Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 11

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 11
JJODIN VERDUR AD TEMJA SÉR AD STJÖRNA SÉR SJALF" Við fengum Jörund Brynjólfsson fyrrv. alþingismann til þess að segja okkur lítið eitt fró Alþingishótíðinni 1930. Jörundur var um langt skeið þingmaður Árnesinga og bóndi í Kaldaðarnesi. Hann hefur nú brugðið búi og býr nú hjó syni sinum í Reykjavik og þangað sækjum við ó fund hans. Hver eru yðar fyrstu stjórnmdlaafskipti? Já, fyrstu afskipti mín í þeim efnum voru dálítið viðvíkjandi sjálfstæðisbaráttu okkar 1915. En svo var það nú ekkert svona sérstakt, en svo var ég með verkamönnum, gekk í þeirra félagsskap. Mér lék nú ekki hugur á neinu sérstöku í þeim efnum. Það var fremur viðvíkjandi stjórnmálunum, þ. e. a. s. sjálfstæðisbaráttunni. Kunningjar mínir, sem voru í verkamannafélaginu Dagsbrún, þeir óskuðu eftir því, að ég kæmi í þeirra íelagsskap og ynni með þeim, mér fannst ég ekki geta neitað því, ef ég gæti eitthvað lið veitt. Það hefur verið 1914 eða 1915. Þér eruð kosinn d þing 1916? Já, 1916. Bæjarstjórnarkosningar voru það ár, upp úr áramótum eins og verið hefur hér, og þá var ég í kjöri af hálfu verkamanna, Dagsbrúnar. Þá átti að kjósa 5 rnenn í bæjarstjórn. Þá voru kosnir 3 menn af lista verkamanna, en 2 af lista heimastjórnarmanna. Svo eru þingkosningar um haustið? Já, þetta leiddi nú svona hvað af öðru. Svo vildu þeir að ég yrði í kjöri þá um haustið, til þings, og það lét ég eftir. Þá átti að kjósa 2. Það voru ekki nema tveir þingmenn þá fyrir Reykjavík. Ég var kos- inn og Jón heitinn Magnússon, sem varð forsætisráðherra. En nú telja Alþýðuflokksmenn yður fyrsta þingmann sinn? Nú, það liggur ekki svo fjarri í sjálfu sér, en fyrst og fremst voru það verkamennirn- ir, sem stóðu að minn kosningu og í byrjun ársins 1916 þá var Alþýðuflokkurinn, ég held ég muni alveg rétt, ekki til, ekki Al- þýðuflokkurinn. En þetta er nú nokkuð skylt, svo það er ekki hægt að telja, að það brjáli neinu. En þér teljið yður hafa verið flokksmann í Alþýðuflokknum? Ja, það hef ég nú vafalaust verið, þegar hann var byrjaður. Var mikil harka i kosningunum 1916? Það hefur nú sjálfsagt verið nokkuð, ann- ars var þetta fremur rólegt. Auðvitað strídd- um við hver öðrum eitthvað þessir, sem vorum í kjöri, en það var ósköp hóflegt, ill- indalaust alveg. Hvar kytinist þér fyrst stefnu sósialdemó- krata? Það var nú af bókum, hafði lesið um það, svo ég þekkti til þess. Voru forystumenn i verkalýðshreyfing- unni róttækir í sjdlfstœðismálinu? Ekki líklega foringjarnir, en verkamenn- irnir margir. Þeir höfðu sínar ákveðnu skoðanir í þeim efnum. En foringjarnir held ég að hafi verið heldur hæglátir. Olli afstaðan til jafnréttisákvœðisins deilum? Ég held, að það hafi verið töluvert bil á milli mín og þeirra sumra þar. Það er nú opinbert plagg, svo maður þarf ekki að draga fjöður yfir það. Þeir gerðu ályktun á fundi jafnaðarmennirnir um það, að við hefðum sameiginlegan þegnrétt með Dön- um. Það var ósköp langt frá því, að ég gæti fallizt á það. Ég tók ekki þátt í því, þegar þeir mynduðu jafnaðarmannafélag, en mér fannst ég ekki geta annað en verið þar með, auðvitað með það fyrir augum, að það yrði unnið að fullri skynsemi í þessum efn- um. Það hefur það nú verið, nema þarna þar fannst mér það fjarri því að vera rétt. Var það þessi afstaða sem olli þvi, að þér hœttið i Alþýðuflokknum? O-nei, það var nú ekki eingöngu. Þetta var 1918, þegar verið var að semja við Dani. Þetta fannst mér svo fjarri því, hvað sem leið að öðru leyti, að hægt væri að bera svona á borð, þegar samningamennirnir dönsku voru hér. Hvaða ástœður eru þd fyrir því að þér heettið? Ég var út kjörtímabilið. Ég breytti því náttúrlega ekki, það fannst mér ekki rétt. Ég var orðinn ósköp mikið bundinn utan heimilisins við störf. Var eiginlega, svona að miklu leyti, kominn frá heimilinu, nema um blánóttina og þá átti ég nú ung börn, og ég var nú ekki ánægður með þetta og bjóst við, að ef ég yrði áfram í þessu, þá héldi þetta áfram svona. Svo þá datt mér í hug að fara í sveit, því það þekkti ég, fæddur í sveit, hafði unnið í sveit og gerði það flest sumrin. Meira að segja, meðan ég var kenn- ari hér, vann ég í sveit á sumrin, svo ég fór að búa. Þar með var þessu lokið hér. Hvernig greidduð þér atkvœði með sam- bandslagasáttmálanum? Það var ekkert hik á mér við það. Það n STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.