Fréttablaðið - 24.09.2009, Page 4

Fréttablaðið - 24.09.2009, Page 4
4 24. september 2009 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Óla- son, voru tald- ir tengjast einu stærsta fíkni- efnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lög- reglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af mel- assa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheit- inu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðn- um og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýska- lands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm hand- teknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamað- ur, Vladimir Mitrevics, sem kallað- ur er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmað- urinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft sam- skipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lög- reglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurð- um yfir þeim voru þeir sagðir grun- aðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærð- ur fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póst- sendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopp- er. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurð- ur og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is www.ob.is -5kr. VIÐ FYRST U NOTKUN Á ÓB-LYKL INUM OG SÍÐAN ALLTAF -2K R. TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141. ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 26° 19° 22° 19° 15° 20° 18° 23° 16° 17° 26° 21° 28° 32° 15° 22° 28° 14° 9 6 4 6 6 6 13 12 14 10 5 5 5 4 3 5 8 8 5 9 8 4 86 Á MORGUN Víða hvasst með morgninum en síðar 15-25 m/s sunnan og austan til, annars hægari. LAUGARDAGUR 8-15 m/s 8 4 7 13 10 6 5 9 Í DAG KLUKKAN 15 VATNSVEÐUR Núna í nótt gekk efnismikið úrkomuloft yfi r landið og núna með morgninum er víða rigning. Um há- degi styttir upp vestan til og um miðjan dag annars staðar. Þá léttir víða til þó hætt sé við smáskúrum hér og hvar. Í kvöld kemur annað úrkomukerfi upp að landinu, einn- ig efnismikið en með miklum vindi í nótt eða 13-20 m/s. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir íslensku bankana hafa farið eftir þeim reglum sem þeim voru settar í útrásinni. Efnahags- hrunið hafi verið vegna ónógs regluverks miðað við umfang fjármála starfseminnar. Þetta sagði forsetinn við blaða- menn í New York, en þar er hann staddur til að sitja ráðstefnu um loftslags-, orku og alþjóðamál. Ólafur ræddi við fréttaveituna Bloomberg og einnig Forbes. Hann sagði fréttamönnum Bloomberg að öðrum þræði væri tilgangur farar hans til New York að „miðla þeirri lexíu sem Íslendingar hafa lært, með ærnum tilkostnaði, til alþjóða- samfélagsins“. Bloomberg vitnar í Gunnar F. Andersen, forstjóra Fjármálaeftir- litsins, um að 20 dæmi hafi fundist um möguleg brot á reglum um fjár- málastofnanir og að 20 önnur séu til rannsóknar. Þá er vitnað í orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra um að fáránleg misnotk- un á reglum um bankaleynd hafi stuðlað að ósiðlegri hegðun. Ólafur Ragnar telur bankana hins vegar hafa fylgt reglum. „Hvað sem um íslensku bankana má segja, þá störfuðu þeir innan evrópsks reglu- verks um banka og fjármál,“ hefur Bloomberg eftir honum. - kóp Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við blaðamenn í New York: Bankarnir hafi fylgt reglum FORSETINN Ólafur Ragnar sagði banda- rískum fjölmiðlum í gær að íslensku bankarnir hefðu starfað eftir þeim reglum sem um þá giltu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 30 tonn af kókaíni í sýrópinu Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason voru handteknir í sumar grunaðir um að tengj- ast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Hverjum dettur þetta í hug? spyr Sigurður. VLADIMIR MITREVICS, EÐA SÓLBLÓMIÐ Sigurður Ólason, sem sat í gæslu- varðhaldi um þriggja vikna skeið vegna málsins, segir algjörlega fráleitt að einhver skuli láta sér detta í hug að „eitt- hvað lítið peð á Íslandi sé tengt í þetta risastóra mál. Það er alveg yfir brúnina að ímynda sér eitthvað slíkt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að hafa notað meint tengsl hans við málið til að halda honum í gæsluvarðhaldi, enda sé ekkert sem tengi hann við það. Hann hafi einu sinni verið spurður um það í yfirheyrslum hvort hann þekkti til málsins. Hann hafi sagt svo ekki vera og þar hafi verið látið við sitja. Hvergi sé minnst á málið í málsgögnum um hann, nema