Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 54

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 54
námsfyrirkomulagi deildarinnar. Skipuð var kennslumálanefnd innan félagsins, sem sá um framkvæmd skoðanakönnunar meðal laganema um ýmis atriði varðandi námið. Safnaði nefndin einnig gögnum erlendis frá varðandi laganám og hélt síðan fund með laganemum, þar sem þessi mál voru kynnt og frumtillögur nefndarinnar lagðar fram. Framundan eru nú viðræður við kenn- ara dcildarinnar um fyrirhugaðar breyt- ingar. Stjórn Orators gaf í haust út námsefn- isskrá og reyndi á ýmsan hátt að hafa áhrif á kennara í sambandi við náms- bækur og kennsluaðferðir. VII. Útgáfa Úlfljóts, blaðs laganema, gekk mjög vel á árinu. Komu út öll fjögur tölublöð þessa árgangs, 387 siður. Starfa nú 7 laganemar við blaðaútgáfuna, rit- stjóri, ritnefnd og framkvæmdastjórn. VIII. Hátíðahöld Orators 16. febrúar fóru fram með svipuðu sniði og áður. Um morguninn var bæjarþing Orators sett og fyir var tekið bæjarþingsmál Orators nr. 1/1968. Eftir hádegi var hlýtt á erindi Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardóm- ara um dómsvaldið. Seinna um daginn var Alþingi sótt heim og slarkynni skoð- uð. Um kvö.ldið var síðan hóf að Hótel Borg. í apríl s.l. var sýndur II. sjónvarps- þáttur Orators „Réttur er settur" og hlaut góðar undirtektir. Rétt er að geta þess, að laganemar hafa unnið stóra sigra á sviði íþrótta á s.l. ári. Unnu þeir bæði innan- og utan- húss knattspyrnukcppni deildarfélaganna. Á síðasta aðalfundi þann 8. nóvember var kosin ný stjórn fyrir félagið. Fráfar- andi stjórn var skipuð þessum laganem- um: Form: Ingólfur Hjartarson, ritstjóri Úlfljóts: Páll Sigurðsson, gjaldkeri: Brynjólfur Kjartansson, ritari: Hjördís Hákonardóttir og meðstjórnadi: Ásgeir Pétur Ásgeirsson. I’eir sem stjórnafélag- inu á hinu nýbyrjaða starfsári eru: Form.: Víglundur Þorsteinsson, ritstjóri: Páll Þórðarson, gjaldkeri: Stefán Skarp- héðinsson, ritari: Gunnlaugur Claessen og meðstjórnandi: Sigrún Baldvinsdóttir. Ingólfur Hjartarson. Frá Félagi guðfræðinema f V. kennslustofu, sem er fast aðsetur guðfræðideildar, safnast ekki saman ýkja stór hópur, sé miðað við nokkrar aðrar deildir háskólans. Til eru þeir menn, sem ckki furða sig á þessu, heldur því, að nokkur skuli gefa sig að þeim fræðum, sem að slíkra áliti eiga aðeins sess í for- tíðinni. En guðfræðinemar una samt glaðir við sitt og hafa reynslu fyrir þvf, að slíkar fullyrðingar eru rangar. Þeir liafa skyggnzt inn i heim þeirrar fræði- greinar, sem þarna er stunduð og hafa heillazt af henni. Þeir sjá í hcnni enda- lausa vídd og ótæmandi möguleika. Þeir vita, að hinir einu, sem níða þessi fræði cru þeir, sem ekkert til þeirra þekkja. Þvf kynni af guðfræðinni hvetja til þrot- lausra starfa og umhugsunar. Þar er farið um heima fortíðarinnar með sögurann- sóknum, fornleifafræði, textagagnrýni, heimspeki o. fl. o. fl. Og við slíkt starf má sjá svo lifandi boðskap, sem hreif kynslóðir, reif niður heilan lieim og byggði nýjan. Það má sjá starf manna, á öllum öldum, sem með þcssum boðskap reistu við fallna einstaklinga og komu spilltum þjóðum á réttan kjöl. Mcð það í huga verður ekki hægt að skoða þessi fræði sem forngrip, heldur verður að skoða þau f ljósi líðandi stundar, sem lijálp gegn vandamálum nútímans. Þeir sem gcfa sig að guðfræðinni eru í tygjum við fræði, sem auðveldlcga vekja mikinn áliuga og krefjast mannsins óskipts. Starfsemi Félags guðfræðinema mótast af þessari afstöðu félagsmanna. Umræðu- efni á félagsfundum miðast aðallega við efni beint skyld námscfninu. Hefur slíkt reynzt mest gagn og ánægja fyrir félags- menn. Á liðnu starfsári voru haldnir scm næst mánaðarlegir fundir. Guðfræðinemar höfðu það árið gert óvenjumikið víðreist, og höfðu því frá mörgu að skýra, sem fróðleikur var í fyrir félaga þeirra. Auk þessa kvaddi félagið þrjá aðra til að sjá um fundarefni, þ. c. þá sr. Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, sr. Garðar Þorsteinsson, prófast og dr. phil. Björn Björnsson. Fastur liður í starfsemi félagsins eru mánaðarlcgar stúdentamessur í kapellu Háskólans. Einnig er séð fyrir daglegum morgunbænum á sama stað. Er þetta hvort tveggja ætlað öllum stúdentum há- skólans. Þá sáu félagsmenn um vikulegar guðsþjónustur á Elliheimilinu Grund um föstutímann. Guðfræðinemar hafa mikið samband við liina starfandi kirkju. Til merkis um það má nefna, að Félag guðfræðinema sá um þrjár kvöldsamkomur vfðs vegar í söfnuðum. Einnig var séð fyrir söng við biskupsmessu f Dómkirkjunni á jólanótt, en þeirri guðsþjónustu var útvarpað. Seinni hluta vetrar var haldin árshátíð, sem fólst í sameiginlegu borðhaldi og síðan leikhúsferð. Um þriggja ára skeið hefur verið sam- band milli guðfræðinema á öllum Norð- urlöndunum. Á þessu ári sáu íslendingar sér ekki fært að senda fulltrúa á samnor- rænt þing, sem haldið var í Helsingfors, vegna kostnaðar. Slíkt stendur þó vonandi til bóta f framtfðinni, því slfkt samstarf er mjög nauðsynlcgt. Á árinu var þegið rausnarlegt heimboð forseta íslands, sem þá var herra Ásgeir Ásgeirsson. Var í sambandi við þessa heimsókn sungin messa f Bessastaða- kirkju. Starfsemi félagsins mun nú i vetur halda áfram með sama hætti og til þessa. En stúdentum allra deilda vil ég sérstak- lcga benda á daglegu morgunbænirnar og mánaðarlegar messur í kapellunni, og bjóða þeim til þessara stunda. Vatgeir Astrdðsson. Frá Omega félagi stúdenf'a í verkfræðideild f verkfræðideild eru nú tæplega 150 stúdentar við nám. Er þetta mikill fjöldi, þegar tekið er tillit til þess, að námið er ekki áætlað nema 3 ár. Stendur þessi fjölgun f sambandi við nýhafna kennslu í náttúrufræðigreinum, en stúdentar í verkfræðinámi eru nú 86. Húsnæðisvandamál verkfræðideildar eru mikil og segja má, að nemendur séu dreifðir um allar trissur. Hamlar þetta mjög samskiptum nemenda. Nemendur á 2. ári þurfa t. d. að sækja tíma í teikni- stofu vélsmiðjunnar Héðins. Einna verst er þetta þó hjá nemendum 1. árs, en þeim liefur verið holað niður í Tjamargötu 26, Tækniskóla fslands, sem er staðsettur við Sjómannaskólann, gömlu Loftskeytastöð- inni, og aðeins 8 tfma á viku eru þeir innan veggja Háskólans. Auk óþæginda og tímasóunar, sem af þessu rápi lciðir, er afleiðing þessa fyrirkomulags sú, að nemendur komast seinna en skyldi f sam- band við félagslífið, og er það mjög slæmt, með tilliti til þess, að nemendur eru aðeins 3 ár við dcildina. Ef þessum málum vcrður ekki komið f lag strax á næsta ári og þá birtar raunhæfar áætl- anir um framtfð verkfræðideildar, má búast við að stúdentar, sem hyggjast leggja stund á verkfræðilegar greinar, geri sér grein fyrir ástandinu f H.í. og leiti í rikara mæli til erlendra skóla strax í upphafi náms síns, og væri það slæmt, þar sem flestum ber saman um, að nauð- synlegt sé að hcfja kennslu f síðari hluta námsefni ýmissa vcrkfræðigreina sökum sérstöðu íslenzkra landshátta og atvinnu- greina. Félagslíf í verkfræðideild liefur verið með talsverðum blóma undanfarið. Vfs- indalciðangur var farinn f byrjun nóv- ember 1967, að virkjunarstað Þjórsár við Búrfell. Tekið var vel á móti verkfræði- nemum þar eystra, og þágu þeir hádegis- mat og kaffi í boði verktaka staðarins, en var síðan skýrt frá framkvæmdum og áætlunum varðandi virkjunina og sýndur staðurinn undir leiðsögn verkfræðinga. F'undur með forsvarsmönnum verk- fræðideildar um vandamál deildarinnar og fundur með starfandi verkfræðiugum um nám erlendis og verkfræðistörf, má segja að séu orðnir fastir liðir f félags- starfseminni, og cru jiessir fundir fjöl- sóttir af nemendum og þeim til mikils gagns. I'élag vcrkfræðincma varð tvftugt 23. STÚDENTABLAÐ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.