Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 24

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 24
hvert til Ameríku undan innlendri óstjórn og erlendri kúgun í þeirri von að finna þar betri framtíð. En hinir kjarkmeiri fylktu sér þeim mun fastar og sigrarnir unnust einn af öðrum, við fengum fjárforræðið, löggjafarvaldið, heimastjórnina og loksins fullveldið. Þeim fer nú fækkandi ár hvert, sem muna þessa baráttu af eigin raun, jafnvel seinustu þætti hennar, og innan fárra ára hefur óhjákvæmilegt lögmál tírnans leitt þá síðustu á vit eilífðarinnar. Þá vaknar enn sú spurning, hvort þróttur þeirra, kjarkur og stálvilji sé að hverfa með þeim, eða hvort afkomendurnir hafi fengið hann í arf. Til eru menn sem halda því fram, að sagan og framþróun mannsins og þjóðanna lúti einhverjum utanaðkomandi hagrænum lögmálum, sem marki rás framvindunnar og einstaklingar og þjóðir fái lítt þar um ráðið. Slíkt er ekki nema hálfur sannleikur og naumlega það. Napóleon sagði einu sinni að gullkórónan lægi við fætur hvers manns, en fæstir kæmu auga á hana og færri þyrðu að setja hana upp. I þessum stórlátu orðum mikilmennis, sem skóp þjóðum örlög, er mikill sannleikur fólginn. íslenzk tunga orðar þetta demókratískar í málshættinum: Hver er sinnar gæfu smið- ur. íslendingar þurftu ekki að glata frelsi sínu og sjálfstæði, hvorki efnahagslega né stjórnmálalega á miðri 13. öld vegna ein- hverrar óskilgreindrar þjóðfélagslegrar þró- unar í Evrópu. Þeir gerðu það af því að þeir voru dignaðir á vilja og trú á sjálfa sig. Saga svissneskra bænda og frelsisbarátta þeirra, sem háð var í hjarta Evrópu um svipað leyti, sýnir dæmi um hið gagnstæða. Tilvera Ísraelsríkis er nútíðardæmi um hversu hið ókleifa er gert fært. Sú kynslóð, sem hefur farið með völd á íslandi undanfarinn aldarfjórðung, hefur vissulega látið margt gott af sér leiða, af- kastað mörgu, en líka gert ógnvekjandi skyssur, einkum í skipulagsleysi allra vinnu- bragða og með handahófslegum fram- kvæmdum. Núverandi kreppuástand, sem fylgir í kjölfar eins mesta góðæris, sem komið hefur yfir þjóðina, er í raun réttri gjaldþrotsyfirlýsing þeirrar stefnu, sem allir hinir pólitísku flokkar eru jafnsekir um að hafa fylgt. Sú stefna minnir helzt á hátterni Eskimóakynflokka eins og því er lýst af sumum landkönnuðum. Þegar skrælingja- hópur kemst skyndilega í mikla veiði er óðara slegið upp snjóborg og sezt þar að, vambirnar kýldar, dansað og drukkið með- an til er ætur biti, og svo haldið af stað í nýjar veiðiferðir með tóman mal og maga; tilviljun ræður hvort hungurdauðinn eða heppnin býr bak við næsta ísjaka. Hversu undrandi myndu ekki afar okkar verða, sem gættu þess ætíð eins og sjáaldurs auga síns að afgreiða ekki fjárlög með halla tvö ár fram í tímann, ef þeir megnuðu að frétta, að forystumenn lands og þjóðar færu um garða nágrannanna með betlistaf í hendi, eftir aldarfjórðungs veltitíma og eins árs þrengingar. Sagan gengur fornar slóðir á nýjum skóm, en hún gengur hraðar en áður. ís- lendingar eiga gnótt af því þrennu, sem hungurþjakað mannkyn tuttugustu aldar- innar skortir sárast, ónotað landrými, ónot- aðar orkulindir og lítt takmarkaða mögu- leika á matvælaframleiðslu. Hin geigvæn- lega fjölgun mannkynsins, jafnvel þótt hún veiði eitthvað sett í hömlur, mun valda því að barizt verður um yfirráð og bygging- arrétt í margfalt hrjóstugri og