Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27
3. Áður hefur því verið haldið fram, að ekkert ríki fái staðizt fullvalda, nema að baki búi virk sjálfstæðisvitund. Hvergi á þetta þó betur við en um fámenna og lítt efnum búna þjóð, sem að auki býr í harð- býlu landi, er engan veginn veitir hagstæð- ustu skilyrði til að halda uppi sjálfstæðu menningarþjóðfélagi. Ekkert er vænlegra til að styrkja slíka sjálfstæðisvitund en það, að menn finni einhvern tilgang í lífsbar- áttu sinni. í sögu þjóðarinnar á síðari öldum verður fyrst vart teljandi framfara á 19. öld, er sjálfstæðisbaráttan hófst. Með henni höfðu Islendingar eignazt tilganga í lífsbaráttu sinni hér á landi. Ekki liggur að vísu ljóst fyrir, hvað það var í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar, sem mest skírskotaði til almenn- ings í landinu. Þegar það er haft í huga, að allur þorri þjóðarinnar bjó við ill ytri kjör, liggur nærri að ætla, að í rýmkuðu sjálfs- forræði liafi allur þorii manna eygt lausn undan illum ytri kjörum. Tilgangur sjálf- stasðisbaráttunnar hafi þannig í augum flestra verið nátengdur því að losna úr fá- tækt og létta af bágum ytri kjörum. Með þessu var tilgangur sjálfstæðisbaráttunnar augljós hverjum þjóðfélagsþegni, — snerti hann beint og lilaut að vera honum per- sónulegt hagsmunamál. Sjálfstæðisbaráttan var þjóðernisstefna, sem átti að miklu leyti rót sína í rómantísku stefnunni. Menn mikluðu einatt fyrir sér fortíðina og sáu þar flesta hluti fegurri en efni stóðu til. Tímabilið, sem íslenzka þjóð- veldið stóð, var talið það skeið sögunnar, sem hagur þjóðarinnar liefði staðið með fyllstum blóma, Jíf manna verið fegurra og ágætara en dæmi voru til um. Þessi til- komumikla fortíð var höfð til samanburðar við síðari tímabil í sögu þjóðarinnar, þegar allt var sokkið niður í eymd og örvænting. Sagan, sem gaf þennan vitnisburð, átti að kenna þjóðinni að virða sjálfa sig og trúa á sig, — hún gaf fyrirheit um betri tíma. En þjóðin átti auk sögunnar mikla arf- leifð í bókmenntum sínum. Þær voru sögu- legar heimildir um fortíðina og þær höfðu að geyma vitnisburð um lífsskoðanir reist- ar á ómetanlegri lífsreynslu og hugsjónum. Þær höfðu auk þess það gildi, sem góðar bókmenntir hafa á öllum tímum og sýndu, að þjóðin hafði hæfileika til jress að skapa varanleg menningarverðmæti, — þær lilutu að afla þjóðinni aukins sjálfstrausts. Má þannig segja, að sjálfstæðisbaráttan hafi verið vakning, sem miðaði að viðreisn þjóðarinnar bæði í efnalegu og andlegu til- liti. Þar hélzt í hendur metnaður til þess að láta að sér kveða í andlegum efnum og von um betri efnaleg kjör. 4. Meðan sjálfstæðisbaráttan stóð, var þessi þjóðernisstefna, sem nú var lýst og þau íyrirheit, sem við hana voru tengd, þjóðinni mikilvægur aflgjafi til þess að gera umbætur á högum sínum. Á hinn bóginn er nú ljóst, að hin róman- tiska söguskoðun 19. aldar hafði í sér fólgn- ar miklar veilur. Þjóðlíf fyrstu aldar ís- landsbyggðar bjó engan veginn yfir þeim óskoraða glæsibrag, sem nítjándu aldar menn hugðu, og sú lífsskoðun, sem menn sóttu í fornbókmenntirnar, var tíðum yfir- borðsleg og leiddi jafnvel til allt að því barnalegrar hetjudýrkunar, — má nokkuð kynnast slíku í fari sumra, sem létu að sér kveða í ungmennafélagshreyfingunni eftir aldamótin. En Jressi söguskoðun hafði mikið póli- tískt gildi á þeim tíma, svo og þær lífsskoð- anir, sem menn sóttu í fornbókmenntirn- ar. Nú hafa þessi viðhorf að mestu gegnt pólitísku hlutverki sínu, og ein verða þau naumast lögð til grundvallar þeirri þjóð- ernisstefnu, sem fylgja ber í framtíðinni. íslenzkar fornbókmenntir eru fágætt af- rek lítillar Jrjóðar og þær mega vera henni stöðug hvatning