Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 29

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 29
hafi forystu um að lifa í landinu um mótun þeirrar menningar, sem er undirstaða þess. Þetta ætti að þykja grunn speki, sem þarflaust væri að bera á torg. Hitt er þó staðreynd, að smáþjóðum liættir til að vera vantrúaðar á mátt sinn og megin og setja traust sitt á aðrar þjóðir fjölmennari. Þurfa þær því stöðugrar lírýningar við. Öllum er ljóst, að í verknrenningu eru Islendingar nær algerir þiggjendur í flest- um greinum, jafnvel þar, senr sízt skyldi ætla, svo sem í skipasmíðum, gerð veiðar- færa, smíði fiskleitartækja og fiskiðnaði. Hún er þó ekki síður stoð undir sjálfstæði þjóðarinnar en hin hefðbundna bókmenn- ing, og er rauirar sömu ættar. Héldu verkfræðingar og verkfræðinemar nýlega ráðstefnu, þar sem vakin var athygli á þessunr staðreyndum (sbr. Morgunblaðið 13. nóvember 1968). Var m. a. bent á, að erlend fyrirtæki hafi verið látin annast all- ar nreiri háttar undirbúningsrannsóknir að franrkvæmdum á íslandi. Svipað má segja um sanrfélagsmenningu íslendinga. Eitt brýnasta sjálfstæðismálið á 50 ára fullveldisafnrælinu er að spyrna hér við fæti. 8. Þótt íslenzk menning sé einhæf, er þó ljóst af því, sem greinir hér að framan, að hún kann að leyna á sér og búa yfir meiri fjölbreytni en ætla mætti við fyrstu sýn. Engin ástæða er til að efast um, að með þjóðinni búi hæfileikar til að móta þá inn- lendu menningu, sem óhjákvæmilega verð- ur að vera bakhjarl fullvalda íslenzks ríkis. Sú menning má ekki eingöngu vera bundin við hina hefðbundnu bókmenningu, held- ur ná til allra þátta þess mannlífs, sem á íslandi er lifað. Áður var vikið að því, að hver þjóð yrði að eiga einhvern tilgang með lifsbaráttu sinni, einhvern æðri tilgang en þann að ástunda efnalegan hag sinn eingöngu — einhverja köllun, ef svo má að orði komast. Þetta á sérstaklega við um Islendinga, því að land þeirra er ekki vel fallið til mak- ræðis eða lystisemda. Miklu fremur má ætla, að hér verði að ýmsu leyti torveldara að lifa en í öðrum menningarlöndum. Köllun íslendinga á að vera að svara þeirri ögrun, sem það er að byggja ísland og um leið er líklegt, að sköpuð verði menningarverðmæti á mörgum sviðum, sem einhverju máli þykja skipta, þannig að þjóðin hafi ákveðið erindi og boð að bera öðrum þjóðum, um leið og hún treystir eigin hag. Slík köllun hlýtur að verða grundvöllur þeirrar sjálfstasðisvitundar, sem ævinlega verður að vera undirstaða fullvalda ríkis á íslandi. í Tvö kvæði uppa föðurlandsást I. Á FREMSTA BÆNUM Ljósin blína eins og stjörf inní myrkrið sem hrekkur og steytir á glýbjörtum loga, drýlir af málmum og verður að baki hemstökk heiðanótt. Útvarp, veraldarskvaldur í þögn. Rær vélin í gráðið, raular með strokkum sér, kveður, líkt og drunginn í gljúfrum á fjallinu ofan við fremsta bæinn. Á fremsta bænum, í suðurkvist með spegilbroti og kvikmyndastjörnum á freknóttum vegg, yfir herbergi bóndans sem treður í nefið um draumlitlar nætur og miðar á kopp. Þar verður gott að skelfa og svita osthyld brjóst, sofa úr sér daginn í spenmjúkum höndum meðan þú bíður við fjósdyrnar kaldur, unz blikar á glugga. Þú geispar af lýju, í brattlögðum hnykkjum að dalnum niður, að fremsta bænum, lampatýru. Mig langar að flauta á myrkrið, en sé þá dillur á vegbrún og lotlega girðing renna í móti, mara um dimmu hundagelt og sökkva til hljóðs. Ég skipti gír. Og þarna er einhver að opna, heyrir í loftinu mölina gnesta undir akheitum börðum og hárinu sveipar um öxl. Ég kúpla, ég hlæ. Sérðu hana, fjórhjóla garmur. Við erum komnir í byggð, komnir loks í byggð á fremsta bænum. II. FJÓRFALDUR TÓMAS KOLLINS MEÐ NÆGUM ÍS Kveinstafir barna, grátstafir mæðra og feiknstafir valdsins, þeir særa djúpt af blaðdálkum þá sem tárvot augu spegla í Tómasi Kollins íslenzk augu, særa djúpt. Og máski finnst sumum það undarleg hending, að þeir sem vernda okkar grasgrænu sveitir og gráköldu mið, nauðga og drepa á öðrum stað sem varnarlið. Já máski finnst sumum það undarleg hending. Þeir fordæma Jusa með kynstrum af leir, og allir kenna svo ósköp í brjósti um fólkið sem deyr, að Ijóðin metta bækur og blöð og mótbárur hlymja í dauðlúnu eyra. Blessaði Gundur, drottinn minn gvöð, við skulum fá okkur svolítið meira af Tómasi Kollins, og látum oss vona, húkkaðu þjón, að einhver skáldi kvæði um Jón, ef Jankinn ætlar að vernda mig svona. Jón Örn Marinósson. 29 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.