur var Stef- án eins og ég sagði, síðan kom ég, þá Agnar Kl. Jónsson, sem nú er ráðuneytisstjóri, síðan Gunnlaugur Pétursson, nú borgarrit- ari, og Henrik Sv. Björnsson, ambassador í París, báðir um svipað leyti. Við höfðum undan engu að kvarta af Dana hálfu í framkomu gagnvart okkur. Okkur var sýndur fyllsti velvilji, við for- frömuðumst eftir sömu seinu byrókratísku reglum og aðrir ungir menn, sem þarna komu inn á þeim tíma. Þið hafið verið þarna sem hálfgerðir Danir? Já, við vorum bara danskir þrælar. Eklii nein sérstök deild i ráðuneytinu eða starfað að neinum islenzkum málefn- um? Nei, nei, ekkert frekar. Ef upp komu einhver mál, sem vörðuðu ísland sérstak- lega, þá sáum við þau oftast, einkum eftir að okkur fjölgaði í ráðuneytinu. Þá vorum við í mismunandi deildum og höfðum þá tækifæri til þess að fylgjast með þeim mál- um. Við vorum síðan sendir til útlanda eftir vanalegum reglum ráðuneytisins. Ég átti t. d. að starfa í sendiráðinu í Madrid í eitt ár, og sá staður var valinn af því að álitið var, að Island hefði sérstakra hags- muna að gæta á Spáni vegna saltfisksölunn- ar. En það fór svo, að þegar ég hafði verið þar í fáa mánuði, hófst borgarastyrjöld. Og skömmu síðar var danska sendiráðinu lok- að. Sendiherrann og ég — við vorum einu útsendu starfsmennirnir — fórum burtu. Ég var það sem eftir var af árinu við nám í Frakklandi, í Grenoble og Toulouse, á vegum ráðuneytisins. Það næsta, sem gerist í mínum ferli, er í stríðsbyrjun; þá var ég sendur til London. Það var eftir sérstakri beiðni íslenzku ríkisstjórnarinnar, henni fannst nauðsyn á því að einhver með sér- þekkingu á íslenzkum málum væri við sendiráðið þar, eftir að ófriðurinn brauzt út. En svo skipti nokkuð um þar sem . .. Já, svo skipti nokkuð um. Það byrjaði með því, að skömmu eftir að ég kom þarna, þá kemur þar íslenzk sendinefnd til þess að gera viðskiptasamning við Breta. Formað- ur hennar var Sveinn heitinn Björnsson, sendiherra og síðar forseti, sem kom frá Khöfn í þessum erindum. Ennfremur voru ýmsir forystumenn að heiman í nefnd- inni. Ég man ekki, hvað þessi samningagerð tók langan tíma, mig minnir hátt á annan mánuð. Þá mátti heita, að ég væri leystur frá störfum til þess a ðstarfa sem ritari þess- arar nefndar. En upp úr samningagerðinni var ákveðið að koma á fót svokallaðri Joint Standing Committee, sameiginlegri fasta- nefnd, sem hefði íslenzkan fulltrúa í Bret- landi og brezkan á íslandi. Ég var ráðinn í þetta starf og fór að starfa fyrir nefndina í feljrúarbyrjun 1940, jafnhliða því sem ég var á danska sendiráðinu til næstu mánaða- móta meðan þeir voru að bíða eftir eftir- manni mínum frá Kaupmannahöfn. Síðan koma þau eiginlegu umskipti eftir hernám Danmerkur. Þá var mér símað að heiman og ég beðinn að tilkynna brezka utanríkisráðuneytinu þær samþykktir, sem Alþingi hafði gert í þessu tilefni, — að vegna hinna sérstöku atvika tæki ísland í eigin hendur bæði meðferð konungsvalds og gæzlu utanríkismála. Þar með eruð þér eiginlega orðinn sendi- herra Islands? Ekki var það nú alveg, en ég var nokkr- um dögum síðar skipaður chargé d’affaires, sendifulltrúi, sem er lægsta gráðan af þess- um útsendu diplómatísku sendimönnum. Og það er sem sagt upphafið að sendiráðinu í London. Hver voru viðhorf erlendra sendimanna til þessa nýja riliis? Staða dönsku sendiráðanna var mjög erf- ið á Jæssum tíma; það fór eins og við vit- um, að sendiráðunum í London og Wash- ington og fleiri dönskum sendiráðum, með- al annars hér í Reykjavík, var í fyrstu alls ekki lokað þrátt fyrir hernámið, og síðar aðhylltust þau hina frjálsu dönsku hreyf- ingu, sem komst bráðlega undir forystu Christmas Möllers, sem smyglað var út frá Danmörku einmitt til að taka þá forystu að sér. Ég mætti frá Dana hálfu þegar í stað fullum skilningi á því, að þetta væri óhjá- kvæmilegt skref. Sá fyrsti, sem ég sagði frá skeytinu, sem ég hafði fengið að heiman, var Reventlov greifi, fyrrverandi húsbóndi minn, sem var sendiherra Dana á Jiessu tímabili og reyndar öll stríðsárin. Það var síður en svo, að hann fyrtist við Jætta, hann sá, að þetta var eðlilegt eins og á stóð. Eitt af Jdví fyrsta, sem ég þurfti að gera, var að koma á kerfi af kjörræðismönnum í Jreim bæjum í Bretlandi, Jiar sem helzt var von íslendinga: á þeim stöðum, þar sem ís- lenzku skipin höfðu viðkomu og þar sem voru sérstaklega mikil íslenzk viðskipti. Ég man eftir því, að einum eða tveimur af dönsku konsúlunum, sem áður höfðu farið með mál Islands, fannst í fyrstu eins og verið væri að setja þá af, en með hjálp danska sendiráðsins tókst að fá þá til þess að skilja, að þarna væri verið að taka eðli- legt skref. Frá annarra hálfu var ekki um neitt annað að ræða en að þeir sáu, að við gátum ekki látið utanríkisráðuneyti Dan- merkur annast okkar utanríkismál. Það var í hershöndum, þegar Þjóðverjar höfðu lagt sinn hramm á Jsað. Söm var afstaða brezku stjórnarinnar, þar var frá upphafi fyllsti skilningur á af- stöðu okkar í þessu máli. Þér eruð i London öll striðsárin? Ég var nú ekki í London öll stríðsárin. Ég fór þaðan til Moskvu snemma árs 1944. Jafnframt ]>ví sem ég var hjá Bretum fyrst STÚDENTABLAÐ 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.