ólífvænlegri löndum en fslandi og það innan fárra ára- tuga. Og þá má búast við að lítt verði spurt um yfirráðarétt okkar hér, ef við sýnum ekki fullan vilja á að eiga landið sjálfir, nýta það. Einkum gæfum við höggstað á okkur ef okkur tækist ekki að gæta efna- hagslegs sjálfstæðis. Það er því þjóðlygi nr. 1 að við byggjum á mörkum hins óbyggilega. Við megum aldrei gleyma því, að fjölmarg- ar þjóðir og ríki líta land okkar og auð- lindir girndarauga, og hafa fullan hug á að nýta þær þó við sjálfir höfum ekki ennþá verið menn til þess sem skyldi, og þessar hinar sömu þjóðir grétu þurrum tárum þótt við hyrfum gjörsamlega af yfirborði jarðar eða drukknuðum í þjóðahafinu. Ef við ætlum að erfa þetta land og sitja einir að gæðum þess verður efnahagslegt sjálfstæði að vera sá burðarás, sem allt hvílir á, án þess þrífst ekki heilbrigt menningarlíf og vissulega ekki stjórnmálalegt sjálfstæði. Án þess erum við ekki frjálsir menn. Verk- efnin á þessu sviði eru mörg og margþætt, en flest óunnin. Viðskiptaheimurinn er stöðugum breyt- ingum undirorpinn, sífellt eru að lokast gamlar markaðsleiðir og nýjar að opnast. Kaupsýslumenn landsins rnega ekki lengur lifa í þeirri trú, að þeirra höfuðhlutverk sé að slást um að fylla innlendan markað með erlendu skrani í von um fljóttekinn gróða; slíkt er í rauninni aukaverkefni. Höfuðverkefni þessarar stéttar er að vera sífellt leitandi að markaðssvæðum fyrir þær vörur, sem framleiddar eru hér og gefa því gaum, vökulu auga, hvar sem opnast nýir möguleikar fyrir sölu á verðmætum, sem hægt er að vinna úr innlendum efnum. Oft hefur verið bent á hvílíkt þrælatak Noregskonungur hafi haft á þjóðinni á 13. öld er hann hafði í hendi sér að stöðva alla siglingu til landsins, en höfum við gert okkur ljóst hvílíkt þrælatak þær þjóðir geta haft á okkur í dag, sem selja okkur olíu til orkuframleiðslu? Auðvitað er nær ógjörningur að komast af án olíunnar á miðri 20. öld, en hitt er þó jafn voðalegt og grátbroslegt í senn, að þjóð sem á í landi sínu þvílík ókjör jarðhita og óbeizl- aðrar raforku sem við, skulum sækja megin nýttrar hitaorku og driforku landfarar- tækja suðrí Kuwait eða Kákasus, þannig að erlendir aðilar þurfa ekki annað en skrúfa fyrir krana, ef þeir vilja lama alla starfsemi þjóðarbúsins. Þjóðinni er nú sagt af leiðtogum hennar, að hún eigi að horfast í augu við einhverja ægilegustu fjármálaörðugleika og kreppu- tíma, sem hún hefur nokkru sinni mætt. íslenzkir pólitíkusar fara nú hamförum um byggðir til þess að kenna hver öðrum um þessar ófarir og segja þjóðinni að hún þurfi nú að herða sultarólina um mörg göt. Samhliða hafa þeir jafnan kvartað og munu eiga eftir að kvarta um tómlæti eða andspyrnu við boðskapnum. Þó hefur íslenzka þjóðin oftast sýnt það, að hún hlýðir kalli leiðtoga sinna þegar hún er sannfærð um að þörf sé á samstilltu átaki eða að hætta sé á ferðum, hafi leiðtogarnir þá ekki brugðizt sjálfir. Þetta sást árið 1851, 1908, 1944 og mun sjást hvenær sem þjóðarnauðsyn knýr. En henni er dálítil vorkunn að herða ekki sultarólina alveg möglunarlaust eftir að hafa horft upp á það, að hæstvirtir alþingismenn hafa ekki áratugi orðið allir sammála um neitt nema að gauka að sjálfum sér býsna snyrtilegum árslaunum ofan á allar aðrar tekjur, bitl- inga, embættislaun, greiðslur fyrir útlagð- STÚDENTABLAÐ 24

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.