Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 45
slíku umfangi sem núverandi kreppa er.
Þvílík örlagatrú væri óhugsandi í nokkru
('iðru landi, sem ég þekki. Séu Islendingar
virkir í stjórnmálum, þá taka þeir sér að
minnsta kosti pólitískt vetrarfrí þegar
mestu vandkvæði landsins standa sem hæst.
Það er óneitanlega einkennilega valinn tími
til að taka sér frí. Konur eru líka partur af
þjóðinni, að því er ég bezt veit um helm-
ingur hennar. Hvar eru pœr virkar?
Hafi þær ekki áhuga á stóru dráttunum
í stjórn „fyrirtækisins íslands", hvað segja
þær þá um þá staðreynd, að tannskemm-
andi drykkur eins og kókakóla er hlægilega
ódýr á sama tíma og tannkrem er óhæfilega
dýrt? Það veit enginn, því þær láta ekki til
sín heyra. ísland er dæmigerðasta karl-
mannasamfélag, sem ég hef .haft kynni af í
pólitískum skilningi. Eða hvað segja ís-
lenzkar húsmæður um það, að velja má
milli um það bil hundrað innfluttra kex-
tegunda og fáránlegra kokkteilbita en
masse, meðan bráðnauðsynlegur, bætiefna-
ríkur smábarnamattur sætir himinháum
álögum?
Útlendingi kemur það svo fyrir sjónir
sem íslendingar hafi ekki í einu og öllu gert
upp við sig, hvað þeir vilja.
Þeir virðast vilja búa viið góð lífskjör,
einnig í framtíðinni. Góð lífskjör velta al-
gerlega á mikilli sérhæfni og sérfræðiþekk-
ingu. Það vita menn nú reyndar líka í Ku-
waít, þar sem olían gýs himinhátt upp úr
borholunum. Hvernig er hægt að samræma
kröfur um góð lífskjör hálfs árs skólagöngu
og hálfs árs kennslu við Háskóla íslands, á
sama tíma og jafnvel auðugustu þjóðir
heims standa á öndinni af gríðarlegri
áreynslu við að koma á sem fullkomnustu
og afkastamestu menntaþjóðfélagi?
Hvers vegna auglýsa Loftleiðir, Flugfélag
íslands og fenðaskrifstofurnar ísland sem
ferðamannaland? Vitanlega vegna þess að
þær hafa á réttu að standa. Island er „Na-
ture’s Wonderland“, og það hefur upp á
miklu meira að bjóða: jrar býr áhugaverð-
asta pjóð í Norður-Evrópu. En hvers vegna
taka þá ekki íslendingar afleiðingunum af
vaxandi áhuga ferðamanna á landinu?
Hvers vegna ákveða þeir ekki að taka við
ferðamannastraumnum?
Ferðamannastraumurinn skemmir verð-
mæta þætti í þjóðareinkunn Islendinga, er
sagt. Til dæmis hina náttúrlegn gestrisni.
Ég segi: Þvaður. Eins og nú er komið, er
ekki meiri gestrisni að finna í stærri bæjum
á íslandi en í hvaða öðrum norrænum bæ
sem vera skal; kannski fremur öllu minni.
Þessi „forna“ gestrisni glatast hvað sem
öðru líður. Eftir hverju eru menn að bíða?
Eru menn ennþá að bíða eftir síldinni,
þessari duttlugnafullu olíulind Islands?
Ég hef ekki á tilfinningunni, að íslend-
ingar séu nú í þann veginn að gera upp
hug sinn um eitt eða neitt, heldur að þeir
neyðist til þess fyrr en varir.
Hin sérstaka lega íslands getur vissulega
á margan hátt gera íslendingum fært að
reka skrýtna stefnu í atvinnumálum.
En það á eftir að skapa vandamál innan
mjög skamms tíma, því miður, þegar ekki
er lengur hægt að veita sér þann rnunað að
vera bæði í heiminum og fyrir utan hann.
Stundum er talað um „íslenzku ráðgát-
una“. Hvers vegna þá? íslenzkt þjóðfélag
verður að hlíta nákvæmlega sömu efnahags-
lögmálum og hvert annað þjóðfélag. Það er
ekki til að dreifa neinni íslenzkri ráðgátu;
aftur á móti eru fyrir hendi nokkrar blá-
kaldar staðreyndir. Ein þeirra er, að „eyðsl-
an verður að fara eftir atvinnunni". Það á
við um hvaða þjóðfélag sem er í veröldinni.
Einnig það íslenzka.
