Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 15
hafizt handa. Bjarni Benediktsson, sem þá var kennari í stjórnlagafræði við háskólann, var hafður með í ráðum um samningu ályktananna, er samþykktar voru þá á Al- þingi, sem fyrstu drög að lýðveldinu voru byggð á. Konungsvaldið og meðferð utan- ríkismála voru fænð í hendur íslenzku rík- isstjórnarinnar. Öllum tengslum við Dan- mörku var slitið, og við urðum að bjarga okkur á eigin spýtur, og gerðum það með þessum hætti. ísland er síðan hernumið 10. maí 1940. Því var náttúrlega mótmælt kröftulega þegar í stað, þó það væri vitað að slíkt væri gagnslítið. En vissi Alþingi eða rikisstjórn um her- ndmið fyrirfram? Nei, þeir vissu bara ekkert um það fyrir- fram, þó kann það að vera, að einhver boð hafi verið komin um það. Nú er því haldið fram, að tillögurnar, er samþykktar voru 9. apríl, hafi átt að hindra liernámið. Það er ég ekki viss um. Við höfðum nátt- úrlega engan mátt til þess að koma í veg fyrir það, en létum í ljós okkar aðstöðu. Við höfðum verið hlutlaus þjóð alla tíð og mót- mælin byggðust á því. Hvernig voru samskipti við hernáms- liðið? Þau voru eftir atvikum bara góð. Þeir voru ósköp vingjarnlegir á allan hátt. Þótt ýmsir árekstrar hafi orðið. Annars sýndu þeir okkur ekkert annað en fyllsta velvilja. Hvernig brást Alþingi við, er þinglielgin var rofin og alþingismaður fluttur bandingi i erlendar fangabúðir? Því var nú mótmælt mjög harðlega. Ein- ar Olgeirsson var fluttur út og fleiri. Það var allt gert sem mátti gagnvart þeirra að- standendum, að það bitnaði ekki á þeim. Iin hvað um hraðskilnaðarmenn og lög- skilnaðarmenn ? Já, það var yfirgnæfandi meirihluti Al- þingis með því að skilja við Dani að fullu. Það sýndi sig líka síðar við atkv.greiðslu, að þeir sem að henni stóðu höfðu nærallaþjóð- ina að baki sér. Það var svoörlítill hluti, sem var á móti því að sambandinu væri slitið. Það var bara þessi eina undantekning, að kratarnir vildu fresta því, að gengið yrði frá þessu endanlega jrangað til við næðum per- sónulegu sambandi við konunug. Var viljayfirlýsing Alþingis um skilnað- inn sigur fyrir þá, sem að þvi stóðu, að þamiig skyldi að farið? Jú, það má segja það. Það var mjög mikil eindrægni um það atriði. Var nokkur ágreiningur um rikisstjóra- kosningarnar? Nei, það var ekkert. Sveini Björnssyni var falið það. Hvernig stendur á þessu eina atkvæði Jónasar frá Hriflu? Ja, ég skal ekki segja, en það var alger meirihluti með kosningu Sveins. Hvernig brugðust menn við heruerndar- samningnum við Bandaríkin 1941? Herverndarsamningurinn olli nokkrum óróa, einkum meðal kommúnista. Var hlutleysinu fyrirgert með þessum samningum? Ekki var það nú, nema ef tengja má það því, er við gengum í NATO. En því er mikið að þakka, að ekki liafa orðið átök á þessu tímabili, á því er enginn vafi, og okk- ur er fyrir beztu að aðlaga okkur að háttum vestrænna þjóða. En nú rann umboð þingmanna út 15. mai 1941 og þeir framlengdu það sjálfir. Já, kosningum var frestað. Það þótti vera það ástand innanlands þá undir þessari her- setu og vegna styrjaldarinnar, að rétt væri að fresta kosningum. Þetta var nú ekki mik- ill ágreiningur. Komu ekki fram mótmœli vegna þessa, er herverndarsamningurinn var samþykktur? Nei, það var ekki almennt. Einstaka þingmenn voru eitthvað efasamir um það, hvort þeir hefðu rétt til þess, en ástandið í landinu var þess eðlis, að það þótti erfitt að koma við kosningum eins og á stóð. Skömmu seinna ltom Churchill hingað. Já, já. Churchill kom og smakkaði á heita vatninu og líkaði bara vel. Hafði lioma lwns einhverja þýðingu? Heimsókn velviljaðra ráðamanna stór- veldis eins og Bretlands er að sjálfsögðu viðburður, sem telja má til merkra tíðinda. Þetta var nú mest til þess að styrkja góð kynni. Hann ávarpaði fólkið af svölum þinghússins mjög vingjarnlega. Reyndu stórveldin nokkuð að tefja fyrir stofnun lýðveldis hér? Nei, nei, meira að segja Bandaríkjamenn voru fyrstir til þess að viðurkenna okkar sjálfstæðisyfirlýsingu. Svo það var ekki gert í andstöðu við neina nema Dani. Hvernig stóð á þvi að mynduð var utan- þingsstjórn? Stjórnmálaflokkarnir komu sér eitthvað ekki saman um stjórnarmyndun og þá var skipuð utanþingsstjórn og hún sat er lýð- veldið var stofnað á Þingvöllum. Er ríkis- stjóra þótti það dragast of lengi að mynda stjórn, greip hann til sinna ráða og skipaði utanþingsstjórn. Björn Þórðarson var þá forsætisráðherra. Er það rétt til getið, að foringjar stjórn- mádaflokkam-ia hafi ekki getað unnt hver öðrum sætis forsœtisráðherra og þvi verið mynduð utanþingsstjórn? Nei, það var ekki. Það tókst bara ekki að fá stjórnarfarslegan samningsgrundvöll fyr- ir meirihlutastjórn. Svo gekk þetta nú sam- an síðar. Þessi utanþingsstjórn varð aldrei vinsæl í þinginu. Ég man eftir því, að ég komst oft í mikla erfiðleika. Éq; var formað- ur fjárveitinganefndar, og það var aldrei jafnerfitt og þá að koma saman fjárlögum. 15 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.