í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsvistinni, þar sem hafi verið sagt að gagna væri að vænta að utan um aðild hans að málinu. Þau hafi hins vegar aldrei litið dagsins ljós. Meint peningaþvætti Sigurðar fyrir Verwoerd og Zizov, auk meintra tengsla hans við alþjóð- lega glæpahringi, liggur enn á borði ríkissaksóknara sem á eftir að taka ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins. Hann var ekki ákærður fyrir amfetamíninn- flutninginn líkt og Gunnar Viðar, þótt hann hafi upprunalega verið talinn tengdur því máli líka. YFIR BRÚNINA AÐ ÍMYNDA SÉR SVONA SIGURÐUR ÓLASON Ronny Verwoerd, einn þeirra sem handteknir voru vegna málsins í Hollandi, segist saklaus. Hann hefur að eigin sögn verið ákærður fyrir að reyna að smygla 17 tonnum af þess- um tæpu 30 til Evrópu, og auk þess fyrir aðild að sex kílóa amfetamíns- myglinu til Íslands. Hann mun gefa símaskýrslu við réttarhöldin yfir Gunnari Viðari, líkt og Johannes Dielissen, annar maður sem handtekinn var í Hollandi vegna kókaínmálsins risastóra. Í tölvupósti til Fréttablaðsins skýrir Verwoerd svo frá aðild sinni að máli Gunnars Viðars að hann og Erez Zizov hafi notað Gunnar sem millilið í gjaldeyrisbraski. Gunnar Viðar hafi svo náðst á mynd hjá lögreglu skila þeim aftur hluta fjárins í umslagi. Þessi viðskipti hafi ekki á nokkurn hátt tengst fíkniefnum. Sjálfur segir Ver- woerd ekki einu sinni þekkja Roel Knopper, sem er skráður sendandi að amfetamínbögglinum. Spurður um samskipti sín við Sigurð Ólason og Ársæl staðfestir Verwoerd það sem fram hefur komið að þeir Zizov þekki Ársæl síðan úr hollensku fangelsi, og hann hafi komið þeim í samband við Sigurð. Þeir hafi ætlað að stofna hér fyrirtæki í desember en enginn banki viljað þjónusta þá. Þeir hafi því beðið Sigurð um að gera það fyrir þá. Fyrir- tækið, Hollís, hafi ekki verið stofnað í því skyni að þvætta peninga. Verwoerd segist hafa losnað úr fangelsi fyrir þremur mánuðum, líkt og allir hinir sem handteknir voru vegna málsins í Hollandi. HOLLENDINGUR SEGIST SAKLAUS GRÍÐARLEGT MAGN Á myndinni má sjá hluta af sýrópsbrúsunum sem lögreglan í Guayaquil, stærstu borg Ekvadors, lagði hald á í maí. Fíkniefnafundurinn er með þeim allra stærstu í sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ / AP STJÓRNSÝSLA Mistök urðu til þess að töf varð á greiðslu atvinnuleys- isbóta til 2.400 manns um mánaða- mótin júní/júlí. Umboðsmaður Alþingis kannaði málið en telur ekki tilefni til að grípa til aðgerða. Eftir samkeyrslu við stað- greiðslugrunn Ríkisskattstjóra var sú ákvörðun tekin á Greiðslustofu Vinnumálastofnunar að senda 2.400 manns bréf um óskráðar tekjur sem sagðar voru hafa áhrif á bótagreiðslur. Það átti þó ekki við í öllum tilvikum. Þar sem ekki var starfsfólk til að bregðast við öllum athugasemdum var ákveð- ið að greiða öllum bætur og höfðu síðustu fengið þær 7. júlí. - kóp Vinnumálastofnun: Mistök töfðu greiðslur bóta VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tæp fjögur prósent og fór undir sjötíu dali á tunnu í gær eftir að bandaríska orku- málaráðuneytið birti vikulega tölur um olíubirgðir í landinu. Olíubirgðirnar jukust um 2,8 milljónir tunna á milli vikna sem er þvert á væntingar. Mjög hefur dregið úr olíunotkun og elds- neytiskaupum um heim allan upp á síðkastið og hafa aðildar- ríki Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) því ekki séð ástæðu til að auka olíuframleiðsluna á næstu mánuðum, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar. - jab Olíubirgðir jukust óvænt: Verðið lækkar erlendis DÆLT Á BÍLINN Dregið hefur úr elds- neytiskaupum í skugga efnahagsþreng- inga víða um heim. SAMNINGUR Öryggismiðstöðin varð hlutskörpust í útboði Ríkis- kaupa á blóðsýnatökum fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækið hlýtur samning- inn, sem var undirritaður í gær, í eitt ár en hann má framlengja þrisvar, eitt ár í senn. Í tilkynningu Ríkiskaupa segir að samningurinn muni að öllum líkindum skila 50 milljóna króna árlegum sparnaði. Kostnaður dómsmálaráðuneytisins vegna þessa liðs hafi verið um það bil 100 milljónir króna á ári á höfuð- borgarsvæðinu. - kg Útboð vegna blóðsýnataka: Skilar 50 millj- óna sparnaði GENGIÐ 23.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,7131 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,29 123,87 202,57 203,55 182,10 183,12 24,465 24,609 21,162 21,286 18,053 18,159 1,3492 1,3570 195,63 196,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.