Sé litið á íslandssöguna, pá er kannski
hægt að tala um ráðgátu: nefnilega þá gátu,
hvernig þessi þjóð fór yfirleitt að jrví að
lifa af.
En menn sjá sér varla farborða í nútím-
anum með því að falla í stafi af undrun —
og aðdáun — yfir hetjulegri fortíð með alda-
langxi menningarlegri sjálfsbjargarhvöt í
ýtrustu þjáningum og sárustu fátækt.
Hvar er hetjulundin nú? Vissulega er
hún til, en ekki er jrað heiglum hent að
koma auga á hana.
Ég er þeirrar skoðunar, að íslenzka j)jóð-
in sé yfirmáta þolinmóð þjóð. Þar er hetju-
lund hennar fólgin á okkar dögum.
Og séu Islendingar ekki elskulegasta og
viðkunnanlegasta j)jóð í heimi Jregar kem-
ur til sambýlis, jrá vantar ekki mikið á það.
Mig persónulega angrar það ekki, að þeir
virðast vera kærulausasta j)jóð Evrópu um
kristileg málefni. Þvert á móti. En hvers
vegna er Jrá verið að reisa þennan digra
Churchill-vindil yfir Hallgrímssöfnuð, sem
er í æpandi ósamræmi við allt, sem er smá-
gert og sérkennilegt í byggingastíl hverfis-
ins? Það er kannski íslenzk ráðgáta. Og
hvers vegna er fólk, sem er ákaflega urn-
burðarlynt í öllu, sem lýtur að hjónabönd-
um og barneignum, greinilega furðu lostið
yfir að ég skuli ekki ætla að láta skíra ný-
fæddan íslenzkan son minn?
Ég hafði gert mér í hugarlund að kristni
á Islandi, að minnsta kosti í ytra tilliti,
væri bundin við mjög skynsamlega pólitíska
ráðstöfun á Alþingi árið 1000, Jregar völin
var milli tveggja vondra kosta, sem sé
norska kóngsins og Hvíta-Krists, og að sjálf-
sögðu valdi skynsöm j)jóð eins og íslending-
ar skárri kostinn, nefnilega Hvíta-Krist.
Maður hélt að „kristnihald" á íslandi væri
í stórurn dráttum bundið þessari snilldar-
legu pólitísku ráðstöfun ásamt með Jóni
Arasyni, Passíusálmunum og Vídalínspost-
illu. Það var Jrað, sem maður hélt.
En sjá: í miðri efnahagskreppunni reisa
menn kirkju, sem jafnast á við sprengjutil-
ræði og eru Jrrumu lostnir yfir föður, sem
ætlar ekki að láta skíra barnið sitt!
Var einhver að minnast á íslenzkar ráð-
gátur?
Öfugt við flesta útlendinga finnst mér
líka að sjálf Reykjavík sé mjög aðlaðandi
borg, þessi dæmigerði nýgræðingur meðal
höfuðborga heimsins, söfnunarstöð fólks á
leið til einhvers eða á reki til einhvers.
Eru íslendingar tnn þjóð sem er á leið-
inni, eins og þeir voru fyrir ellefu öldum?
Vita jreir hvert þeir ætla, hvert þeir verða
að fara?
Úr j)ví við minntumst á Reykjavík: það
er talað um að hana skorti hefðir. Reyndar,
en það er þó ekki komin nema ein borgar-
kynslóð á íslandi. Ekki getur Reykjavík
gert að því. Það sem Kaupmannahöfn og
Bergen hafa þurft þúsund ár til að koma í
verk reynir unga, Jrróttmikla Reykjavík að
gera á hundrað árum. Að sjálfsögðu tekst
jrað ekki; en fróðlegt er J)að eigi að síður.
Hér er að finna nokkuð af eirðarleysinu,
óþolinmæðinni og áleitninni, sem er lífs-
nauðsyn hverju „frontier society“. Það er
skemmtilegt fyrir þann, sem einungis er
áhorfandi, að verða vitni að þvílíkum bygg-
ingarákafa, að menn hefjast handa um að
byggja án þess að hafa einu sinni tryggt sér
fjármunina fyrirfram, Jrannig að stór hús
verða að standa langtímum saman og bíða
eftir síðasta veggnum.
Þó J)að kunni að hljóma harðneskjulega
og kaldranalega, J)á held ég að Islendingar
verði að })ola erfiða, mjög erfiða efnahags-
kreppu til að geta í alvöru byrjað að hugsa
skipulega um nútímamótun íslands.
45
STÚDENTABLAÐ