Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 34
þ. e. tollar, sem settir eru til verndar og aukinnar samkeppnisaðstöðu innlendra at- vinnuvega. Fjáröflunartollar falla hins veg- ar ekki nndir E.F.T.A.-meðferð, því þeir mismuna á engan hátt innlendum og er- lendum atvinnugreinum. Tollalækkanir þessar takmarkast þannig í fyrsta lagi við þær vörur, sem eiga uppruna sinn á banda- lagssvæðinu og í öðru lagi við verndartolla, auk þess sem þær gilda aðallega um hinn venjulega iðnvarning. Þær gilda ekki um landbúnaðarafurðir og nokkrar tegundir sjávarafurða, svo sem um nýjan fisk, salt- fisk og skreið. Hvað hinum gagnkvæmu atvinnurekstrarréttindum viðkemur virð- ast þau hafa verið túlkuð á það frjáls- lyndan hátt, að einstök ríki hafi eftir sem áður fulla stjórn á fjármagnsflutningum til landa sinna og uppsetningu erlendra fyrir- tækja. Þannig takmarka Portúgalar at- vinnurekstur erlendra aðila við samsetn- ingu vara eða varahluta til sölu í Portúgal, og Norðmenn liafa látið skýrt í ljós koma, að þeir muni ekki afsala sér neinum völd- um til eftirlits með fjármagnsflutningum til landsins og hafa þeir eftir sem áður fulla stjórn á hvaða aðilar fá atvinnurekstrar- réttindi í Noregi. Virðist þannig ekki veru- leg ástæða fyrir íslendinga að hafna E.F.T.A.-samstarfi á grundvelli ákvæða samningsins um atvinnurekstrarréttindi, þó að sjálfsagt sé, ef af samningum verður, að hafa allan fyrirvara á um túlkun okkar á umræddum ákvæðum. AFSTAÐA ÍSLANDS TIL E.F.T.A. Ég þykist nú hafa gert nokkra grein fyrir aðdragandanum að stofnun E.F.T.A. ásamt þeim markmiðum og skilyrðum, sem aðild fylgja. Er þá komið að aðalatriðinu, þeirri spurningu, hvort íslandi sé hagkvæmt að taka þátt í samvinnu sem þessari með aðild að E.F.T.A., eða hvort við eigum að láta slíkt lönd og leið. Smáþjóð eins og íslend- ingar, með jafn fábreyttan framleiðslu- grundvöll og raun ber vitni, hlýtur ávallt að vera mjög háð erlendum viðskiptum, ætli hún sér að lifa menningarlífi, sem sam- bærilegt er við það, sem bezt gerist meðal annarra þjóða. Ef rifjuð er upp sú þróun, sem átt hefur sér stað í efnahagslífi landsins undanfarin tvö ár og endaði á gengisfelling- arráðstöfunum hins opinbera nú fyrir nokkrum dögum, er augljóst, að íslenzkur þjóðarbúskapur reiðir sig meira en heppi- legt getur talizt á útflutning sjávarafurða sem undirstöðu undir gjaldeyrisöflun sína. Jafnframt er hún vísbending um það, hversu hættuleg sú þróun er okkur, að standa algjörlega utan allra markaðsbanda- laga. Hvað sjávarútveginum viðkemur er samkeppnisaðstaða okkar á mörkuðum E F T A og E.B.E. þegar orðin slæm, og eftir því, sem ytri tollmúrar E.B.E. rísa, og útflutningsþjóðir sjávarafurða ná betri fótfestu á E.F.T.A.-markaði, á hún eftir að versna, verði ekkert að gert. Eins og ástand mála er í dag, verðum við að keppa við Norðmenn og Dani innan E.F.T.A. við þau kjör, að greiða sjálfir u. þ. b. 10% toll af mikilvægum sjávarafurðum á meðan þeir greiða lítinn eða engan toll í flestum tilfellum. Því hefði átt að vera auðveldara fyrir útflytjendur sjávarafurða að mæta óhagstæðri þróun verðlags undanfarin ár ef aðild að E.F.T.A. hefði þá þegar verið fyrir hendi. Frá sjónarmiði fiskiðnaðarins virðist því niðurstaðan vera sú, að aðild að E.F.T.A. sé nauðsynleg og sjálfsögð. Að því er varðar viðskiptasamninga okkar við A.