Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 20
mál, sem þannig eru afgreidd, en þau mættu vera töluvert fleiri að mínum dómi. Haldið þér, að naumur þingmannameiri- hluti hafi einhver dhrif i þessu sambandi, að stjórnarflokkamenn ltannski hiki við að skera sig úr og verða kannski til þess að frumvarp stjórnarinnar falli eða slíkt? O-já; ef ríkisstjórn er með stóran meiri- hluta, þá er miklu ósaknæmara að vera með einhverja óþekkt, því að falli stjórnin í einhverju meiriháttar máli, máli, sem hún álítur stefnumál, þá getur hún ekki haldið áfram að starfa. Það er það, sem menn verða að beygja sig fyrir. Þess vegna hlýtur það að vera svo hjá flestum eða öllum þingmönn- um, ef þeir eru hugsandi menn, sem við gerum ráð fyrir að þeir eigi að vera svona yfirleitt, að þótt þeir séu ekki endilega ánægðir með ákveðna lausn, vildu ef til vill fara ofurlítið lengra eða ofurlítið skemmra, svolítið meira til hægri eða svolítið meira til vinstri, þá sjá þeir samt nauðsynina á því að halda hópinn. Og þá verður stund- um ekki hjá því komizt, að beygja af hinni beinu braut. Það hefur nú oft verið talað um það, menn hafa verið að krítisera alþingismenn og aðra, að þeim finnist sjórnmálaumrœð- ur d of lágu stigi, til dœmis umræður um efnahagsmál? Þarna á hlut að máli einhver vitlausasta stofnun í sambandi við þinghaldið, útvarps- umræðurnar. Þessar útvarpsumræður, það má víst ekki kalla þær nautaat eða hanaat, þetta eru óvirðuleg orð, það væri sjálfsagt hægt að finna eitthvert virðulegra, en þetta eru ekki þingumræður, menn tala ekki í þessum tón á þingi. En sem betur fer er það ennþá til, að það verði hnippingar með mönnum, það væri lítt skemmtilegt, ef mönnum rynni aldrei í skap, og útrýmt væri úr þingtíðindum öllum gömlum og fallegum íslenzkum skammaryrðum. Haldið þér, að þegar þingmenn rœða einhver mál á þingi, hafi þeir alltaf liynnl sér þau nógu rœkilega, að þeir viti oft nœgilega hvað þeir eru að tala um? Yfirleitt myndi ég nú halda, að þeir hefðu reynt það, en samt er það ekki án undantekningar. T. d. liggur fyrir þinginu núna frumvarp um eiturefni og annað um endurskoðun á tollskránni til samræming- ar við Brússel-sáttmálann held ég það sé. Það væri vitlaus maður, sem færi að eyða tíma sínum aið kynna sér þetta, það verður að treysta embættismönnunum. Það er nóg að hafa einn mann í landinu eða tvo, sem skilja þetta, mennina, sem eiga að fram- kvæma þessi atriði. Þetta er svo flókið og skrifað á algeru dulmáli fyrir allan almenn- ing, alla þá, sem ekki eru sérmenntaðir akkúrat í þessum greinum. Svipað kemur oftar fyrir. En einnig getur komið fyrir, að mikilsverðir lagabálkar fái kannski ekki næga athugun, en tíma sé eytt í smærri við- fangsefni. Trúin á milliþinganefndir og sérfræðinga kemur þá í stað sjálfstæðrar at- hugunar. Hvað um hugsjónir, eru þcer bara til á stefnuskrám flokkanna? Nei, nei, mikil lifandis ósköp, við erum að springa af hugsjónum. Ég segi fyrir mitt leyti, að ég er allur fullur af hugsjónum. Það er bara ekki móðins að tala um þær núna. Það er kannski þess vegna, að þegar ung- ir menn, sem fólk heldur að hafi hugsjónir, eru komnir á þing, þá heyrist ekkert frá þeim. Það er kannski bara tízkufyrirbrigði að tala ekki um hugsjónir sinar? Ég skal nú segja yður eitt, að ungu menn- irnir eru oft ekkert feimnir með hugsjón- irnar sínar. Ég man eftir einum ungum manni fyrir nokkrum árum; kærastan lians vann á skrifstofu, og hann kom með það á þinginu að samræma leturborð á ritvélum, svo að hún ruglaðist ekki, þegar hún væri flutt á milli ritvéla. Þetta var að sjálfsögðu samþykkt. Og einn núverandi þingmaður flytur frumvarp um það, að skikkaður verði maður til að semja leikrit handa Þjóðleikhúsinu á hverju ári, ekki alltaf sá sami, heldur nýr og nýr kaupamaður á hverju ári. Þetta kalla ég hugsjónir. Það er mikið rœtt um flokksstiga og flokksuppeldi. Er þetta til sem slikt? Nú, til hvers eru félög ungra manna í öllum flokkum, ef ekki til þess að ala menn upp? Til hversu eru stjórnmálanámskeið, ef ekki til að kenna mönnum og fræða þá um þessi efni? En eins og þér vitið, er ég ekki kominn inn í pólitík gegnum slík félög heldur aðra leið, og þess vegna er ég áhang- andi þess, að það eigi að taka menn með reynslu úr atvinnulífi og svo frv. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Þeir eiga sem sagt ekki að klifra upþ flokksstigann? Jú, jú, þeir mega það líka, það þarf hvort tveggja, ég vil bara ekki hafa ein- tóma atvinnupólitíkusa. Álitið þér, að floklishagsmunir ráði ein- hverju umfram þjóðarhagsmuni? Ja, á maður ekki að vera svo velviljaður að álíta, að mismunandi skoðanir flokkanna stafi af mismunandi áliti á því, hvað séu þjóðarhagsmunir? Álitið þér, að munurinn á islenzkum flokkum sé miliill? Er kannski of mjótt á milli þeirra? Ég hefði nú haldið, að hann væri tölu- vert mikill, en innan hvers flokks eru nátt- úrlega ólík sjónarmið á ýmsum sviðum. Haldið þér, að það vœri grundvöllur fyr- ir nýjan flokk i dag, frjálslyndan flokk, sem myndi þá liklega teljast til hœgri flokka? Þegar flokkur, sem einu sinni hét íhalds- flokkur, hefur fyrir 4 áratugum losað sig við þann merkimiða og er nú onðinn svo frjálslyndur, að menn úr Alþýðuflokknum, STÚDENTABLAÐ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.