Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 16
Flokkarnir höfðu horn í síðu hennar. En við tókum okkur saman ráðamenn í fjár- veitinganefnd hvað sem flokkarnir segðu, fjárlögin varð að afgreiða, og við komum þessu í gegn með miklum erfiðleikum. Það sýndi sig við þessa tilraun, að utanþings- stjórn var óheppilegt fyrirkomulag miðað við íslenzkar aðstæður. Flokkarnir verða að vera í þessu einn eða fleiri eftir því sem atkvæðamagnið krefur í þinginu. Vildu menn stofna lýðveldi strax á árinu 1943? Alþingismenn voru ákveðnir í að gera þetta strax og útrunninn var samningstím- inn. Það voru kratarnir, sem stóðu einir fyrir því, að málinu skyldi slegið á frest. Var pað ástœðan fyrir því að þeir tóku ekki þátt í yfirlýsingum Alþingis i nóvem- ber 1943? Já, svo mun vera. Nú sendu menntamenn áskorun til Al- þingis um frestun sambandsslita? Hún var að engu höfð. Það var einhver úrdráttur. Yfirleitt fengu þessir menn, sem voru að draga úr því að við færum að yfirlýstum vilja í þessu, mjög harða útreið, alveg sérstaklega hjá Bjarna Benediktssyni eftir að hann kom á þing. Hann tók mjög skarpa afstöðu með að þessu yrði framfylgt eins og yfirlýsingin hljóðaði um. Hann tók virkan þátt í að undirbúa löggjöf um þetta, eins og frá henni var gengið. Hvað um óskir ríkisstjóra um. Þingvalla- fund? Hann var með einhverjar úrtölur, sem var allt kveðið niður. Hvernig var ágreiningurinn við Alþýðu- flokkinn jafnaður? Hann bara dó út af sjálfu sér. Það var ekkert öðruvísi en hann varð bara að láta undan með þetta og gerði það. Enda hafði það svo lítinn hljómgrunn, bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar, að þar varð engu um þokað. Hvernig var skeyti konungs, þar sem hann óskaði eftir frestun lýðveldistökunnar, tekið? Já, það var bara að engu haft eins og önnur mótmæli, sem fram höfðu komið hér innanlands, það fékk alveg sömu útreið. Það olli engu hiki á það, að við héldum okkar stelnu. En hvað getur þú sagt okkur frá þjóðar- atkvæðagreiðslunni um lýðveldisstofnunina og stjórnarskrána? Hún var mjög eindregin. Hún var að vísu undirbúin vel, og vel haldið á því. Niðurstaðan var mjög glæsileg, og Islend- ingum til mikils sóma, enda voru hér ráðn- ar lyktir á aldagamalli baráttu fyrir sjálf- stæði og frelsi lands og þjóðar. Allir voru sammála. I mörgum hreppum kom hvert einasta atkvæði. Var ekki fólkið almennt ákveðnara eftir þessi úrslit? Jú, vissulega og það var mikill styrkur þeim sem áttu að fara með þetta síðar að hafa svona eindreginn vilja fólksins á bak við sig. Urðu miklar umrœður um kosningu for- setans? Opinberlega var ekki mikið rætt um þetta og yfirleitt var svona nokkur ein- drægni um að Sveinn Björnsson tæki þetta að sér, en ástæðan til þess að nokkrir menn skárust þarna úr leik, voru tillögur hans um frestun ákvarðana í málinu. Annars þótti sú reynsla af honum í ríkisstjórastarf- inu, að rétt þótti að fela honum forseta- embættið til frambúðar. Hvernig var 17. júni 1944? Það var mikill hátíðarblær yfir þeim degi, en veðrið á Þingvöllum var mjög slæmt og dimmt í lofti. Þjóðin stóð á þeim degi sem sigurvegari í sinni löngu og ströngu frelsisbaráttu, sem staðið hafði um aldir. Hvernig var heillaóskum konungs tekið? Það kom ekkert frá konunginum þegar við vorum að taka við lýðveldinu fyrr en á allra seinustu stundu, og því var vel fagn- að af fundarmönnum. Friðrik VIII, faðir Kristjáns konungs, var Islendingum mjög velviljaður, og kom þetta mjög bert í ljós, þegar hann heimsótti íslendinga. Kristján konungur aftur á móti varð Islendingum aldrei jafnhugstæður og faðir hans. Var eklii einkennileg tilfinning að standa þarna í rigningunni og endurlieimta sjálf- stœði þjóðar sinnar? Jú, það var einkennileg tilfinning að standa í þeim sporum 17. júní 1944, og ekki sízt þeirra, er nokkuð höfðu unnið að þessu máli. Raunar snerti þetta tilfinningar allra Islendinga, því jjcini var nú í blóð borin sjálfstæðisviðleitni og j:>að að reyna að standa á eigin fótum. Ósjálfrátt renndu menn huganum til þess tíma, er þannig var ástatt iyrir íslendingum, áður en Norð- menn tóku sér alræðisvald hér. Þeir voru neyddir til þess að gera Gamla sáttmála og þótti illa á lialdið, og grátandi skrifuðu foringjar okkar undir Kópavogssamjjykkt. Anœgjan hefur verið mikil meðal fólks- ins? Ánægjan var mjög mikil og hrifning yfir }:>eim sigri, sem oss hafði fallið í skaut og fengið staðfestingu að Lögbergi, hinum forna Jringstað íslendinga. Hvernig finnst þér hafa til lekizt siðan? Allar þær vonir, sem við höfðum gert okkur um hagsbætur af eigin yfirráðum okkar í landinu, hafa rætzt í fyllsta máta. Framþróunin til umbóta og framfara í landinu hefur verið svo ör, að telja má óvíst, að eigi fjölmennari hópur en íslendingar eru hafi nokkur staðar í víðri veröld lyft slíku Grettistaki til umbóta og framfara, sem íslendingar hafa gert á þessu tímabili. Og þó að við eigum nú við nokkra fjárhag- lega erfiðleika að etja, þá hafa íslendingar aldrei verið jafnvel á vegi staddir með að ráða þar bót á, svo að vér þurfum engu að kvíða. Verkefnin blasa hvarvetna við okkur á sjó og landi og kalla á djörfung okkar og dug. Að endingu vil ég segja, að það sé mesta gæfuspor, sem ísland hefur stigið, að taka öll sín mál í sínar eigin hendur og gerast sjálfstæð þjóð í þessu stóra samfélagi mannkynsins. 5TÚDENTABLAÐ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.