-Evrópurík- in má benda á jrað fordæmi, að Finnar hafa fengið sérsamninga við E.F.T.A. vegna hliðstæðra viðskipta sinna. Virðist ekki ástæða til að ætla annað, en að ísland geti náð svipuðum samningum, auk þess sem þessi viðskipti hafa færzt sífellt meira yfir á frjálsgjaldeyrisgrundvöll. Þessum við- sikptum okkar íslendinga ætti því ekki að vera nein hætta búin. Hvað þjóðarbúskapnum í heild viðkem- ur vakna þær spurningar, hvort þess sé ekki bráð nauðsyn, að framkvæma breytingar á efnahagsstefnu Jrjóðarinnar. Renna þarf fleiri stoðum undir gjaldeyrisöflun hennar og skapa skilyrði þess, að atvinnuvegirokkar geti tekið við þeim vaxandi fjölda vinnandi handa, sem leita munu verkefna á vinnu- markaðnum á komandi árum. Áætluð aukning á framboði vinnuafls á áratugnum 1970—1980 er 85% meiri en var á áratugn- um 1950—1960. Atvinnuvegir okkar í nú- verandi mynd sinni geta ekki veitt viðtöku þessari aukningu vinnuafls. Nauðsynleg skilyrði Jress, að þeim verði gert það kleift, ásamt því, að afla þjóðinni árvissra gjald- eyristekna, fást ekki með því, að útiloka okkur frá útflutningsmarkaði, sem nú aflar okkur 45% gjaldeyristekna okkar (E.F.T.A.-markaðurinn), um leið og við- skiptakjör okkar fara hríðversnandi á mark- aðssvæði Efnahagsbandalagsins, en um 60% heildarútflutningstekna okkar koma frá þessum tveim svæðum. Uppbygging at- vinnuveganna verður því að breytast, með sérstöku tilliti til víðtækari grundvallar gjaldeyrisöflunar, og færast í auknum mæli yfir á uppbyggingu eiginlegs iðaðar. Að- staða hans í dag er óviðunandi, og síður en svo, að hann sé viðbúinn ótoll- verndaðri samkeppni við þann erlenda iðnað, sem um yrði að ræða. Það mun vera álit sumra forráðamanna iðnaðar- ins, að um verulega framleiðsluaukn- ingu verður ekki að ræða, nema til komi stærri markaður. E.F.T.A.-aðild ætti því að geta skapað þau ytri skilyrði, sem nauðsyn- leg eru til vaxtar iðnaðinum. En þar þarf fleira að koma til en aðildin ein, og yrði íslenzkur iðnaður að fá langan aðlögunar- tíma, en fyrir því eru fordæmi innan banda- lagsins, og hefur Portúgal m. a. fengið 20 ára aðlögunartímabil. Ætti ekki að vera verulegum erfiðleikum bundið fyrir íslend- inga að ná samningum um hæfilegan að- lögunartíma, en slíkt er engin lækning í sjálfu sér, en verður að skoðast sem bráða- birgðavörn og í skjóli hennar verður að gera Jrær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til bóta á ástandinu. Verði þannig úr inn- göngu íslands í E.F.T.A. þyrfti að hefja víðtæka og nákvæma rannsókn á íslenzkum iðnaði með tilliti til þess, hvaða iðnfyrir- tæki koma til með, af hagrænum og tækni- Iegum ástæðum, að geta staðizt þá ótoll- vernduðu samkeppni heima og erlendis, sem inngöngunni fylgdi, og stefna síðan markvisst að uppbyggingu þeirra fyrir til- stilli bankakerfisins og annarra opinberra aðila. Viðbúið er, að hér yrði urn orkufrek- an iðnað að ræða, sem krefst aukinnar raf- væðingar, og yrði sjálfsagt ekki hjá því komizt, að einhver núverandi iðnfyrirtæki leggist niður. Mér er Ijóst, að þessu viðamikla máli verða engin fullnægjandi skil gerð í stuttri grein, og hef ég því reynt að drepa á aðal- atriðin. Aðrir veiða án efa til þess að benda á neikvæð áhrif slíkrar efnahagssamvinnu, svo sem það, að fullveldi Islands og efna- hagslegu sjálfstæði sé hætta búin. Því er til að svara, að samkvæmteðli E.F.T.A.-samtak- anna og átta ára reynslu þeirra þjóða, sem þar starfa, virðist alls engin ástæða til að ætla, að íslenzkt fullveldi sé í hættu. Hvað síðara atriðinu, efnahagslegu sjálf- stæði íslands, viðkemur, vil ég benda á Jretta: í fyrsta lagi er ekkert ríki al- gjörlega sjálfstætt efnahagslega og í öðru lagi eru öll ríki í ákveðnu markaðs- bandalagi hvert öðru háðari efnahagslega eftir en áður, enda hlýtur slíkt ástand að skapast hvarvetna, þar sem hagkvæmni verkaskiptingar er notuð. Spurningin er í raun og veru sú, hvort íslendingar, sem þegar búa í einhverju efnahagslega ósjálf- stæðasta ríki Evrópu, geta leyft sér að standa utan við þennan mikilvæga mark- að, einangrast viðskiptalega og dragast aftur úr þeirri þróun, sem hvarvetna á sér stað í kringum okkur. Þegar til lengdar lætur verður Jrað íslenzkri þjóð áreiðanlega til mestrar hollustu að eiga nána samvinnu við nágranna sína, starf- rækja þær iðngreinar, sem hún er bezt fallin til af eðlilegum ástæðum, og staðið geta jafnfætis erlendum iðnaði í frjálsri samkeppni. 18. nóv. 1968. STÚDENTABLAÐ 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.