Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 31

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 31
Jón Sigurðsson, stud. phil. NATO Það er almennt álit, að stórveldi banda- manna hafi á ráðstefnunni í Yalta 1945 ákveðið með sér valdskiptinguna í heimin- um að lokinni styrjöldinni og deilt heimin- um í afmörkuð áhrifasvæði. Er svo sagt, að Winston Churchill forsætisráðherra hafi leiðzt þófið, lagt landabréf á borðið og skrifað inn á hvert land skiptingu áhrifa stórveldanna í prósentutölum, Jósef yfir- marskálkur Stalín hafi litið á útkomuna og kinkað kolli. En hvernig svo sem þessi skipting fór fram, er víst, að viðkomandi þjóðir voru einskis spurðar. Þeim var skip- að eins og peðum á skákborð stórveldanna. Þegar að loknum vopnaviðskiptum tók að kólna milli bandamanna, og verður því ekki neitað, að Churchill, hinn öfgafulli kommúnistahatari, gaf Vesturveldunum taktinn, sem síðan varð að hatrömmu köldu stríði. Aljrýðustjórn var barin niður á Grikklandi með aðstoð Vesturveldanna til að koma þar á fasistastjórn, sem enn situr eftir nokkrar nafnabreytingar. Stalín veitti grískum kommúnistum enga hjálp, og hann lét sér nægja að skammast við Tító 1949, enda virðist Stalín hafa tekið samkomulagið tiltölulega alvarlega. Upp úr stríðinu voru öll stórveldin samtaka, hvert á sínu um- dæmi. Óhlýðnum öflum var vikið til hliðar í hverju ríkinu af öðru, borgaralegum öfl- um í austri, en róttækum í vestri. Komm- únistaflokkar Frakka og Itala, glæsilegustu lilutar andspyrnuheryfinganna og forystu- flokkar verkalýðsins í báðum löndum, voru einangraðir og hraktir frá áhrifum. Hins vegar sigruðu kommúnistar í þingkosning- um í Tékkóslóvakíu, þótt sumir eigi erfitt um að kyngja því. Og 1949 er búið að ganga svo frá málum, að stofnað er til Norður-Atlantshafsbanda- lags, er standa skyldi vörð um áhrifasvæði Vesturveldanna og halda aga á því, en vera reiðubúið til að notfæra sér hinn minnsta brest í austri. Þessu var svarað í sömu mynt með stofnun Varsjárbandalags. Það var frá upphafi eðli og einkenni Norður-Atlantshafsbandalagsins, að fyrir því réðu hin gömlu nýlenduveldi, blóði drifin af viðbjóðslegum glæpum sínum í öðrum heimshlutum. Enn sitja Portúgalar í bandalaginu og sómir vel. Gríska fasista- stjórnin lætur líka fara vel um sig. Fn valdamesta ríki bandalagsins var og er hið nýja heimsveldi Bandaríkjamanna, mein- vættur Rómönsku Ameríku og ógnvaldur Asíu. í kringum þetta kúgaralið dingluðu síðan minni háttar peð og sóttu styrk sinn til stóra bróður. í þessu liði var a. m. k. ein hjáróma rödd: fámenn nýlenduþjóð, íslendingar. Það hef- ur löngum verið undrunarefni, hvað þeir höfðu að gera meðal kaldrifjaðra nýlendu- kúgara og misréttismanna. Önnur nýlendu- þjóð, írar, vissi hvers kyns var, og lét ekki sjá sig í hópnum. Og menn hófust handa um að færa út kvíarnar og leggja heiminn í læðing. Sett var upp svipað bandalag til að halda alþýðu Asíu í skefjum. En rótgrónar menningar- þjóðir Asíu voru óþægar, og hefur forystu- veldi Vesturveldanna nú um árabil staðið í blóðverkum upp yfir höfuð í Suðaustur- Asíu með meiri og hroðalegri tilþrifum en fyrr eru dæmi, öruggt um tilstyrk banda- manna sinna í Norður-Atlantshafsbanda- lagi og öðrum slíkum samtökum. Róm- anska Ameríka var spyrt saman í keðju drottnarans, og þar vaka bandamenn Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins yfir réttum