Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 21
sem einu sinni var rauður, kvarta stundum undan því, að varla sé vinnandi með hon- um af þeirn sökum, þá veit ég eiginlega ekki, hvar maður ætti að setja nýja flokk- inn. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera ákaflega frjálslyndur flokkur. Auðvitað má bæta hann eins og öll mannanna verk. Almenningur virðist vera óáncegður með stjórnmálaflokkana og starfsemi þeirra. Álitið þér, að það sé mögulegt að breyta þessum flokkum sem fyrir eru innan frá? Almenningur er ekki óánægður með stjórnmálaflokkana, en þegar almenningur er óánægður með útlitið og horfurnar um lífskjörin, hræddur við það, sem framund- an er, þá er alltaf leitað að mannlegum syndaselum. Þetta hefur verið svona, þetta er ekkert nýtt fyrirbæri hér, það verður alltaf haldið áfram að reyna að kenna ein- hverjum um náttúrulögmálin. Og þér álitið ekki, að það þurfi neitt að breyta flokkunum eins og þeir eru, kannslii skipulagi þeirra. Nú var verið að stofna flokk fyrir sliömmu, sem heitir Alþýðu- bandalagið, og þeir virðast vera með nokkr- ar nýjar hugmyndir um kjör stjórnar sinn- ar, œtla mönnum ekki allt of la^iga setu þar. Já, svoleiðis barnaskap tekur maður nátt- úrlega ekki mark á, og þeir munu ekki taka mark á þessu sjálfir. Sá sem ekki má vera lengur en þrjú ár, hann mun hafa breytt gjörsamlega um skoðun á því eftir þrjti ár. Sá sem ekki má vera lengur en níu ár, hann sér það, ef hann hefur staðið sig vel, að það er algjör þjóðarnauðsyn að gera undantekn- ingu í hans tilfelli. Þeir voru með þessa vitleysu í frönsku stjórnarbyltingunni, það mátti ekki endurkjósa þingmenn, þetta var bara klára þvættingur og bull. Ef mennirn- ir ekki reynast vel, þá er að láta þá fara. Hitt er annað, að það getur verið álitamál, hvort maður eigi að hafa einmenningskjör- dæmi eða hlutfallskosningu í stærri kjör- dæmum. Það má deila um þetta endalaust, hvorttveggja hefur sína kosti. Það er nátt- úrlega miklu skemmtilegra að vera þing- maður og frambjóðandi fyrir einmennings- kjördæmi en að vera einn á lista með fleir- um, en það er bara miklu hættara við að árangurinn, það er kosningaúrslitin, verði spéspegill af þeim skoðunum, sem uppi eru með þjóðinni. En eruð þér kannski fylgjandi einmenn- ingskjördœmum? Ja, ég held, að ég hafi eiginlega sagt það, sem ég get sagt um það, ég álít það vera algert álitamál. Ég væri alveg til viðtals um einmenningskjördæmi, ef liægt væri að tryggja nokkurn veginn jafnrétti meðal íbúa landsins, að menn hér á suðurkjálk- anum hefðu hlutfallslegan rétt á við aðra landsmenn, sem er svo fjarri því að sé núna. Vantar mikið á, að svo sé? Já. Ef við tökum t. d. Norðurland vestra og Vestfirði, þá held ég, að þar séu þrisvar sinnum færri kjósendur á hvern þingmann en í Reykjaneskjördæmi, og munurinn ívið meiri ef litið er á Reykjavík. Ég get ekki skilið, að menn eigi að hafa minni kosningarrétt, þó að þeir búi í þessum landshluta heldur en öðrum. En telduð þér hyggilegt að koma á próf- kjöri í sambandi við framboðslista? Það er eitt af því, sem hver flokkur verð- ur að ákveða fyrir sig. Það er alveg sama, hvaða aðferð við höfum í því efni, það geta alltaf orðið leiðindi í sambandi við undir- búning kosninga, klíkuskapur getur alveg eins átt sér stað við prófkjör og við aðra aðferð. Ég álít þetta ekkert höfuðatriði, mér stæði svo hjartanlega á sama, hvort þetta kæmist á eða ekki. En er álitinn gnmdvöllur fyrir þvi, að stjórnarandstaðan myndi skuggaráðuneyti eins og er i Bretlandi með þessu margra flokka kerfi, sem við liöfum? Með þessu margra flokka kerfi? And- stöðuflokkarnir hafa ekki efni á þessu, ég á ekki aðeins við þessa andstöðuflokka núna, ég á við á hverjum tíma. Það má segja, að það sé eðlilegt, að vissir menn inn- an hvers andstöðuflokks kynni sér sérstak- lega og fylgist sérstaklega með vissum mála- flokkum, en þeir geta ekki eins og í Bret- landi fórnað öllum sínurn tíma í það eða meginparti af tíma sínum, það er gjörsam- lega útilokað. Þér álítið sem sagt ekki grundvöll fyrir þvi, að foringi stjórnarandstöðunnar, ef hann vceri til, yrði launaður sem slikur? Ég álít, að þetta væri dálítið líkt því, þegar hrossataðskögglarnir sögðu: „Við eplin.“ Þó að Bretar hafi efni á svona lög- uðu, þá er ekki þar með sagt, að við höfum það. Alítið þér, að samband flokkanna og stjórnmálamanna við kjósendur sé ncegi- lega mikið milli kosninga? Það væri æskilegt, að það væri meira. En hins vegar verður maður að horfast í augu við það, að í landinu er milli kosninga frekar leiði á að fara á of mikið af stjórn- málafundum, nema sérstök stórmál séu á döfinni. Þið hafið séð það, að allir flokkar koma með hóp af trúðurn þegar þeir eru að kalla saman héraðsmót. Án þess að hafa þá með, treysta þeir því ekki, að nokkur mað- ur komi. Við höfum í Reykjaneskjördæmi verið að reyna vissar nýjar leiðir í þessurn efnum. Fyrir seinustu kosningar sýndist það gefast vel að vera ekki að reyna að ná í alla í einu, heldur ná saman vissum, nokkuð stórum hagsmunahópum eða stéttum og reyna að fá þá aðila til að tala yfir okkur, í staðinn fyrir að við prédikuðum alltaf yfir þeim. En álítið þér ekki, að ef hér vceru ein- menningskjördœmi, J)át vceri viðhorfið kannski dálitið annað? Þá fœri viss hópur af fólki að hitta þingmanninn sinn, og Jmð vceri enginn vafi, að þetta vceri þeirra þing- maður? Það er ótvíræður kostur við einmennings- kjördæmi, einmitt þetta atriði. Það er einn af stóru kostunum við þau. Þegar kjördæm- in eru minni, þá er auðveldara að þekkja persónulega verulegan hluta af kjósendun- um og hafa miklu nánari tengsl við þá. Nú var kosinn forseti i vor. Finnst yður úrslit kosninganna marka nokkur timamót i pólitiskri hugsun landsmanna? Nú var um að rceða pólitískan mann annars vegar og hins vegar embcettismann. Nei, ég held það geri það ekki. Þetta voru alveg eðlilegir hlutir, eftir það sem á undan var gengið. Það er undirstrikað, sem kom fram við kosningarnar 1952, fyrstu al- mennu forsetakosningarnar, að fólk vill ekki láta flokkana segja sér fyrir verkum, og að menn eru að kjósa um persónur en ekki flokka. Mér finnst jrað vera nákvæmlega það sama, sem gerðist að þessu leyti. Ég held ekki, að það séu nein tímamót í sambandi við þetta, þó að ég sé ákaflega ánægður með úrslitin. Samrýmist það, að styðja annan fram- 21 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.