Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.09.2009, Qupperneq 18
18 24. september 2009 FIMMTUDAGUR Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vakti máls á því í erindi í Háskóla Íslands hinn 9. september að Íslendingum stæði til boða efnahagsað- stoð frá Evrópusamband- inu. Þar hreyfði hann máli, sem verið hefur til með- ferðar frá því skömmu eftir bankahrunið síðasta haust, en hefur legið í láginni frá því í nóvember. Íslendingar sóttu um aðstoð fljótlega eftir hrun en var sagt að þeir fengju ekkert nema samningar lægju fyrir um Icesave og þá aðeins í tengslum við áætlun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fréttablaðið sagði hinn 17. septemb- er síðastliðinn frá yfirlýsingum Olli Rehn um að Íslendingum stæði til boða svokölluð „þjóðhagsleg aðstoð“ (Macro financial assistance) frá ESB sem tengdist lánveitingu og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Lánveitingar af þessu tagi þurfa samþykki ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins. Í fréttinni kom fram hjá upplýs- ingafulltrúa utanríkisráðuneytis- ins að ESB ætti frumkvæði að við- ræðunum. Þannig horfir málið hins vegar ekki við ESB. Amelia Torres, talsmaður Joaqu- íns Almunia, sem fer með efnahags- mál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir í tölvupósti til Frétta- blaðsins að Íslendingar hafi sótt formlega um aðstoð. Torres hefur hins vegar ekki getað upplýst hvar og hvenær það hafi verið gert. Eftir að staðhæfingar Torres bárust hefur Fréttablaðið kann- að málið innan íslensku stjórn- sýslunnar og fengið staðfest að umsókn hafi verið lögð fram af Íslands hálfu á fyrstu dögunum eftir bankahrunið í byrjun okt- óber. Hvorki í forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, fjármálaráðu- neyti né Seðlabanka hafa fengist nákvæmar upplýsingar um þá umsókn. Þó virðist ljóst að Geir H. Haar- de hafi sóst eftir margfalt hærri lánveitingu en þeirri sem stendur til boða. Heimildir herma að sóst hafi verið eftir um milljarði evra, um 180 milljörðum króna, en að sú fjárhæð sem Rehn vísi til sé um það bil 100 milljónir evra, um átján milljarðar króna. Opinber yfirlýsing stjórnvalda um umsókn til ESB hefur aldrei verið gefin út en í baksýnisspegl- inum má sjá að ýjað er að málinu í yfirlýsingu sem José Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórar ESB, gaf út 15. október eftir sam- tal við Geir H. Haarde. Þar segir Barroso að ESB muni styðja við viðræður milli íslenskra stjórn- valda og alþjóðlegra stofnana. Nokkru síðar, hinn 24. október, óskaði ríkisstjórn Íslands form- lega eftir aðstoð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Eins og kunnugt er gekk seint að fá niðurstöðu í málið frá AGS og er Icesave kennt um en það mál olli því einnig að umsókn- in um lán frá Brussel fékk dræmar undirtektir. Þetta sést af yfirlýs- ingu sem Johannes Laitenberger, talsmaður Barrosos, gaf á blaða- mannafundi hinn 10. nóvember. Þar kom skýrt fram að Evrópu- sambandið útilokaði fyrirgreiðslu til Íslands meðan deila ríkisstjórn- arinnar við Breta og Hollendinga væri óútkljáð. Laitenberger sagði: „Fram- kvæmdastjórnin hefur í hyggju að leggja til við aðildarríkin og Evr- ópuþingið að Íslendingum verði veitt efnahagsaðstoð í formi lána, sem komi til viðbótar við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta getur hins vegar ekki orðið fyrr en eftir að Íslendingar og nokk- ur aðildarríki ná samkomulagi í tvíhliða deilum sem varða inni- stæðutryggingar og þá vernd sem veitt er erlendum innistæðueig- endum … Aðildarríkin óska eftir því að virt séu ákvæði EES-samn- ingsins; framkvæmdastjórnin er sannfærð um að lausn á því máli [Icesave-deilunni] sé möguleg … Framkvæmdastjórnin gæti hafið viðræður við Ísland skömmu síðar, en til þess að viðræður leiði til far- sællar niðurstöðu er þörf á náinni samvinnu milli Íslands, fram- kvæmdastjórnarinnar, Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og annarra stuðningsríkja.“ Talsmaðurinn gaf til kynna að Íslendingar gætu hins vegar ekki vænst mikillar aðstoðar og sagði: „Sú aðstoð sem framkvæmda- stjórnin gæti veitt Íslandi verður lítil, það væri rétt að líta frekar á hana sem pólitískan stuðning, sem viðbót (complement), og henni mun verða að fylgja jafnhliða annar stuðningur, hugsanlega frá öðrum aðildarríkjum.