Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 50

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 50
Háskóli íslands var settur við hátíðlega athöfn í 57. sinn laugardaginn 26. október í samkomuhúsi Háskólans eða Háskólabíói. Háskólakennarar gengu fylktu liði í salinn að venju, og lúðrakvartett lék. Þá lék strengjasveit undir stjórn Björns Ólafsson- ar, en síðan flutti rektor, Ármann Snævarr, yfirgripsmikla ræðu um málefni og fram- tíðarhorfur Háskólans. Þá söng stúdentakór- inn nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarins- sonar tónskálds, en síðan ávarpaði rektor nýstúdenta, 58. árganginn og þann langfjöl- mennasta, og óskaði þeim velfarnaðar og heilla. Nýstúdentar gengu síðan fyrir rekt- or. Af hálfu nýstúdenta svaraði stud. jur. Þorsteinn Pálsson, og að því loknu sleit rektor athöfninni, og var sunginn þjóð- söngurinn. Meðal gesta á hátíðinni var ný- kjörinn forseti íslands, herra Kristján Eld- járn og forsetafrú, menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason auk sendimanna erlendra ríkja og annarra góðra gesta. Énda þótt stúdentaráð birti áskorun til stúdenta um að sýna skólanum þann sjálf- sagða sóma að mæta á hátíðinni, sýndi sig enn sem fyrr, að stúdentar eru furðu tregir til, og er það miður. Þetta er hátíðlegasta athöfn sem Háskólinn býður til og sú, sem bezt er fallin til að efla tengsl stúdenta við skólann. Þar sem þau tengsl eru ekki of mikil fyrir, væri vel að hér yrði breyting á. Hér á eftir verður nú getið nokkurra at- riða úr ræðu rektors, en rektor minntist í upphafi prófessors Guðmundar Thorodd- sen, sem er nýlátinn. Kandidatar: Tveir kandidatar vörðu doktorsritgerð á síðastliðnu ári, þeir Guðmundur Björnsson augnlæknir í læknisfræði og Gunnar Thor- oddsen sendiherra í lögfræði. Á árinu brautskráðust 115 kandidatar, en sjö bætt- ust í þann hóp í haust. Flestir kandidatar voru úr verkfræðideild, en aldrei hafa alls jafnmargir lokið kandidatsprófi. Er það áþreifanlegur mælikvarði á starfsemi skól- ans. Gat rektor þess að góð samvinna væri við háskóla á Norðurlöndum varðandi við- töku á verkfræði- og lyfjafræðistúdentum til seinni hluta náms. Væri það ómetanlegt lið, sem H.í. væri þannig lagt. Gat rektor HÁSKÖLAANNAU þess, að um y4 íslenzkra stúdenta stunduðu nám erlendis, og sýnir það háa hlutfall, að við njótum mikillar vinsemdar erlendis á þv. sviði. Nýsf-údentur: Skrásettir nýstúdentar eru í haust um 328. Skiptast þeir þannig niður í deildir, að 8 fóru í guðfræði, 94 í læknisfræði, 10 í tannlækningar, 13 í lyfjafræði, 37 í lög- fræði, 30 í viðskiptafræði, 160 í heimspeki- deild, 35 í verkfræði og 32 í verkfræði B.A., sem mun vera hin nýja náttúrufceðideild. Óvenjumikil aðsókn er að verkfræði og læknisfræði og ógerningur að veita viðtöku ótakmörkuðum fjölda stúdenta í þessar greinar, og mun Háskólaráð fjalla á næst- unni um úrbótaráð í samráði við stjórn- völd. Lærifeður: Nokkrar breytingar og viðbætur hafa orðið á kennaraliði skólans, en kennarar munu alls vera um 160 talsins. Nýir pró- fessorar, sem skipaðir hafa verið, eru Guð- laugur Þorvaldsson í viðskiptafræði, dr. Þorkell Jóhannesson í lyfjafræði og dr. Sigurður Þórarinsson í landafræði vg jarð- fræði, en í hans verkahring mun það að miklu leyti falla að skipuleggja hina nýju náttúrufræðikennslu, sem komið hefur ver- ið á við háskólann. Dr. Gunnar Böðvarsson sá sér ekki fært að taka við því embætti, sem liann var skipaður í frá 1. jan. 1968, og var honum því veitt lausn að eigin ósk. Dr. Guðna Jónssyni hefur verið veitt lausn frá embætti vegna heilsubrests, og þakkaði rektor honum vel unnin störf. Próf. Magn- úsi Má Lárussyni hefur verið veitt embætt- ið, og hefur hann því flutzt milli deilda. Próf. Hreinn Benediktsson er í orlofi þetta ár. Við heimspekideild hafa verið skipaðir 4 lektorar, þar af 3 í ný embætti, þeir Sveinn Skorri Höskuldsson cand. mag., Helgi Guð- mundsson cand. mag., Óskar Halldórsson cand. mag. og Bergsteinn Jónsson cand. mag. Dr. ívari Daníelssyni dósent í lyfja- fræði hefur verið veitt lausn frá embætti, en við tekið Jón O. Edwald cand. pharm. í viðskiptadeild hefur Svavar Pálsson dós- ent látið af störfum eftir 20 ára starf, en í hans stað settur cand. jur. et oecon. Guð- mundur Skaftason. Frá Fullbright-stofnun- inni hefur níundi prófessor í bandarískum bókmenntum verið ráðinn, dr. Robert Cook. Norski sendikennarinn Odd Didriksen cand. mag. hefur látið af störfum eftir 8 ára störf hér, og kemur nýr innan skamms. Einnig er væntanlegur nýr sendikennari í rússnesku. Jacques Raymond er ráðinn sendikennari í frönsku í stað Anne-Marie Vilespy, sem látið hefur af störfum. Baldur Jónsson lektor er staðgengill próf. Hreins Benediktssonar, en með störf hans fer Svav- ar Sigmundsson cand. mag. Margir auka- kennarar hafa verið ráðnir til að uppfræða stúdenta enn frekar. Gjafir og styrkir: Háskólabókasafni hafa borizt allmargar bókagjafir, m. a. frá Minnesotaháskóla, erf- ingjum próf. Guðmundar Thoroddsen o. fl. Raunvísindastofnuninni hefur borizt gjöf frá Bandaríkjunum til minningar um Tóm- as Tryggvason jarðfræðing, og skal henni varið til jarðvísindarannsókna. Ýmsir styrk- ir hafa og borizt stofnuninni, m. a. til mannerfðafræðirannsókna frá kjarnorku- málanefnd Bandaríkjanna. Guðmundur Andrésson gullsmiður hefur gefið allmikla fjárupphæð til styrktar stúdentum úr hér- uðum Breiðafjarðar og Sjóvátryggingarfé- lag styrkt verkfræðideild mjög rausnarlega til kennslutækjakaupa. Var víst ekki van- þörf á, og ganga verkfræðinemar nú liýrir um sali. Félagsstofnun stúdenta: Óskabarni stúdenta, Félagsstofnuninni, var komið á fót á síðastliðnu vori. I stjórn hennar eru 5 menn, þrír frá stúdentaráði, einn er háskólaráð tilnefnir og einn til- nefndur af menntamálaráðherra. Formaður er Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur, en framkvæmdastjóri Þorvarður Örnólfsson, lögfræðingur. Félagsstofnunin hefur þegar hafið allmikil umsvif, m. a. sett á fót barna- heimili. Tengja stúdentar skiljanlega mikl- ar vonir við hana. Árlegri skráningu stúd- enta er nýlokið, og mun hún í framtíðinni STÚDENTABLAÐ 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.