aga. Og þar eru blóðfórnirnar ekki sparaðar, ef þörf er talin á. Um leið og kalda stríðið var magnað, tóku Vesturveldin óðum að friðmælast við það, sem eftir var af hinum fyrra fjand- manni. Góð tengsl voru upp tekin við Franco, einvald Spánar, og Spánn innlim- aður í varnakerfið. Á Vestur-Þýzkalandi var því tekið með þökkum, er fyrri félagar N.S.D.A.P. tóku í lurginn á framvarðasveit þýzku andspyrnuhreyfingarinnar, komm- únistum Þýzkalands. Fasistísk áróðursbrögð og hressilegar afturhaldsaðfarir voru á ný dregnar fram til að hjálpa upp á hlýðnina. íslendingar áttu alltaf takmarkaða sam- leið með afturhaldsliðinu, og fjarlægðust heldur en hitt. Það kom Noiður-Atlants- hafsbandalaginu svo sem ekkert við, þótt Bretar gerðu tvívegis tilræði við íslenzkt sjálfstæði og efnahag. Verjendur landsins létu sig slíkt litlu varða, enda kom þetta tilgangi bandalagsins ekkert við, ekki frek- ar en líf ísenzku þjóðarinnar yfirleitt. Með tilstyrk hlýðinna afla innlendra var þó reynt að gera þjóðina fylgispaka og nokkrar tilraunir til að ráðast inn á menningarhelgi hennar virtust ætla að takast. Það veitti ekki af: þjóðin var talin ótrygg og nefnd „the reluctant ally“: hinn nauðugi banda- maður. Og nú er búið nýlega að gera ís- lendinga að sveitarómaga í sama skyni. í Vestur-Evrópu hefur aginn verið til- tölulega tryggur. Uppbygging eftirstríðsár- anna, hatrammur ofstækisáróður og trúvill- ingabrennur hafa séð um það. Eitthvað voru menn þó óánægðir með elztu og glæsi- legustu menningarþjóðir álfunnar. Eyrir nokkrum árum komst á elleftu stundu upp um áætlun Noiður-Atlantshafsbandalagsins um að brjóta niður stjórnkerfi ítala með hervaldi af ótta við kosningasigur vinstri aflanna. Sýnir þetta vel, að þurfi til að taka, skal í Evrópu beitt þeim aðferðum, sem íbúar annarra heimshluta eru gjör- kunnugir af illri raun og nefna „made in U.S.A.“. Þessu tilræði við ítali var afstýrt, en það tókst við Grikki. Prómeþefs-áætlun- in fór fram, eins og sérfræðingar, Norður- Atlantshafbandalagsins höfðu gert ráð fyr- ir, enda var bandarískur floti tiltækur út undan Píreus, ef út af brygði. Pyntirígarn- ar á eyjunni Jaros og víðar eru þáttur hlut- verks og tilgangs bandalagsins, hvað svo sem viðkvæmir yfirmenn Grænlandsverzl- unar tala eða mala. Nú er svo komið, að stakkur sá, sem heiminum var sniðinn upp úr síðari heims- styrjöld, er orðinn svo níðþröngur að heyra má andköf þjóðanna. Þriðja heiminum hefur þegar tekizt að stinga á hann nokkur göt, þótt hin nýja nýlendustefna standi víð- ast enn í blóma í trausti hernaðarbandalags nýlenduveldanna og leppa þeirra. í Evrópu kraumar einnig. í austri væðast þjóðirnar til uppgjörs við þær stjórnunaraðferðir, sem kalda stríðið gat af sér, og í vestri dunar undir harðsporum illvígra lögreglusveita, sem hamast við að halda aga á umdæmi Norður-Atlantshafsbandalagsins. Það er og tímanna tákn, að vera má, að brátt verði að nota herstyrk bandalagsins innan forystu- ríkisins sjálfs, Bandaríkjanna. Stóri bróðir gerir allt, sem hann má, til að æsa kalda stríðið upp á ný, enda eru kalt stríð og væringar forsenda Atlantshafs- bandalagsins, og næring þess um leið. Það var þess vegna ofur eðlilegt, að Matthías Á. Mathiesen, íslendingurinn, skyldi komast svo spaklega að orði nýlega, að ofbeldisverk Rússa og þjóna þeirra á Tékkum og Slóv- 31 STÚDENTABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.