“ Reuters skrifaði frétt um þessa yfirlýsingu en hún fór fyrir ofan garð og neðan í umræðum hérlend- is, rétt eins og upphaflega umsókn- in. Íslenska stjórnsýslan fékk hins vegar þessi skilaboð og málið virð- ist þar með hafa verið lagt til hlið- ar. Skömmu síðar skuldbundu Íslendingar sig gagnvart Bretum og Hollendingum og féllust á að „ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bank- anna erlendis,“ eins og sagði í yfir- lýsingu á vef forsætisráðuneytisins frá 16. nóvember. Það samkomulag var gert fyrir milligöngu ESB og í yfirlýsingunni sagði að ESB mundi áfram taka þátt í að finna lausnir til að „gera Íslandi kleift að endur- reisa fjármálakerfi og efnahag“. Eins og kunnugt er hefur ýmis- legt gengið á í samskiptum Íslend- inga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Seint gekk að fá afgreiðslu upphaf- legrar umsóknar og enn er beðið eftir endurskoðun áætlunar AGS fyrir Ísland, sem á að vera löngu lokið. Enn kemur Icesave við sögu – sú deila hefur mótað samskiptin við AGS. Auk lánsins frá AGS hafa stjórnvöld fengið lán frá Norður- löndunum og Póllandi, að ógleymd- um Færeyjum. Viðræður við Rússa standa yfir en komið hefur fram að nú sé rætt um fjárhæðir sem séu mun lægri en rætt hafi verið um í fyrstu. Umsóknin hjá ESB virðist hins vegar hafa verið að mestu gleymd í stjórnsýslunni, ef marka má þær upplýsingar sem Fréttablaðið afl- aði í stjórnarráðinu og Seðlabank- anum. Málið er í embættismanna- farvegi og virðist ekki ofarlega á blaði yfir aðkallandi úrlausnarefni enda ekki um að tefla fjárhæð- ir sem talið er að skipti sköpum fyrir endurreisn efnahagslífsins eða styrkingu krónunnar. Viðmælendur í stjórnsýslunni segja að yfirlýsing Olli Rehn hafi komið hálfflatt upp á íslensku stjórnsýsluna. Hún var búin að taka málið af dagskrá og við eft- irgrennslan Fréttablaðsins hefur reynst fremur djúpt á upplýsing- um um málið. Embættismenn í ráðuneytum og Seðlabanka eru þó enn með það til vinnslu og skoð- unar. Heimildir herma að verði samið við ESB um þessa lánveit- ingu sé líklegt að upphæðin verði í námunda við 100 milljónir evra, sem eru um átján milljarðar króna á núverandi gengi. FRÉTTASKÝRING: Evrópusambandið og Icesave ESB hafnaði aðstoð vegna Icesave Efnahagsleg aðstoð Efnahagsleg aðstoð (MFA; macro- financial assistance) byggist á stefnu ESB um stuðning við ríki utan sambandsins sem eru í nánu samstarfi við ESB. Þetta er sú tegund aðstoðar sem Ísland sótti um skömmu eftir hrun og er ótengd umsókninni um aðild að ESB, sem Alþingi samþykkti í sumar að leggja fram. Þessi aðstoð er veitt í formi lána og/eða styrkja til meðallangs eða langs tíma og er venjulega tengd þeirri aðstoð sem viðkom- andi ríki fær hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Þessi aðstoð getur tengst öðrum stuðningsaðgerðum ESB ef um slíkt er að ræða. Greiðslur eru inntar af hendi til seðlabanka við- komandi ríkis en ríkisstjórnir hvers lands ákveða hvort þær verja láninu til þess að byggja upp gjaldeyris- varasjóð eða til þess að styðja við gjaldmiðil sinn eða fjárhag ríkissjóðs með öðrum hætti. Aðstoð við umsóknarríki Þar sem Ísland sótti í sumar um aðild að Evrópusambandinu mun því bjóðast sérstök aðstoð við umsóknarríki (IPA; Instrument for pre-accession assistance) sem er hluti af regluverki ESB. Meðal helstu markmiða IPA er að greiða fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða og stjórnsýslu ríkis til þess að auðvelda aðlögun að ESB; styðja við þátttöku umsóknarríkis í milliríkjasamstarfi; styðja svæðis- bundna uppbyggingu, til dæmis á sviði samgangna, umhverfismála og efnahagsþróunar; stuðningur við uppbyggingu í dreifbýli og stuðningur við eflingu mannauðs í umsóknarríki. Öllum stuðningi ESB við umsóknarríki og væntanleg aðildarríki er beint í þennan farveg. Það mun skýrast á næsta ári, í tengslum við aðildarviðræðurnar, hvaða stuðning Íslendingar geta sótt á þessum forsendum. HUGSANLEG AÐSTOÐ FRÁ ESB KAUPUM GEGN STAÐGREIÐSLU BMW X5 dísel, Mercedes Benz ML 320 Cdi, Toyota LandCruiser 200 (bensín & dísel). Árgerð 2007 og yngra. Upplýsingar í síma 821 9980 deutsche.auto@gmail.com FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is GEIR HAARDE OG JOSÉ MANUEL BARROSO Ríkisstjórn Íslands sóttist eftir allt að eins milljarðs evra láni frá ESB eftir hrun en var tjáð að ræða mætti um 50-100 milljónir, þegar og ef samningar lægju fyrir við AGS annars vegar og við Breta og Hollendinga um Icesave hins vegar. Olli Rehn vakti málið til lífsins með yfirlýsingu á fyrirlestri í Háskóla Íslands fyrr í þessum mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.