Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 41
því, að unnt verði að vista íslenzka stúdenta við erlenda há- skóla til frambúðar jafnmikið aðstreymi sem að þeim verður á næstu áratugum. Háskólinn var arftaki embættismannaskól- anna þriggja, og enn eimir eftir af þessum aðdraganda að stofn- un skólans. Vissulega er það veigamikið hlutverk að búa emb- ættismenn undir störf sín. Hitt er það, að háskólinn þarf að tengjast betur en nú er höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar og leggja þjóðinni aukið lið í sókn hennar til fjölþættara atvinnu- lífs, aukins hagvaxtar og bættra lífskjara. Höfuðhluverk há- skólans verður vitaskuld að stuðla að aukinni menningu ís- lenzkrar þjóðar með rannsóknum og kennslu. Verða þau fram- lög ekki öll í askana látin. Starfsmenn háskólans hafa margir hverjir verið hinir mestu eljumenn við kennslu og rannsóknir, er varpað hafa ljóma á íslenzkt þjóðfélag og gert það hlutgengt á hinu mikla vísindasviði grannlandanna. Land og þjóð eru vegin í augurn hins menntaða heims ekki eftir því, hver frarn- leiðsla lands er af efnislegum gæðum, heldur eftir andlegum árangri, m. a. í listum og vísindum. Á næstunni mun háskólanefnd setja fram tillögur urn aukið starfssvið háskólans. Þarfir atvinnuveganna á vel menntuðum mönnum munu setja mikið mark á þær tilögur. Möguleikarnir eru geysimiklir á því sviði, ef íslenzkt þjóðfélag vill í raun og sannleika hagnýta sér þá vel menntuðu vísindamenn, sem þetta land hefur á að skipa og búa þeim aðstöðu til rannsókna og kennslu. Við verðum að viðurkenna meir en í orði kveðnu, að bezta fjárfesting í þjóðfélagi sé sú, er tengd sé æðri menntun og vísindarannsóknum. Við, sem störfum við háskólann, þurfum að vinna enn meir og betur en raun ber vitni að því að setja fram tillögur um tilteknar rannsóknarstofnanir. Sýnir reynslan frá Handritastofnun og Raunvísindastofnun, hve miklu vand- virknislega samdar álitsgerðir og tillögur um nýjar stofnanir fá áorkað gagnvart fjárveitingarvaldi. Oðrum þræði þarf og að leita til hinna miklu vísindasjóða, er starfa víða erlendis, um liðsinni til einstakra rannsókna. Sú stefna, sem hófst hér í háskólanum 1934, er Atvinnudeild Háskólans var stofnuð, og vék að því að tengja skólann við at- vinnuvegi þjóðarinnar þarf að ná fyllri fótfestu en nú er raun á. Skipulag rannsóknarstarfseminnar þarf að endurskoða m. a. með það í huga að sameina hana í stað þess að dreifa henni á sundur- leitar stofnanir. I því efni ber að hafa hugfast, hve vísindalegur mannafli er takmarkaður og tækja- og bókakostur sömuleiðis. Atbeina og forystu háskólans í rannsóknarstarfseminni þarf að auka. í endurskoðunarstarfinu, sem hefjast ætti handa um, þarf aðild háskólans að verða allmikil, andstætt því, sem var við síðustu endurskoðun. Hér við háskólann eru um margt góðir kostir á að byggja upp vandaða kennslustofnun. Náin tengsl milli stúdenta og kennara valda því m. a., að hér á að vera unnt að beita persónu- legri leiðsögn og handleiðslu í ríkara mæli en víða erlendis. Kennsluhættir jrurfa nauðsynlega að breytast í ýmsum greinum, þar sem dregið verði úr fyrirlestraforminu og hlutur semínar- æfinga og umræðuhópa aukist. Á því er kennslufarsleg nauðsyn að örva stúdenta til framlaga í námi sínu. Kennsla og æfingar í smærri hópum, þar sem stúdentar njóta leiðsagnar kennara, er helzta úrræðið til að ná því takmarki. Kennslukerfi, sem tæki mið af tutorskipulaginu brezka, kæmi vissulega mjög til greina hér við háskólann. Mjög þarf að gefa gaum að stúdentum á fyrsta og öðru námsári, skipuleggja nám þeirra, skapa þeim eðlilega námsáfanga og prófatakmark, veita þeim virka leiðsögn í námi. Á næstu árum þarf að beina aukinni athygli að náms- tækni stúdenta og veita þeim fyllri námsráð en nú er. Þá þarf einnig að hyggja að kennslutækni og kennslutækjum, kennslu- bókum og ýmsum gögnum, sem greitt geta fyrir námi, svo sem fjölritaðir útdrættir úr fyrirlestrum eða fjölritað