Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 56

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 56
Frá Mími Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræð- um, er rúmlega tvftugur. Þótt þetta sé ekki hár aldur hafa orðið miklar breyt- ingar á umhverfi hans, einkanlega nú síðustu ár. Félagað var stofnað af stúd- entum í íslenzkum fræðum, sem þá var talin sérstök grein. Nú hafa iiins vegar nýjar hugmyndir rutt sér til rúms. Nú eru ekki talin vera til nein „íslenzk fræði“. Enda er nú búið að koma nýju skipulagi á kennslu i heimspekideild, sem er í samræmi við þessar hugmyndir. Þeim fer nú ört fækkandi „geirfuglunum", sem læra íslcnzk fræði með gamla laginu. Það má nærri geta, að félag, sem stofnað var aðallega til eflingar einni fræðigrein, og sem hagsmunafélag stúdenta í þeirri grein, er x undarlegri aðstöðu, þegar skyndilega er ákveðið, að þessi fræðigrein verði ekki lengur til. Einhver kynni að álykta, að það liið sama félag hlyti að fá bráðan dauðdaga. En reyndin liefur orðið allt önnur. Starfsemi Mímis hefur verið með allra blómlegasta móti nú síðastliðin ár. Það er fyrst og fremst því að þakka, að þótt yfirvöldin hafi gert þarna ný- breytni, sem er eðlileg og sjálfsögð frá öllum sjónarmiðum, nema þá kannski Mímis, hafa stúdentar gerzt íhaldssamir og af áhuga sínum á þessum „úreltu fræðum" haldið uppi blómlegri starfsemi innan félagsins. Hafa valizt til að stjórna félaginu af- bragðsgóðir og áhugasamir menn og eiga þeir að sjálfsögðu manna mestan þátt í því að líf hefur haldizt í Mími. Eitt er það þó, sem heldur uppi heiðri Mímis öðru fremur, en það er samnefnt blað, sem félagið gefur út. Það kemur út að jafnaði tvisvar á vetri og flytur grein- ar um „íslenzk fræði". Einn af aðalþátt- unum í starfsemi Mímis eins og hún var hugsuð í upphafi liefur nú að nokkru Ieyti flutzt yfir til Félags stúdenta I heim- spekideild, en það eru hagsmunamál. Samt sem áður telur Mímir langt frá þvf, að hann þurfi ekki meir um þau að hugsa. Það er enn sem fyrr ein höfuð- skyldi hans að berjast fyrir hagsmuna- málum stúdenta i íslenzku og íslandssögu við háskólann. Starfsemi Mímis á liðnum vetri var með allra blómlegasta móti. 31. október í fyrra var haldinn fyrsti fundur vetrarins. Þar ræddi próf. Bjarni Guðnason, forseti heimspekideildar við félagsmenn um mál deildarinnar, nám og námstilhögun. FRÁ PÓLITÍSKU FÉLÖGUNUM Stúdentafélag jafnaðarmanna Einnig miðlaði Silja Aðalsteinsdóttir nemendum á fyrsta stigi B.A. náms af reynslu sinni. Fundurinn var fjölsóttur. 30. nóvember kynntu Jón Böðvarsson og Jón Guðmundsson mismunandi kennsluhætti í íslenzku í þeim skólum, þar sem þeir starfa. Fundurinn var með afbrigðum fjölsótlur, en meðal gesta voru Kristinn Kristmundsson og Óskar Hall- dórsson, sem báðir tóku til máls. 14. desembcr voru haldin hátíðleg litlu- jólin í Mími. Böðvar Guðmundsson og Ólafur Ingólfsson stjórnuðu sýningu mynda úr ferðalagi Mímis á umliðnu vori. Ýmislegt fleira var sér þar til gam- ans gert. 5. febrúar kom próf. Sigurður Nordal á fund í Mími. Flutti hann það, sem hann kallaði „Rabb um gamla karla". Það varð fjölmennasti fundur félagsins, en þar voru ca. 70 manns. 13. marz ræddi svo próf. Hreinn Bene- diktsson um „stærðfræði og málfræði". Var sá fundur fjölmennur að vonum. 3. april kom Bergsteinn Jónsson, cand. mag., á fund og ræddi um Arnljót Ólafs- son og skoðanir hans um hagfræði. Síðan var fjallað um ýmislegt í sögu íslands á 19. öld. Eitt af hlutverkum Mímis er að halda árlega þorrablót. Þar er venjulega hið mesta fjör og ýmislegt látið fjúka bæði i gamni og alvöru og borðaður matur. í fyrra var blótað 18. febrúar. Var það hin bezta skemmtun, að minnsta kosti meðan á því stóð. Venjulega gengst Mímir fyrir ferðalög- um. I fyrra voru þau tvö. Hið fyrra um haustið, og var þá farið á Reykjanes. Hið síðara var í júní og farið á Snæfellsnes, og stóð það í tvo daga. Var enn fremur farið í Dali og siglt út í Flatey á Breiða- firði. Kristján Árnason. Stúdentafélag jafnaðarmanna er stjórn- málafélag, sem grundvallast á hugsjónum jafnaðarstefnunnar — lýðræðislegs sósíal- isma. Félagið var stofnað og starfar i þeim tilgangi að auka jafnaðarstefnunni brautargengi meðal háskólastúdenta jafn- framt því að vinna ötullcga að liags- munamálum stúdenta. Stúdentafélag jafnaðarmanna er ekki í skipulagslegum tengslum við neinn stjórnmálaflokk eða önnur stjórnmála- samtök í landinu. Félagið er opið öllum háskólastúdentum, sem aðhyllast grund- vallarsjónarmið þcss og hlýða vilja lögum þess. Stúdentafélag jafnaðarmanna vill kynna háskólastúdentum jafnaðarstefn- una, tilgang hcnnar og hlutverk í stjórn- málum, b;eði hér á landi og erlendis, fyrr og nú. Þannig vill félagið stuðla að því, að háskólastúdentar séu virkir jxátttak- endur í uppbyggingu þess jxjóðfélags, scm jafnaðarmenn stefna að. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með livers konar félagsmálastarfsemi, svo sem almennum fundahöldum og fræðsluer- indum um þjóðfélags-, menningar- og stjórnmál. Þá vinnur Stúdentafélag jafn- aðarmanna að stefnumarki sínu með þátttöku á ýmsum sviðum sameiginlegs félagsstarfs stúdenta innan Háskóla ís- lands. Kemur félagið þá ýmist fram sem heild eða velur fulltrúa til þátttöku. Lögð skal áherzla á það, að tilgangur félagsins er að vinna skelegglega að hags- munamálum stúdenta og berjast fyrir umbótum og betri aðstöðu stúdenta bæði innan skólans og utan hans. Hagsmuna- mál stúdenta eru svo mörg og margþætt, að ekki er unnt að telja þau upp hér, en minna má á takmarkað lnisrými háskól- ans, þörfina fyrir félagsheimili stúdenta, þörfina fyrir hjónagarða o. fl. Til nánari kynningar skulu hér birtar tvær fyrstu grcinarnar í lögum félagsins: 1. Félagið heitir Stúdentafélag jafnaðar- manna. Heimili þess er Háskóli fslands og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. Tilgangur félagsins er: a) Að vinna að útbreiðslu jafnaðar- stefnunnar og fræðslu tim þjóðfé- lags- og menningarmál. b) Að vinna gegn hvers konar öfga- stefnum, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri. c) Að berjast fyrir hagsmunum stúd- enta. d) Að glæða og efla félagslíf stúdenta. Frú Félagi frjálslyndra stúdenta Félag frjálslyndra stúdenta var stofnað 29. april 1939. Stofnun þess var tilraun til að sameina Iýðræðissinnaða vinstri menn innan háskólans í einu félagi. Tilgangur félagsins var, og er enn, að vinna að framgangi hagsmunamála stúdenta, efla með þeim félagsþroska og kynna þeim þjóðmál. Að þessum verkefnum hefur fé- lagið starfað í nær 30 ár. Undanfarin tvö ár hcfur starfsemi FFS einkennzt af stuðningi félagsins við B- listann og stjórn SFFIÍ sfðastliðin tvökjör- tímabil. Hafa félagsmenn margir hverjir unnið mikið starf í stjórn og nefndum Stúdentafélagsins og þannig eflt það sem sjálfstætt afl í íslenzkum stjórnmálum. Aðalfundur Félags fijálslyndra stúd- enta var haldinn í nóvember 1967. Þar var stjórn félagsins fyrir starfsárið 1967 —8 kosin sem hér segir: Jón Eiríksson, stud. jur., formaður; Jón F'riðjónsson, stud. polyt., varaformaður; Gísli Magn- ússon, stud. philol., gjaldkeri; Finnbogi Alexandersson, stud. jur., ritari, og Jónas Ragnarsson, stud. odont., spjaldskrár- ritari. F'élag frjálslyndra stúdenta er aðili að W.F.L.R.Y., heimssamtökum frjálslyndrar og róttækrar æsku. Fulltrúar félagsins hafa sótt ársþing samtakanna, sem haldin voru í desemberbyrjun 1967 í Berlín, og í lok september 1968 um borð í m/s Finnhansa á siglingu um Eystrasalt. Sam- skiptin við W.F’.L.R.Y. hafa verið bæði gagnleg og ánægjulcg. Árangur þeirra var t. d. Grikklandsfundurinn, sem lialdinn var siðastliðinn vetur, og fundanefnd SFHÍ sá um. Fclag frjálslyndra stúdenta er aðili að Hinni íslenzku Viet-nam-nefnd, og hefur stutt liina nýstofnuðu Grikklandshreyf- ingu mcð því að tilnefna mann til starfa í henni. Það er staðreynd, að skipting þjóðar- innar f stjórnmálaflokka liefur í stórum dráttum endurspeglazt í háskólanum und- anfarna áratugi, þar sem eru pólitísku stúdcntafélögin. Sum þeirra hafa jafnvel fengið á sig orð fyrir að vera e. k. útibú stjórnmálaflokka. Nú kemur það æ bctur í ljós, að þjóðfélagslegar forsendur rfkj- andi flokkakerfis eru úreltar orðnar, og telja margir, að það hafi gengið sér til húðar. Þetta liefur t. d. lýst sér f því, að mjög stór hluti stúdenta stendur utan pólitísku stúdentafélaganna, eru „hlut- lausir", „óháðir" o. s. frv. Raunar hafa STÚDENTABLAÐ 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.