til að láta að sér kveða á öllurn sviðum og vera undirstaða heilbrigðs sjálfstrausts. Sarna má einnig segja um varð- veizlu íslenzkrar tungu, þótt ytri aðstæður hafi þar að vísu verulega orðið til stuðn- ings. En fagurfræðilegt gildi íslenzkra forn- bókmennta og íslenzkrar tungu getur ekki heldur verið eini grundvöllurinn undir Jrjóðlega menningu íslendinga nú og um alla framtíð. Þjóðerni, sem reist er á svo einhliða und- irstöðu er engan veginn nægilega traust til Jress að sú sjálfstæðisvitund, sem er óhjá- kvæmilegur grundvöllur fullvalda íslenzks ríkis geti sótt Jrangað viðhlítandi styrk. Eru líkur til Jress að Jrjóð, sem hefur ekki fyrir- ferðarmeiri grundvöll undir Jrjóðerni sínu, finni Jrar ekki Jrá stoð, sem hún þarfnast í lífsbaráttu sinni. Vofir Jrá sú hætta yfir, að þjóðmenningin Jrróist í það að verða af- slappandi föndur og dútl, sem birtist helzt í tómstundagamni, svo sent Jrví að klæðast þjóðbúningi, eða jafnvel „fornmannabún- ingi“, stæla baðstofulíf liðinna tíma, eta Jrorramat, dansa þjóðdansa, kveða rímur og segja sögur af einkennilegum körlum og kerlingum o. s. frv. Allt getur Jretta verið gott út af fyrir sig og sjálfsagt að rækja þetta eftir föngum, en íslenzkt þjóðerni verður að fela í sér önnur og háleitari verð- mæti. Þjóðerni, sem takmarkað er við slík viðfangsefni, verður Jrjóð engin teljandi eggjun til afreka, engin stoð í lífsbaráttu nútímans, ekkert teljandi framlag til auðg- unar nútíma menningar. Mjög er sennilegt, að jrjóðin skiljist við menningararfleifð sína, Jregar hún hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að flest eða allt, sem hún þarf til þess að heyja liina raunhæfu lífsbaráttu við aðstaaður nútímans, sæki hún í menn- ingu erlendra þjóða lítt eða algerlega óbreytt. Von um betri lífskjör var e. t. v. öllum Jrorra manna á 19. öld meiri hvatning og aflgjafi en önnur háleitari markmið. Vafa- laust væri óraunsæi að neita slíku, enda Jrótt annað sé ef til vill og hafi verið látið í veðri vaka. Hitt er augljóst, að stefna sem eingöngu hefur slíkt markmið og það er almennt viðurkennt, endar í makræði, vel- lystingum og óhóflegu lífsþægindadekri. Þegar svo er komið, ber hún dauðann í sjálfri sér, því að södd og lífsleið kynslóð er ekki til stórræða fallin, sjálfstæðisvitund hennar og metnaður slappast og slævist, unz dagur reikningsskilanna rennur upp og sú staðreynd blasir við, að grundvöllur- inn, sem hún hélt sig standa á, er horfinn. Sú áherzla, sem í upphafi kann að vera lögð á að tryggja efnalegan hag hvers ein- staklings, er réttlætanleg, meðan ytri kjör eru bág, en hún glatar réttlætingu sinni Jrví meir, sem takmarkið nálgast og endar oftast í því að vinna gegn upphaflegum tilgangi. Þess vegna verður hver Jijóð að eiga sér æðra markmið en það, að ástunda efnaleg- an hag sinn einn, hún verður að eiga sér einhvern æðri tilgang, einhverja köllun, jafnvel Jrótt köllunin skírskoti einungis til fámenns lróps. 5. Á 50 ára fullveldisafmæli íslenzks ríkis má fagna því takmarki, að Jrjóðin hafiöðlazt formlegt sjálfstæði og náð lífskjörum, sem telja má sómasamleg miðað við Jrað, sem almennt gerist hér á jörðu. Nú er Jrað hins vegar reynsla bæði einstaklinga og Jrjóða, að hætta er á stöðnun eða jafnvel afturkipp Jregar ákveðnu takmarki hefur verið náð. Oft er nauðsynlegt að fá nokkurt ráðrúm til að átta sig á breyttunr aðstæðum og gera sér grein fyrir, að hvaða leyti hin gamla stefna á ekki við. Síðan Jrarf svigrúm til endurskoðunar og mörkunar nýrrar stefnu. Raunverulega er þó þróunin sjaldan svo snurðulaus. Hitt er miklu tíðara, að ein- staklingar og þjóðir þekki ekki sinn vitjun- 27 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.