Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 26

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 26
Sicjurður Líndal Um undipstöðu ffullvalda ríkis á íslandi 1. Þann 1. desember 1918 gengu í gildi dansk-íslenzk sambandslög, og hefur þess atburðar jafnan síðan verið minnzt með einhverjum hætti, — um skeið mátti segja, að dagurinn væri þjóðhátíðardagur íslend- inga. Annar dagur hefur nú tekið við því hlutverki, en sú staðreynd má þó ekki gleymast, að með sambandslögunum var lagður grundvöllur að skilnaði Islands og Danmerkur. í 18. gr. þeirra getur að finna skýlaus ákvæði um sambandsslit, þannig að lýðveldisstofnunin 17. júní 1944 fól naum- ast annað í sér en það, að íslendingar vildu fylgja eftir þeim fyrirheitum, sem sam- bandslögin gáfu. Formlegur grundvöllur að sjálfstæðu og fullvalda íslenzku ríki var því lagður þenn- an dag fyrir 50 árum. Hitt ætti að vera óþarfi að fjölyrða um, að áfangar formlegrar sjálfstæðisbaráttu skipta út af fyrir sig engu meginmáli, og eru raunar einskis virði, ef ekki býr að baki virk sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. 2. Sjálfsforræði þjóðar styðst í flestum tilvikum við sérstakt þjóðerni og menn- ingu. Um annan grundvöll er naumast að ræða, þegar í hlut á smáþjóð eins og ís- lendingar. Islenzkt þjóðerni og menning er því sú undirstaða, sem fullvalda íslenzkt ríki hlýtur óhjákvæmilega að vera reist á. Merking orða eins og þjóðerni og menn- ing er að vísu engan veginn fullskýr. Tæp- lega mun því þó verða andmælt, að orða- samband eins og íslenzk menning veki öðru fremur hugrenningatengsl við íslenzka tungu og þá bókmenningu, sem við hana er bundin. Málmenningin er einatt sá þátt- ur menningar hverrar þjóðar, sem einna fyrirferðarmestur er og það er raunar engin furða, þegar haft er í huga, að málið, — einkum ritmálið — geymir hugsun þjóð- anna, þangað safna þær lífsreynslu sinni og með því skila þær henni komandi kyn- slóðum. Þessi reynsla getur birzt í hvers konar formi, sögum, ljóðum, fræðiritum og þurru staðreyndatali, í stuttu máli öllu Jrví, sem ritað hefur verið á málinu eða er varðveitt á því með öðrum hætti. Þessar staðreyndir eiga ekki sízt við ís- lenzka menningu, því að ritmennskan er þar öllu öðru fyrirferðarmeira og í orðsins list, bókmenntum og skáldskap hefur hún náð hæst. Hins vegar hefur löngum verið álitið, að skerfur hennar til efnalegrar og verklegrar menningar sé fremur rýr. Sarna megi raunar segja um ýmsa aðra mennta- þætti en hinar eiginlegu bókmenntir, svo sem náttúruvísindi, heimspeki og félagsvís- indi. Allt má þetta til sanns vegar færa, en þó ekki að öllu leyti. Verkmenning íslendinga er engan veg- inn eins örsnauð og ætla mætti í fljótu bragði, einkum þegar haft er í Ituga, hversu fátt er hér mannvirkja frá fyrri tíð og ann- arra sýnilegra minja um verkkunnáttu þjóðarinnar. Þannig hafa til að mynda Daniel Bruun höfuðsmaður, Magnús Már Lárusson prófessor og Hörður Ágústsson skólastjóri sýnt fram á, að fjölmargt at- hyglisvert sé að finna í íslenzkri húsagerð. Hefur einkum Hörður Ágústsson vakið at- hygli á því, að merkilegur menningararfur liggi þar fólginn. Lúðvík Kristjánsson rit- höfundur hefur lagt fram mikinn skerf til að draga fram í dagsljósið menningarheim íslenzks sjávarútvegs bæði siglinga og fisk- veiða og birtist þar meiri