staðreyndatal, er þar greinir o. fl. í ýmsum greinum getur kennslan orðið líf- rænni en nú er með því að samin séu verkefni úr námsefni, er stúdentar leysi, og í mörgum greinum hygg ég, að dugleg endur- skoðun þurfi að fara fram á námsefni. Stefnan á síðustu árum hefur verið að bæta sífellt við námsefni, en brýn þörf er nú á gagnrýnni könnun á því, hversu mikið staðreyndamagn sé vert að leggja á stúdenta — hvers sé í raun og sannleika þörf fyrir lífið sjálft. Víst vil ég ekki slaka á akademiskum kröfum, en hyggjum að því, að fæstir stúdentar, er hér stunda nám, leggja síðar fyrir sig vísindaleg viðfangsefni. Allur þorri þeirra þarfn- ast menntunar til þess að gera þá færa til að leysa af hendi ýmis sérfræðileg verkefni, þar sem ekki er stefnt að vísindalegum uppgötvunum. Á hinn bóginn er þörf á aukinni kennslu til æðri lærdómsstiga í mörgum greinum, og er ástæða til að kanna, hvort ekki sé unnt að stytta nám til hinna almennu háskólaprófa. Eitt af meginhlutverkum háskólans næstu ár verður að ná betur en nú er til íslenzkrar þjóðar og treysta tengsl við kandi- data sína og akademísku félögin í landinu. Við háskólans menn viljum umfram allt starfa í kyrrþey án þess að auglýsa störf okkar. Þetta er þó því verði keypt, að starfsemi háskólans er þjóðinni ekki jafnkunn sem skyldi, og einkum jró rannsóknar- starfsemi kennara og stofnana hér. Háskólastúdentar sjálfir virðast ekki gera sér raunsanna mynd af þessum málurn, og hef ég þar í huga ályktun stúdentaþings í sumar um rannsóknar- starfsemi háskólans. Stjórnmálamenn virðast ekki heldur vera nægilega kunnugir starfsemi skólans og naumast þeirri vísinda- pólitík, sem framkvæmd er í grannlöndunum. Sums staðar er- lendis hefur verið efnt til ráðstefna, þar sem vísindamenn og stjórnmálamenn koma saman og ræða um mörkun vísindastefnu, og væri æskilegt að stofna til slíkra ráðstefna hér á landi. Gæti þar orðið upphaf að samstarfsnefnd, hvort sem það væri nefnt vísindaráð eða öðru nafni. Er þá vitaskuld við það miðað, að þar eigi sæti bæði hugvísindamenn og raunvísindamenn og bæði sérfræðingar frá háskólanum og rannsóknarstofnunum utan hans. Rannsóknarráð ríkisins er vísir að slíku samstarfi á sínu sviði. Til þjóðarinnar jrarf að ná með vekjandi fyrirlestrum og með ritum um háskólamálefni, jrar sem skýrt er frá starfi há- skólans umliðna áratugi og svo vanhögum skólans á ýmsum sviðum. Ótvírætt er, að háskólans mönnum hefur tekizt að vekja athygli þjóðarinnar á jressum málum á síðustu árum, en hér þarf meira til að koma. Að því er varðar kandídata háskólans langar mig til að setja fram þá tillögu, að nú í vetur verði stofnuð samtök kandídata, er vilji vinna að eflingu háskólans, og ætti það ekki að vera einskorðað við kandídata frá Háskóla íslands. Slík samtök ættu að geta innt af hendi mikilvægt framlag til að treysta tengslin milli háskólans og kandídata. Þaðan mætti vænta ýmissa frjórra hugmynda og styrks fyrir skólann á marga grein. Þetta minn- ingarár er kjörið stofnunarár slíkra samtaka. V. Háskólaárið 1918—1919 voru tveir prófessorar skipaðir við Háskóla íslands, Sigurður Nordal í upphafi háskólaárs og Ólafur Lárusson frá 1. janúar 1919. Átti Sigurður Nordal jrví hálfrar aldar prófessorsafmæli nú í haust, og samgleðjast nemendur hans, vinir og samkennarar honum með það afmæli. Er Háskól- anum mikil sæmd að jrví, að prófessor Sigurður skuli enn vera prófessor við skólann samkvæmt sérstökum lögum um það efni. Prófessorarnir Ólafur Lárusson og Sigurður Nordal eru í hópi merkustu vísindamanna, sem íslenzk jajóð hefur alið. Settu þeir báðir mikið mark á háskólann um áratuga skeið og eru framlög þeirra beggja til íslenzkra vísinda ómetanleg. Eitt atriði í vís- indaferli þeirra er mér sérstaklega hugstætt. Skömmu eftir að þeir hófu störf gáfu þeir út veigamikil rit hvor um sig, Sigurður Nordal ritið Snorra Sturluson (1920) og Ólafur Lárusson ritið 41 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.