fjölbreytni en ætla mætti í skjótu bragði. Danski fræði- maðurinn N. E. Nörlund hefur gert ræki- leg skil í íslenzkri kortagerð og landmæl- ingum, en Haraldur Sigurðsson bókavörður aukið þar ýmsu við. Eiga íslendingar í þeirri grein merkan arf, enda Jrótt erlendir menn hafi lagt þar mikið af mörkum. Dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands hefur sýnt fram á, að myndlist sé merkur þáttur í menningu þjóðarinnar. Magnús Már Lárusson prófessor hefur dregið margt fram í dagsljósið í flestum greinum íslenzkrar menningarsögu og má þar auk þess, sem áður segir um húsagerð m. a. benda á mörg atriði í íslenzkri hag- sögu, þ. á m. verðbólgu og gengismál fyrri tíðar og hvernig við þeim var brugðizt, svo og mörg atriði íslenzkrar réttarsögu, kirkju- sögu og pólitískrar hugmyndasögu. Enn má nefna framlag Vilmundar Jónssonar fyrrum landlæknis til íslenzkrar læknis- fræðisögu og dr. Róberts A. Otóssonar til ís- lenzkrar tónlistarsögu. Að lokum mætti geta fjölmargra náttúrufræðinga, sem í ljós hafa leitt þann þátt íslenzkrar menningar, sem lýtur að rannsóknum á náttúru landsins. Er hér einungis drepið á nokkur atriði, en almennt má þó segja, að rannsóknir á þess- um sviðum séu enn á upphafsskeiði og lítill vafi á, að margt, sem miklu Jrykir varða, muni koma fyrir augu manna, þegar þeim hefur skilað betur áleiðis. Þarna getur að finna reynsluforða þeirra kynslóða, sem ísland hafa byggt, og má ætla, að [jar sé að fá mikilvæga leiðsögn og leiðbeiningu um það, hvernig bregðast skuli við vanda ókominna ára. Sú leiðsögn er bæði í því fólgin, að J^arna er saman komin bein vitneskja, sem að gagni má koma, og svo hinu, að þar er að fá öruggast- an mælikvarða þess, hvernig áhrif frá menn- ingu annarra þjóða skuli meðtekin og lög- uð að innlendum aðstæðum og erfðum. Því er það harla mikilvægt sérfræðingum í liverri grein að kunna á því nokkur skil, hvert sé framlag íslenzkra manna til sér- greinarinnar og hver sé staða hennar í ís- lenzkri menningu. I þessu felst það, að ís- lenzkum læknum er t. a. m. hollt að þekkja sjúkdóma- og læknisfraaðisögu Jrjóðarinnar og framlag íslenzkra lækna til fræðigreinar- innar, lögfræðingum er nauðsynlegt að þekkja réttarsögu landsins og framlag inn- lendra lögfræðinga, hagfræðingum rétt að þekkja hagsöguna, hagfræðihugmyndir ís- lendinga og hvernig brugðizt hafi verið við vanda efnahagsmála á ýmsum tímum, tæknimenntuðum mönnum, svo sem verk- fræðingum, sé rétt að kynna sér verkmenn- ingu þjóðarinnar á ýmsum tímum — í stuttu máli, að hver sérfræðingur eigi að kunna skil á innlendum þætti sérgreinar sinnar. Vel má vera að hlutaðeigandi grein eigi sér merka arfleifð og sé fyrirferðarmik- ill þáttur í íslenzkri menningu, en einnig má vera, að hennar gæti lítt eða jafnvel ekkert. En hvernig sem því kann að vera farið í einstökum atriðum skal því þó hald- ið hér fram, að íslenzk menning búi yfir meiri fjölbreytni en ætla má, að almennt liggi ljóst fyrir. Varðveizla Jressa menningararfs, úr- vinnsla hans og endurnýjun með hliðsjón af nýjum aðstæðum og viðfangsefnum á að vera sú grundvallarstefna í menningar- og Jrjóðernismálum, sem fullvalda íslenzkt ríki hlýtur að fylgja. Öðrum kosti eru litlar líkur á því, að það megi standast til lang- frama. STÚDENTABLAÐ 26

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.